Aldrei fleiri á hrakhólum innan eigin lands Heimsljós kynnir 13. maí 2019 16:15 NRC – 2018 Aldrei í sögunni hafa fleiri einstaklingar verið á hrakhólum innan eigin lands vegna átaka, ofbeldis og náttúruhamfara. Samkvæmt nýrri skýrslu voru 41,3 milljónir manna á vergangi í eigin landi um síðustu áramót, fleiri en nokkru sinni fyrr. Alls flosnuðu upp 28 milljónir manna á síðasta ári, tæplega 11 milljónir vegna átaka og ofbeldis, og rúmlega 17 milljónir vegna náttúruhamfara. Milli ára fjölgaði fólki á vergangi um rúmlega eina milljón. Útgefendur skýrslunnar eru alþjóðleg samtök sem sérhæfa sig í málefnum fólks á hrakningum innan eigin lands, Internal Displacement Monitoring Centre (IDMC) og norska flóttamannaráðið (NRC). Í skýrslunni kemur fram að áframhaldandi átök í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og Sýrlandi skýri að stórum hluta þennan fjölda sem neyðist til að flýja heimili sín vegna ófriðar, auk vaxandi spennu í Eþíópíu, Kamerún og Nígeríu. Eins og tölurnar bera með sér eiga öfgar í veðurfari í vaxandi mæli þátt í því að fólk lendir á vergangi, 17,2 milljónir manna, meðal annars vegna fellibylja og flóða á Filippseyjum, Kína og Indlandi. Ennfemur neyddust hundruð þúsunda til að flýja ógurlega skógarelda í Kaliforníu eins og mörgum er í fersku minni. Í allmörgum stríðshrjáðum löndum voru líka náttúruhamfarir eins og í Afganistan þar sem þurrkar leiddu til þess að fleiri þurftu að taka sig upp af þeim sökum en vegna átákanna í landinu. Svipaða sögu er að segja af norðausturhluta Nígeríu nema hvað þar voru flóð sem stökktu fólki á flótta. „Niðurstöður skýrslunnar eru áminning til leiðtoga heimsins. Bæði ríkisstjórnir og alþjóðasamfélagið hafa brugðist þeim milljónum einstaklinga sem neyddust til að flýja heimili sín á síðasta ári,“ segir Jan Egeland framkvæmdastjóri norska flóttamannaráðsins, og bætir við að vegna þess að umrætt fólk fari ekki yfir landamæri fái það sorglega litla athygli fjölmiðla. „Allir flóttamenn eiga rétt á vernd og alþjóðasamfélaginu er skylt að tryggja hana," segir hann.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent
Aldrei í sögunni hafa fleiri einstaklingar verið á hrakhólum innan eigin lands vegna átaka, ofbeldis og náttúruhamfara. Samkvæmt nýrri skýrslu voru 41,3 milljónir manna á vergangi í eigin landi um síðustu áramót, fleiri en nokkru sinni fyrr. Alls flosnuðu upp 28 milljónir manna á síðasta ári, tæplega 11 milljónir vegna átaka og ofbeldis, og rúmlega 17 milljónir vegna náttúruhamfara. Milli ára fjölgaði fólki á vergangi um rúmlega eina milljón. Útgefendur skýrslunnar eru alþjóðleg samtök sem sérhæfa sig í málefnum fólks á hrakningum innan eigin lands, Internal Displacement Monitoring Centre (IDMC) og norska flóttamannaráðið (NRC). Í skýrslunni kemur fram að áframhaldandi átök í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og Sýrlandi skýri að stórum hluta þennan fjölda sem neyðist til að flýja heimili sín vegna ófriðar, auk vaxandi spennu í Eþíópíu, Kamerún og Nígeríu. Eins og tölurnar bera með sér eiga öfgar í veðurfari í vaxandi mæli þátt í því að fólk lendir á vergangi, 17,2 milljónir manna, meðal annars vegna fellibylja og flóða á Filippseyjum, Kína og Indlandi. Ennfemur neyddust hundruð þúsunda til að flýja ógurlega skógarelda í Kaliforníu eins og mörgum er í fersku minni. Í allmörgum stríðshrjáðum löndum voru líka náttúruhamfarir eins og í Afganistan þar sem þurrkar leiddu til þess að fleiri þurftu að taka sig upp af þeim sökum en vegna átákanna í landinu. Svipaða sögu er að segja af norðausturhluta Nígeríu nema hvað þar voru flóð sem stökktu fólki á flótta. „Niðurstöður skýrslunnar eru áminning til leiðtoga heimsins. Bæði ríkisstjórnir og alþjóðasamfélagið hafa brugðist þeim milljónum einstaklinga sem neyddust til að flýja heimili sín á síðasta ári,“ segir Jan Egeland framkvæmdastjóri norska flóttamannaráðsins, og bætir við að vegna þess að umrætt fólk fari ekki yfir landamæri fái það sorglega litla athygli fjölmiðla. „Allir flóttamenn eiga rétt á vernd og alþjóðasamfélaginu er skylt að tryggja hana," segir hann.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent