Í innslagi vikunnar fer Logi um víðan völl og segir meðal annars frá magnaðri tónleikaseríu Bjarkar í New-York, þar sem umhverfisverndarsinninn ungi Gret Thunberg kemur við sögu.
Nýjasta sería sjónvarpsþáttanna Black Mirror kemur senn á skjái óþreyjufullra aðdáenda en Logi segir okkur frá því að ein þekktasta poppsöngkona samtímans komi fyrir í seríunni.
Þá segir Logi okkur frá fyrirætlunum tæknirisans Apple í fjármálageiranum, en fyrirtækið hyggst gefa út greiðslukort nú í sumar.
Rafvæðing bílaflotans er komin á fullt flug og greinir Logi frá því að franski bílarisinn Peugeot framleiðir rafmagnaða útgáfu af vinsælum smábíl.
Í spilaranum hér að neðan má sjá 101 Fréttir þessa vikuna.