Koepka jafnaði mótsmetið og leiðir eftir fyrsta dag Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. maí 2019 23:15 Brooks Koepka leiðir PGA meistaramótið, annað risamóts ársins í karlagolfinu, eftir fyrsta hring. Koepka jafnaði besta hring í sögu mótsins. Koepka kom í hús á 63 höggum á Bethpage Black vellinum í New York fylki og steig hann vart feilspor. Bandaríkjamaðurinn byrjaði af krafti og fékk fugl á fyrstu holu en hann fékk samtals sjö fugla í dag. Ekki einn skolli leit dagsins ljós og endaði hann á sjö höggum undir pari. Hann var þrátt fyrir það ósáttur með að hafa ekki náð fleiri fuglum og náð að bæta mótsmetið. „Ég hef aldrei verið með svona mikið sjálfstraust. Ég er enn að læra, læra á leikinn minn, og ég er spenntur fyrir því sem kemur á næstu árum,“ sagði Koepka sem er ríkjandi meistari á þessu móti.Effortless.@BKoepka is the first player to record 63 in back-to-back PGA Championships.#LiveUnderParpic.twitter.com/iv0DJoMbXm — PGA TOUR (@PGATOUR) May 16, 2019 Þrátt fyrir frábæran hring hjá Koepka er hann aðeins með eins höggs forskot. Nýsjálendingurinn Danny Lee fékk fleiri fugla en Koepka, hann náði átta fuglum, en hann fékk tvo skolla og er á sex höggum undir pari. Tommy Fleetwood er í þriðja sæti á þremur höggum undir pari og svo koma fimm kylfingar jafnir í fjórða sæti. Tiger Woods byrjar mótið ekki sérstaklega vel en hann lauk leik á 72 höggum eða tveimur yfir pari. Hringurinn hjá Tiger var skrautlegur en hann fékk örn á fjórðu holu og fylgdi honum eftir með þremur skollum á næstu fjórum holum. Hann fékk tvo tvöfalda skolla á hringnum. Tiger er jafn í 53. sæti eftir fyrsta keppnisdag. Par@TigerWoods just flipped the switch.pic.twitter.com/wCNCvPHnhZ — PGA TOUR (@PGATOUR) May 16, 2019 Efsti maður stigalistans á PGA mótaröðinni, Bandaríkjamaðurinn Matt Kuchar, lauk leik á pari mótsins og er jafn í 18. sæti ásamt Jon Rahm, Tony Finau, Xander Schauffele og fleirum. Útsending frá öðrum degi mótsins hefst á Stöð 2 Golf á morgun, 17. maí, klukkan 17:00. Golf Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Brooks Koepka leiðir PGA meistaramótið, annað risamóts ársins í karlagolfinu, eftir fyrsta hring. Koepka jafnaði besta hring í sögu mótsins. Koepka kom í hús á 63 höggum á Bethpage Black vellinum í New York fylki og steig hann vart feilspor. Bandaríkjamaðurinn byrjaði af krafti og fékk fugl á fyrstu holu en hann fékk samtals sjö fugla í dag. Ekki einn skolli leit dagsins ljós og endaði hann á sjö höggum undir pari. Hann var þrátt fyrir það ósáttur með að hafa ekki náð fleiri fuglum og náð að bæta mótsmetið. „Ég hef aldrei verið með svona mikið sjálfstraust. Ég er enn að læra, læra á leikinn minn, og ég er spenntur fyrir því sem kemur á næstu árum,“ sagði Koepka sem er ríkjandi meistari á þessu móti.Effortless.@BKoepka is the first player to record 63 in back-to-back PGA Championships.#LiveUnderParpic.twitter.com/iv0DJoMbXm — PGA TOUR (@PGATOUR) May 16, 2019 Þrátt fyrir frábæran hring hjá Koepka er hann aðeins með eins höggs forskot. Nýsjálendingurinn Danny Lee fékk fleiri fugla en Koepka, hann náði átta fuglum, en hann fékk tvo skolla og er á sex höggum undir pari. Tommy Fleetwood er í þriðja sæti á þremur höggum undir pari og svo koma fimm kylfingar jafnir í fjórða sæti. Tiger Woods byrjar mótið ekki sérstaklega vel en hann lauk leik á 72 höggum eða tveimur yfir pari. Hringurinn hjá Tiger var skrautlegur en hann fékk örn á fjórðu holu og fylgdi honum eftir með þremur skollum á næstu fjórum holum. Hann fékk tvo tvöfalda skolla á hringnum. Tiger er jafn í 53. sæti eftir fyrsta keppnisdag. Par@TigerWoods just flipped the switch.pic.twitter.com/wCNCvPHnhZ — PGA TOUR (@PGATOUR) May 16, 2019 Efsti maður stigalistans á PGA mótaröðinni, Bandaríkjamaðurinn Matt Kuchar, lauk leik á pari mótsins og er jafn í 18. sæti ásamt Jon Rahm, Tony Finau, Xander Schauffele og fleirum. Útsending frá öðrum degi mótsins hefst á Stöð 2 Golf á morgun, 17. maí, klukkan 17:00.
Golf Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira