O komið til Argentínu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. maí 2019 08:15 Ingibjörg Ýr er ánægð með að eiga verk í kynningu á alþjóðlegu tónskáldaþingi. Það kom mér rosalega á óvart að Ríkisútvarpið skyldi tilnefna verkið mitt, O, á alþjóðlega tónskáldaþingið. Ég þekkti ekki mikið til þeirrar hátíðar, nema hvað ég vissi að hann Páll Ragnar Pálsson vann aðalverðlaunin þar í fyrra,“ segir Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir tónskáld. Téð þing hefst í San Carlos de Bariloche í Argentínu í dag og stendur til 18. maí. Ingibjörg Ýr segir einungis verk eftir tvo Íslendinga hafa verið send þangað nú, hennar og annað eftir Valgeir Sigurðsson tónskáld. „Við fáum eflaust fréttir af því á næstu dögum hvernig okkar verkum reiðir af, það eru útvarpsstöðvar alls staðar að úr heiminum sem tilnefna, þannig að þetta er stór pottur en það er heiður að fá að vera með.“ Ingibjörg Ýr útskrifaðist fyrir þremur árum með BA-gráðu úr tónsmíðanámi frá Listaháskóla Íslands og eftir það var hún í starfsnámi hjá tónskáldinu Önnu Þorvaldsdóttur. Hún kveðst hafa haft ágætlega mikið að gera síðan. Meðal þess sem er á afrekaskránni hennar er tónlist við einleikinn Griðastað, eftir Eurovision-stjörnuna Matthías Tryggva Haraldsson. Leikritið var útskriftarverkefni hans af sviðshöfundabraut og sýnt í Tjarnarbíói á síðasta hausti, leikið af Jörundi Ragnarssyni. „Svo vorum við Ragnheiður Erla Björnsdóttir saman með hljóðmyndina í verkinu Velkomin heim sem María Thelma Smáradóttir var með í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í vetur,“ segir Ingibjörg Ýr og bætir við: „Ýmis verkefni bý ég mér líka til sjálf, það er um að gera að reyna að vera dugleg!“ Fellabærinn er fæðingarhreppur Ingibjargar Ýrar þó að hún búi nú á höfuðborgarsvæðinu. Skyldi hún hafa ung byrjað að semja? „Ja, kannski ekki semja en ég var alltaf að spila, æfði á píanó og klarinett. Svo eftir menntaskólann fór ég á tónlistarlýðháskóla í Noregi í eitt ár, þar var ég að syngja og semja og hef varla gert annað síðan, þó að ég vinni reyndar á leikskóla líka.“ Tónverkið O samdi Ingibjörg Ýr fyrir Sinfóníuhljómsveitina í fyrra. Af hverju heitir það O? „Titlar geta verið erfiðir og þetta var bara vinnutitill, hvorki bókstafurinn O né tölustafurinn 0, heldur hnöttur!“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Það kom mér rosalega á óvart að Ríkisútvarpið skyldi tilnefna verkið mitt, O, á alþjóðlega tónskáldaþingið. Ég þekkti ekki mikið til þeirrar hátíðar, nema hvað ég vissi að hann Páll Ragnar Pálsson vann aðalverðlaunin þar í fyrra,“ segir Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir tónskáld. Téð þing hefst í San Carlos de Bariloche í Argentínu í dag og stendur til 18. maí. Ingibjörg Ýr segir einungis verk eftir tvo Íslendinga hafa verið send þangað nú, hennar og annað eftir Valgeir Sigurðsson tónskáld. „Við fáum eflaust fréttir af því á næstu dögum hvernig okkar verkum reiðir af, það eru útvarpsstöðvar alls staðar að úr heiminum sem tilnefna, þannig að þetta er stór pottur en það er heiður að fá að vera með.“ Ingibjörg Ýr útskrifaðist fyrir þremur árum með BA-gráðu úr tónsmíðanámi frá Listaháskóla Íslands og eftir það var hún í starfsnámi hjá tónskáldinu Önnu Þorvaldsdóttur. Hún kveðst hafa haft ágætlega mikið að gera síðan. Meðal þess sem er á afrekaskránni hennar er tónlist við einleikinn Griðastað, eftir Eurovision-stjörnuna Matthías Tryggva Haraldsson. Leikritið var útskriftarverkefni hans af sviðshöfundabraut og sýnt í Tjarnarbíói á síðasta hausti, leikið af Jörundi Ragnarssyni. „Svo vorum við Ragnheiður Erla Björnsdóttir saman með hljóðmyndina í verkinu Velkomin heim sem María Thelma Smáradóttir var með í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í vetur,“ segir Ingibjörg Ýr og bætir við: „Ýmis verkefni bý ég mér líka til sjálf, það er um að gera að reyna að vera dugleg!“ Fellabærinn er fæðingarhreppur Ingibjargar Ýrar þó að hún búi nú á höfuðborgarsvæðinu. Skyldi hún hafa ung byrjað að semja? „Ja, kannski ekki semja en ég var alltaf að spila, æfði á píanó og klarinett. Svo eftir menntaskólann fór ég á tónlistarlýðháskóla í Noregi í eitt ár, þar var ég að syngja og semja og hef varla gert annað síðan, þó að ég vinni reyndar á leikskóla líka.“ Tónverkið O samdi Ingibjörg Ýr fyrir Sinfóníuhljómsveitina í fyrra. Af hverju heitir það O? „Titlar geta verið erfiðir og þetta var bara vinnutitill, hvorki bókstafurinn O né tölustafurinn 0, heldur hnöttur!“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira