Handbolti

Westwien í sumarfrí þrátt fyrir átta íslensk mörk

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Viggó í leik með West Wien
Viggó í leik með West Wien vísir/getty
Íslendingalið WestWien er komið í sumarfrí eftir tap í oddaleik í undanúrslitum austurrísku úrvalsdeildinni í handbolta.

Átta íslensk mörk litu ljós í 29-25 tapi WestWien á útivelli fyrir Alpla Hard. Viggó Kristjánssong og Guðmundur Hólmar Helgason skoruðu fjögur mörk hvor. Ólafur Bjarki Ragnarsson komst ekki á blað.

Sigur Alpla Hard var nokkuð öruggur, heimamenn voru yfir allan seinni hálfleik og leiddu 14-12 í hálfleik.

Þetta var síðasti leikur Viggó og Ólafs Bjarka fyrir WestWien. Viggó er á leið til þýska liðsins Leipzig en Ólafur Bjarki snýr heim og er búinn að semja við Stjörnuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×