Selfoss getur komist í lykilstöðu Hjörvar Ólafsson skrifar 17. maí 2019 14:30 Haukar þurfa að svara í kvöld. vísir/vilhelm Selfoss og Haukar mætast í öðrum leik sínum í úrslitarimmu Olís-deildar karla í handbolta í Hleðsluhöllinni í kvöld. Selfoss hafði betur, 27-22, í fyrsta leiknum að Ásvöllum og getur með sigri í þessum leik komist í býsna góða stöðu í leit sinni að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum í sögu félagsins. Sölvi Ólafsson sem hefur fengið þó nokkra gagnrýni fyrir frammistöðu sína í vetur hrökk heldur betur í gang í fyrsta leiknum og varði um það bil 25 skot og þar af fjögur vítaskot í fyrsta leiknum. Þá tókst Selfyssingum að halda öflugum seinni bylgju hraðaupphlaupum Hauka í skefjum með vel hreyfanlegri 3-3 vörn sinni sem síðar varð að þéttri 6-0 þegar Haukar voru í uppstilltum sóknarleik. Það er spurning hvort Gunnar Magnússon og Aron Kristjánsson láti krók koma á móti þessu bragði Patreks Jóhannessonar í leiknum á Selfossi í kvöld. Elvar Örn Jónsson skaraði fram úr í annars jöfnu Selfossliði sem fékk eitthvert framlag úr flestum stöðum liðsins, en Atli Ævar Ingólfsson skoraði til að mynda fimm mörk af línunni og hornamaðurinn Hergeir Grímsson gerði slíkt hið sama. Haukar sem urðu deildarmeistarar hafa ekki riðið feitum hesti frá leikjum sínum á útivelli í úrslitakeppninni og hefur beðið lægri hlut í öllum þremur útileikjum sínum til þessa. Ljóst er að Haukar þurfa að breyta þessu mynstri til þess að verða Íslandsmeistarar í 12. skipti í sögu félagsins. Selfyssingar fengu síðast heimaleik í úrslitaviðureign Íslandsmótsins árið 1992 og nánast víst að stuðningsmenn Selfoss munu fjölmenna og þeir ásamt Haukamönnum troðfylla Hleðsluhöllina. Fyrsti leikurinn var afar vel spilaður þar sem hart var tekist á án þess að dómarar leiksins þyrftu að taka á honum stóra sínum. Vonandi verður áframhald að þessu sinni. Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild karla Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira
Selfoss og Haukar mætast í öðrum leik sínum í úrslitarimmu Olís-deildar karla í handbolta í Hleðsluhöllinni í kvöld. Selfoss hafði betur, 27-22, í fyrsta leiknum að Ásvöllum og getur með sigri í þessum leik komist í býsna góða stöðu í leit sinni að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum í sögu félagsins. Sölvi Ólafsson sem hefur fengið þó nokkra gagnrýni fyrir frammistöðu sína í vetur hrökk heldur betur í gang í fyrsta leiknum og varði um það bil 25 skot og þar af fjögur vítaskot í fyrsta leiknum. Þá tókst Selfyssingum að halda öflugum seinni bylgju hraðaupphlaupum Hauka í skefjum með vel hreyfanlegri 3-3 vörn sinni sem síðar varð að þéttri 6-0 þegar Haukar voru í uppstilltum sóknarleik. Það er spurning hvort Gunnar Magnússon og Aron Kristjánsson láti krók koma á móti þessu bragði Patreks Jóhannessonar í leiknum á Selfossi í kvöld. Elvar Örn Jónsson skaraði fram úr í annars jöfnu Selfossliði sem fékk eitthvert framlag úr flestum stöðum liðsins, en Atli Ævar Ingólfsson skoraði til að mynda fimm mörk af línunni og hornamaðurinn Hergeir Grímsson gerði slíkt hið sama. Haukar sem urðu deildarmeistarar hafa ekki riðið feitum hesti frá leikjum sínum á útivelli í úrslitakeppninni og hefur beðið lægri hlut í öllum þremur útileikjum sínum til þessa. Ljóst er að Haukar þurfa að breyta þessu mynstri til þess að verða Íslandsmeistarar í 12. skipti í sögu félagsins. Selfyssingar fengu síðast heimaleik í úrslitaviðureign Íslandsmótsins árið 1992 og nánast víst að stuðningsmenn Selfoss munu fjölmenna og þeir ásamt Haukamönnum troðfylla Hleðsluhöllina. Fyrsti leikurinn var afar vel spilaður þar sem hart var tekist á án þess að dómarar leiksins þyrftu að taka á honum stóra sínum. Vonandi verður áframhald að þessu sinni.
Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild karla Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira