Hafnar ásökunum um tvískinnung vegna innflutnings á kjöti Ari Brynjólfsson skrifar 15. maí 2019 07:15 Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands. Fréttablaðið/Valli Forstjóri Sláturfélags Suðurlands hafnar alfarið málflutningi Félags atvinnurekenda um að það felist tvískinnungur í að flytja inn kjöt og vara við innflutningi. Líkt og greint var frá í gær gagnrýndi Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda, málflutning „Hóps um örugg matvæli“. Benti hann á þá staðreynd að nokkrir af aðstandendum auglýsingaherferðarinnar væru einnig stórtækir kjötinnflytjendur. „Tvískinnungur af þessu tagi er alls ekki trúverðugur,“ sagði Ólafur. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir Ólaf draga ranga ályktun. „Fullyrða má að það sé hagur afurðastöðva og innlends landbúnaðar að Ísland sé sjálfu sér nægt og ekki sé flutt inn kjöt. En svona er staðan ekki. Ísland hefur gert tollasamninga við Evrópusambandið sem leyfir verulegan innflutning á kjöti. Þetta kjöt verður flutt inn hvort sem mönnum líkar betur eða verr,“ segir Steinþór. „Innflutt kjöt er ekki allt eins. Það er mikill munur á lyfjanotkun og aðstæðum til kjötframleiðslu innan Evrópusambandsins en tollasamningur Íslands við ESB gerir engan greinarmun á því hvaðan kjötið kemur.“ Hann segir þær afurðastöðvar sem hann þekki til stunda ábyrgan innflutning og velja að flytja inn kjöt frá löndum þar sem lyfjanotkun er í lágmarki og því heilnæmara kjöt en hægt væri að kaupa annars staðar innan ESB á lægra verði. Mikilvægt sé að innlend stjórnvöld móti stefnu og geri kröfur um hámark lyfjanotkunar gagnvart erlendum aðilum sem hingað vilja flytja kjöt í ljósi þess að sýklalyfjaónæmar bakteríur séu ein helsta heilsufarsógn mannkyns. „Eftir því sem fólk neytir meira af kjöti eða annarri matvöru sem inniheldur sýklalyfjaónæmar bakteríur, þeim mun líklegra er að viðkomandi þrói með sér slíkt ónæmi. Það er því ástæða til að hafa áhyggjur af auknum innflutningi kjöts.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Sjá meira
Forstjóri Sláturfélags Suðurlands hafnar alfarið málflutningi Félags atvinnurekenda um að það felist tvískinnungur í að flytja inn kjöt og vara við innflutningi. Líkt og greint var frá í gær gagnrýndi Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda, málflutning „Hóps um örugg matvæli“. Benti hann á þá staðreynd að nokkrir af aðstandendum auglýsingaherferðarinnar væru einnig stórtækir kjötinnflytjendur. „Tvískinnungur af þessu tagi er alls ekki trúverðugur,“ sagði Ólafur. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir Ólaf draga ranga ályktun. „Fullyrða má að það sé hagur afurðastöðva og innlends landbúnaðar að Ísland sé sjálfu sér nægt og ekki sé flutt inn kjöt. En svona er staðan ekki. Ísland hefur gert tollasamninga við Evrópusambandið sem leyfir verulegan innflutning á kjöti. Þetta kjöt verður flutt inn hvort sem mönnum líkar betur eða verr,“ segir Steinþór. „Innflutt kjöt er ekki allt eins. Það er mikill munur á lyfjanotkun og aðstæðum til kjötframleiðslu innan Evrópusambandsins en tollasamningur Íslands við ESB gerir engan greinarmun á því hvaðan kjötið kemur.“ Hann segir þær afurðastöðvar sem hann þekki til stunda ábyrgan innflutning og velja að flytja inn kjöt frá löndum þar sem lyfjanotkun er í lágmarki og því heilnæmara kjöt en hægt væri að kaupa annars staðar innan ESB á lægra verði. Mikilvægt sé að innlend stjórnvöld móti stefnu og geri kröfur um hámark lyfjanotkunar gagnvart erlendum aðilum sem hingað vilja flytja kjöt í ljósi þess að sýklalyfjaónæmar bakteríur séu ein helsta heilsufarsógn mannkyns. „Eftir því sem fólk neytir meira af kjöti eða annarri matvöru sem inniheldur sýklalyfjaónæmar bakteríur, þeim mun líklegra er að viðkomandi þrói með sér slíkt ónæmi. Það er því ástæða til að hafa áhyggjur af auknum innflutningi kjöts.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Sjá meira