Arsenal eða Man Utd gætu fengið sæti Manchester City í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2019 11:00 Ole Gunnar Solskjær. Getty/Craig Mercer Manchester City fagnaði vel um helgina en aðeins degi eftir sigur liðsins í ensku úrvalsdeildinni bárust fréttir af því að Meistaradeildarsæti liðsins væri í hættu. Manchester City er búið að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð með sigri í ensku úrvalsdeildinni en bandaríska blaðið New York Times sagði frá því að UEFA sé að íhuga að banna Manchester City að taka þátt í Meistaradeildinni 2019-2020. Ástæðan er sögðu vera að Manchester City gaf ekki knattspyrnuyfirvöldum upp réttar upplýsingar hvað varðar eyðslu félagsins og meðal refsinga sem eru nú í umræðunni er að henda liðinu út úr Meistaradeildinni. UEFA þarf að taka endanlega ákvörðun fyrir júní eða áður en forkeppni Meistaradeildarinnar 2019-20 fer af stað. Nú er stóra spurningin hvort eitthvað annað enskt lið fái að taka sæti Manchester City í Meistaradeildinni fari svo að lærisveinum Pep Guardiola verði hent úr keppni. Liverpool, Tottenham og Chelsea eru öll búin að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni með því að vera í sætum tvö til fjögur í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal á líka möguleika á að bætast í hópinn takist liðinu að vinna Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Tapi Arsenal þessum úrslitaleik í Bakú þá er samt ekki öll von úti enn. Lærisveinar Unai Emery gætu mögulega fengið sæti City af því að Arsenal-liðið endaði í fimmta sæti. Mirror fjallar um málið og veltir því líka upp að sætið gæti mögulega farið alla leið til Manchester United sem endaði í sjötta sætinu. Það gæti mögulega verið niðurstaðan ef City verði hent út og Arsenal kemst inn með því að vinna Meistaradeildina.What Man City Champions League ban could mean for Man Utd and Arsenal https://t.co/8JhPFT11ZQ — Mirror Football (@MirrorFootball) May 14, 2019Svo gæti samt farið að UEFA líta svo á að ensku úrvalsdeildinni verði líka refsað fyrir brot Manchester City og að England missi því eitt af sætum sínum í Meistaradeildinni. Það fari þá til Spánar, Þýskalands, Ítalíu eða Frakklands. Manchester United átti möguleika á að komast í Meistaradeildina en sú von varð að engu eftir að lærisveinum Ole Gunnar Solskjær mistókst að vinna leik í síðustu fimm umferðunum. Það væri því ótrúleg lukka fyrir United-menn ef við fengjum að sjá Meistaradeildarfótbolta á Old Trafford næsta vetur þrátt fyrir þennan slaka endasprett. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira
Manchester City fagnaði vel um helgina en aðeins degi eftir sigur liðsins í ensku úrvalsdeildinni bárust fréttir af því að Meistaradeildarsæti liðsins væri í hættu. Manchester City er búið að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð með sigri í ensku úrvalsdeildinni en bandaríska blaðið New York Times sagði frá því að UEFA sé að íhuga að banna Manchester City að taka þátt í Meistaradeildinni 2019-2020. Ástæðan er sögðu vera að Manchester City gaf ekki knattspyrnuyfirvöldum upp réttar upplýsingar hvað varðar eyðslu félagsins og meðal refsinga sem eru nú í umræðunni er að henda liðinu út úr Meistaradeildinni. UEFA þarf að taka endanlega ákvörðun fyrir júní eða áður en forkeppni Meistaradeildarinnar 2019-20 fer af stað. Nú er stóra spurningin hvort eitthvað annað enskt lið fái að taka sæti Manchester City í Meistaradeildinni fari svo að lærisveinum Pep Guardiola verði hent úr keppni. Liverpool, Tottenham og Chelsea eru öll búin að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni með því að vera í sætum tvö til fjögur í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal á líka möguleika á að bætast í hópinn takist liðinu að vinna Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Tapi Arsenal þessum úrslitaleik í Bakú þá er samt ekki öll von úti enn. Lærisveinar Unai Emery gætu mögulega fengið sæti City af því að Arsenal-liðið endaði í fimmta sæti. Mirror fjallar um málið og veltir því líka upp að sætið gæti mögulega farið alla leið til Manchester United sem endaði í sjötta sætinu. Það gæti mögulega verið niðurstaðan ef City verði hent út og Arsenal kemst inn með því að vinna Meistaradeildina.What Man City Champions League ban could mean for Man Utd and Arsenal https://t.co/8JhPFT11ZQ — Mirror Football (@MirrorFootball) May 14, 2019Svo gæti samt farið að UEFA líta svo á að ensku úrvalsdeildinni verði líka refsað fyrir brot Manchester City og að England missi því eitt af sætum sínum í Meistaradeildinni. Það fari þá til Spánar, Þýskalands, Ítalíu eða Frakklands. Manchester United átti möguleika á að komast í Meistaradeildina en sú von varð að engu eftir að lærisveinum Ole Gunnar Solskjær mistókst að vinna leik í síðustu fimm umferðunum. Það væri því ótrúleg lukka fyrir United-menn ef við fengjum að sjá Meistaradeildarfótbolta á Old Trafford næsta vetur þrátt fyrir þennan slaka endasprett.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira