Í frétt BBC kemur fram að Cesar Barron hafi verið mikil stjarna í heimalandi sínu, og meðal annars komið fram í kvikmyndinni Nacho Libre árið 2005 þar sem gamanleikarinn Jack Black fór með aðalhlutverk. Fór Barron þar með hlutverk illmennisins Ramses.
Hinn 51 árs gamli Barron kom fram á svokölluðu Lucha Libre-bardagakvöldi í Roundhouse í Camden-hverfinu í gærkvöldi þegar hann féll í gólfið og síðar lést. Mexíkóskir fjölmiðlar greina frá því að líkur séu á að hann hafi fengið hjartaáfall.
Þátttakendur í Lucha Libre, svokallaðir Lunchadors, eru með grímur og „berjast“ í fyrirfram æfðum bardagaatriðum.
Silfurkóngurinn kom fram í World Championship Wrestling (WCW) í Bandaríkjunum á árunum 1997 til 2000.
Að neðan má sjá myndskeið af bardaga Silfurkóngsins sem áhorfandi tók upp í Roundhouse í gærkvöldi, nokkru áður en glímukappinn lést.
The Mexican #LuchaLibre wrestler @SilverK_Oficial died on Saturday night during a @luchalibreldn match at @RoundhouseLDN - I filmed him at the matinee show just hours before he collapsed in the ring.View this post on Instagram
A post shared by Stuart Hughes (@stuartdhughes) on May 11, 2019 at 10:09pm PDT