Boeing 737 MAX: Lágt miðaverð ræður enn mestu við kaup á flugmiðum Atli Ísleifsson skrifar 15. maí 2019 18:49 Boeing-vélar af gerðinni 737 MAX voru allar kyrrsettar í kjölfar flugslyssins í Eþíópíu í mars. Getty Bandarískir neytendur segja lágt miðaverð enn ráða mestu við val og kaup á flugmiðum. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Ipsos sem framkvæmd var fyrir Reuters. Könnunin bendir til að tvö mannskæð flugslys, þar sem Boeing-vélar af gerðinni 737 MAX komu við sögu, hafi haft lítil áhrif á hegðun neytenda. Í frétt Reuters segir að könnunnin sýni að einungis um helmingur fullorðinna Bandaríkjamanna þekki til flugslysanna í Indónesíu í október á síðasta ári og Eþíópíu í mars síðastliðinn þar sem alls 346 manns fórust. 43 prósent aðspurðra gátu nefnt hvaða tegund flugvélar kom þar við sögu. Í könnuninni kom fram að þrjú prósent Bandaríkjamanna sagði flugvélaframleiðandi eða tegund mikilvægasta þáttinn við kaup á flugmiðum. 57 prósent aðspurðra sögðu miðaverð ráða mestu, fjórtán prósent flugfélag, og níu prósent fjöldi millilendinga. Boeing-vélar af gerðinni 737 MAX voru allar kyrrsettar í kjölfar flugslyssins í Eþíópíu í mars. Eftir flugslysin beindust böndin að sjálfstýringarhugbúnaði vélanna þar sem vísbendingar voru um að hugbúnaður sem á að koma í veg fyrir ofris hafi stýrt flugvélunum niður á við þannig að þær hröpuðu. Boeing hefur nú sagst hafa uppfært búnaðinn þannig að vélarnar séu öruggar. Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandarískir neytendur segja lágt miðaverð enn ráða mestu við val og kaup á flugmiðum. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Ipsos sem framkvæmd var fyrir Reuters. Könnunin bendir til að tvö mannskæð flugslys, þar sem Boeing-vélar af gerðinni 737 MAX komu við sögu, hafi haft lítil áhrif á hegðun neytenda. Í frétt Reuters segir að könnunnin sýni að einungis um helmingur fullorðinna Bandaríkjamanna þekki til flugslysanna í Indónesíu í október á síðasta ári og Eþíópíu í mars síðastliðinn þar sem alls 346 manns fórust. 43 prósent aðspurðra gátu nefnt hvaða tegund flugvélar kom þar við sögu. Í könnuninni kom fram að þrjú prósent Bandaríkjamanna sagði flugvélaframleiðandi eða tegund mikilvægasta þáttinn við kaup á flugmiðum. 57 prósent aðspurðra sögðu miðaverð ráða mestu, fjórtán prósent flugfélag, og níu prósent fjöldi millilendinga. Boeing-vélar af gerðinni 737 MAX voru allar kyrrsettar í kjölfar flugslyssins í Eþíópíu í mars. Eftir flugslysin beindust böndin að sjálfstýringarhugbúnaði vélanna þar sem vísbendingar voru um að hugbúnaður sem á að koma í veg fyrir ofris hafi stýrt flugvélunum niður á við þannig að þær hröpuðu. Boeing hefur nú sagst hafa uppfært búnaðinn þannig að vélarnar séu öruggar.
Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira