Íslenskur stuðningur við konur, frið og öryggi í Malaví Heimsljós kynnir 14. maí 2019 13:30 Aðgerðaráætluninni er ætlað að fyrirbyggja átök. gunnisal Ísland styður fyrstu aðgerðaráætlun Malaví um ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi. Í gær var skrifað var undir samstarfssamning milli sendiráðs Íslands í Lilongwe og UN Women í Malaví um slíka aðgerðaráætlun og framkvæmdaramma. Verkefnið er til eins árs og hefst í byrjun næsta mánaðar. Að sögn Lilju Dóru Kolbeinsdóttur forstöðumanns sendiráðsins ætla fulltrúar UN Women að vinna eftir svokallaðri þátttökunálgun með bæði innlendum og alþjóðlegum stofnunum sem vinna að framgangi ályktunarinnar um konur, frið og öryggi í landinu. Þar má nefna forsetaskrifstofuna, félags- og jafnréttismálaráðuneytið, innanríkisráðuneytið, frjáls félagasamtök, framlagsríki og stofnanir Sameinuðu þjóðanna.Lilja Dóra Kolbeinsdóttir forstöðumaður sendiráðs Íslands í Lilongwe og Clara Anyangwe framkvæmdastýra UN Women í Malaví skrifa undir samninginn.„Meginmarkmið aðgerðaráætlunarinnar verður að tryggja að ferlar og áætlanir sem stuðla að friði, öryggi og framþróun í malavísku samfélagi, marki spor í átt til jafnréttis og valdeflingar kvenna og stúlkna, en þær verða oftar en ekki út undan í þess háttar ferlum og áætlunum,“ segir Lilja Dóra. Hún bendir á að þrátt fyrir að í Malaví hafi ríkt friður frá sjálfstaði árið 1964 hafi öðru hvorki komið til átaka og óeirða á undanförnum árum. Hún segir það sýna ákveðinn óstöðugleika í landinu og aukna hættu á alvarlegri átökum. „Kynbundið ofbeldi gegn konum er mikið í landinu og því mikilvægt að vinna málefninu framgang innan lögreglu og hers landsins. Malaví sendir hermenn í friðargæslusveitir Afríkusambandsins víðsvegar um álfuna, til dæmis til Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó og Sómalíu.“ Aðstæður í Malaví eru að sumu leyti viðsjárverðar að sögn Lilju Dóru. Hún nefnir ýmsa þætti sem gætu raskað friði í landinu, þar á meðal mikla fólksfjölgun, skort á náttúruauðlindum eins og ræktarlandi og vatni, afleiðingar loftslagsbreytinga og hryðjuverkahópa eins og þá sem skapað hafa ógn í Cabo Delegado fylki í norðurhluta Mósambík. „Aðgerðaráætluninni er ætlað að fyrirbyggja átök og draga úr líkum á þeim undir formerkjum áframhaldandi friðar og öryggis,“ segir hún.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent
Ísland styður fyrstu aðgerðaráætlun Malaví um ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi. Í gær var skrifað var undir samstarfssamning milli sendiráðs Íslands í Lilongwe og UN Women í Malaví um slíka aðgerðaráætlun og framkvæmdaramma. Verkefnið er til eins árs og hefst í byrjun næsta mánaðar. Að sögn Lilju Dóru Kolbeinsdóttur forstöðumanns sendiráðsins ætla fulltrúar UN Women að vinna eftir svokallaðri þátttökunálgun með bæði innlendum og alþjóðlegum stofnunum sem vinna að framgangi ályktunarinnar um konur, frið og öryggi í landinu. Þar má nefna forsetaskrifstofuna, félags- og jafnréttismálaráðuneytið, innanríkisráðuneytið, frjáls félagasamtök, framlagsríki og stofnanir Sameinuðu þjóðanna.Lilja Dóra Kolbeinsdóttir forstöðumaður sendiráðs Íslands í Lilongwe og Clara Anyangwe framkvæmdastýra UN Women í Malaví skrifa undir samninginn.„Meginmarkmið aðgerðaráætlunarinnar verður að tryggja að ferlar og áætlanir sem stuðla að friði, öryggi og framþróun í malavísku samfélagi, marki spor í átt til jafnréttis og valdeflingar kvenna og stúlkna, en þær verða oftar en ekki út undan í þess háttar ferlum og áætlunum,“ segir Lilja Dóra. Hún bendir á að þrátt fyrir að í Malaví hafi ríkt friður frá sjálfstaði árið 1964 hafi öðru hvorki komið til átaka og óeirða á undanförnum árum. Hún segir það sýna ákveðinn óstöðugleika í landinu og aukna hættu á alvarlegri átökum. „Kynbundið ofbeldi gegn konum er mikið í landinu og því mikilvægt að vinna málefninu framgang innan lögreglu og hers landsins. Malaví sendir hermenn í friðargæslusveitir Afríkusambandsins víðsvegar um álfuna, til dæmis til Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó og Sómalíu.“ Aðstæður í Malaví eru að sumu leyti viðsjárverðar að sögn Lilju Dóru. Hún nefnir ýmsa þætti sem gætu raskað friði í landinu, þar á meðal mikla fólksfjölgun, skort á náttúruauðlindum eins og ræktarlandi og vatni, afleiðingar loftslagsbreytinga og hryðjuverkahópa eins og þá sem skapað hafa ógn í Cabo Delegado fylki í norðurhluta Mósambík. „Aðgerðaráætluninni er ætlað að fyrirbyggja átök og draga úr líkum á þeim undir formerkjum áframhaldandi friðar og öryggis,“ segir hún.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent