Handbolti

Mjólkin skilar árangrinum á Selfossi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það eru 27 ár síðan Selfoss var síðast í úrslitum um Íslandsmeistaratitil í handbolta. Sigurður Valur Sveinsson fór fyrir því liði en hann segir Selfyssinga ekki vera með betra lið í dag.

Selfoss tapaði fyrir FH í undanúrslitunum 1992, og þó Sigurður spái Selfossi 3-1 sigur á Haukum í úrslitaeinvíginu segir hann liðið í dag ekki vera betra en liðið 1992.

„Stórskemmtilegt að sjá þessa ungu drengi. Ótrúlegt hvað þeir hafa pungað út mörgum góðum strákum Selfyssingar,“ sagði Sigurður í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Þetta er akademían fyrir austan sem er að skila þessu held ég, og svo náttúrulega mjólkin.“

Selfoss vann Hauka í fyrsta leik úrslitanna í gærkvöld örugglega, 27-22.

„Elvar er orðinn heilsteyptur, það var ótrúlegt að sjá hann á HM í janúar óhræddan í vörn og sókn. Haukur er óslípaður demantur, stór og hefur þetta allt í sér.“

Liðin mætast öðru sinni á föstudagskvöld.



Klippa: Selfyssingar ekki betri í 27 ár



Fleiri fréttir

Sjá meira


×