Lífið

Eurovision-vaktin: Stóra stundin rennur upp hjá Hatara

Stefán Árni Pálsson í Tel Aviv skrifar
Það verður gamna að fylgjast með Hatara í græna herberginu í kvöld.
Það verður gamna að fylgjast með Hatara í græna herberginu í kvöld. Eurovision
Í kvöld ræðst það hvaða þjóð stendur uppi sem sigurvegari í Eurovision 2019 og um leið hvar keppnin verður haldin á næsta ári. Hatari með lagið Hatrið mun sigra þykir á meðal líklegra sigurvegara og sjaldan hefur spennan fyrir framlagi Íslands verið jafn mikil.

Við munum fylgjast með gangi mála í Tel Aviv og hér heima í allan dag og fram yfir keppni í Eurovision-vaktinni á Vísi. Hér munum við dæla inn fróðleik um íslenska lagið, helstu keppinauta okkar og skila Eurovision-stemmningunni til ykkar hvar sem þið eruð að lesa.

Við hvetjum ykkur lesendur til að senda okkur kveðjur, myndir eða fróðleiksmola á ritstjorn(hja)visir.is og hver veit nema það skili sér í vaktina.

Hatrið mun (vonandi) sigra!

Rétt fyrir klukkan 19:00 mun Stefán Árni Pálsson taka við úr blaðamannahöllinni og lýsa keppninni og gefa hverju atriði stig og umsögn.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×