Enski boltinn

Vilja City í bann frá Meistaradeildinni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Manchester City fagnaði Englandsmeistaratitlinum annað árið í röð á sunnudaginn
Manchester City fagnaði Englandsmeistaratitlinum annað árið í röð á sunnudaginn vísir/getty
Rannsóknarnefnd UEFA mun leggja til að Manchester City fari í bann frá keppni í Meistaradeild Evrópu í að minnsta kosti eitt tímabil samkvæmt frétt New York Times.

Síðasta ár hafa fótboltayfirvöld á Englandi og hjá UEFA staðið fyrir rannsókn á meintum fjármálasvikum og lögbrotum Manchester City.

Rannsóknarnefndin kom saman í Sviss fyrir tveimur vikum þar sem niðurstöður rannsóknarinnar voru settar fram. Formaður nefndarinnar, fyrrum forsætisráðherra Belgíu Yves Leterme, mun leggja niðurstöðurnar fyrir dómnefnd og leggja til tillögu að refsingu. Frétt New York Times segir að þar verið farið fram á að minnsta kosti eitt tímabil í bann.

Verði það niðurstaðan er búist við því að Manchester City muni eyða miklu púðri í að berjast gegn banninu, en liðið hefur enn ekki náð í Meistaradeildartitil.

UEFA þarf þó að hafa hraðar hendur ef bannið á að taka gildi strax á næsta tímabili, en nýtt keppnistímabil í Meistaradeildinni hefst með leikjum í forkeppninni strax í júní.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×