Sara Björk segist vera stolt af tímabilinu þar sem mikið gekk á bak við tjöldin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2019 19:30 Sara Björk Gunnarsdóttir fagnar titlinum með hinni sænsku Nillu Fischer. Getty/ Thomas Eisenhuth Sara Björk Gunnarsdóttir, Íþróttamaður ársins 2018, varð á dögunum tvöfaldur meistari með þýska liðinu VfL Wolfsburg en þetta er þriðja árið í röð sem hún er bæði þýskur meistari og þýskur bikarmeistari. Sara Björk hefur nú unnið sjö meistaratitla í Svíþjóð og í Þýskalandi (og tólf titla samtals) síðan að hún fór út í atvinnumennsku fyrir rúmum átta árum síðan. Sara varð fjórum sinnum sænskur meistari með LdB FC Malmö (seinna Rosengård). Sara Björk fagnar þessu frábæra tímabili inn á fésbókarsíðu sinni í dag en vill að stuðningsfólk sitt og aðdáendur átti sig á því að árangur kemur ekki að sjálfum sér. Það hefur nefnilega greinilega mikið verið í gangi á bak við tjöldin á þessu tímabili. Sara Björk skrifar færslu sína á ensku en hana má sjá hér fyrir neðan. „Oft sér fólk bara titlana og sigurstundirnar í lok tímabils,“ skrifaði Sara Björk og hélt svo áfram: „Það sem fólk sér ekki er öll vinnan og tileinkunin. Fólk sér ekki það sem lagt er á sig aukalega utan vallar. Fólk sér ekki vonbrigðin og áföllin sem þurfti að yfirvinna. Fólk sér ekki andlegu pressuna eða kvíðann sem maður þarf að takast á við. Fólk sér ekki agann eða fórnir manns eða það að þurfa að glíma við miklar væntingar í hverjum leik,“ skrifaði Sara. „Þetta er allt sem gerist á bak við tjöldin. Þetta er það sem gerir okkur að leikmönnum og það er þarna sem ég mæli árangur. Annað ár að baki með mikla vinnu á bak við tjöldin og tvo titla. Ég er stolt,“ skrifaði íslenski landsliðsfyrirliðinn í uppgjöri sínu á eftirminnilegu tímabili. Þýski boltinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fleiri fréttir Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, Íþróttamaður ársins 2018, varð á dögunum tvöfaldur meistari með þýska liðinu VfL Wolfsburg en þetta er þriðja árið í röð sem hún er bæði þýskur meistari og þýskur bikarmeistari. Sara Björk hefur nú unnið sjö meistaratitla í Svíþjóð og í Þýskalandi (og tólf titla samtals) síðan að hún fór út í atvinnumennsku fyrir rúmum átta árum síðan. Sara varð fjórum sinnum sænskur meistari með LdB FC Malmö (seinna Rosengård). Sara Björk fagnar þessu frábæra tímabili inn á fésbókarsíðu sinni í dag en vill að stuðningsfólk sitt og aðdáendur átti sig á því að árangur kemur ekki að sjálfum sér. Það hefur nefnilega greinilega mikið verið í gangi á bak við tjöldin á þessu tímabili. Sara Björk skrifar færslu sína á ensku en hana má sjá hér fyrir neðan. „Oft sér fólk bara titlana og sigurstundirnar í lok tímabils,“ skrifaði Sara Björk og hélt svo áfram: „Það sem fólk sér ekki er öll vinnan og tileinkunin. Fólk sér ekki það sem lagt er á sig aukalega utan vallar. Fólk sér ekki vonbrigðin og áföllin sem þurfti að yfirvinna. Fólk sér ekki andlegu pressuna eða kvíðann sem maður þarf að takast á við. Fólk sér ekki agann eða fórnir manns eða það að þurfa að glíma við miklar væntingar í hverjum leik,“ skrifaði Sara. „Þetta er allt sem gerist á bak við tjöldin. Þetta er það sem gerir okkur að leikmönnum og það er þarna sem ég mæli árangur. Annað ár að baki með mikla vinnu á bak við tjöldin og tvo titla. Ég er stolt,“ skrifaði íslenski landsliðsfyrirliðinn í uppgjöri sínu á eftirminnilegu tímabili.
Þýski boltinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fleiri fréttir Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Sjá meira