Deilur Aserbaísjan og Armeníu gætu komið í veg fyrir að Mkhitaryan spili úrslitaleikinn með Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2019 12:30 Henrikh Mkhitaryan í baráttunni við Gylfa Þór Sigurðsson í leik Arsenal og Everton. Getty/Stuart MacFarlane Svo gæti vel farið að Henrikh Mkhitaryan missi af úrslitaleik Evrópudeildarinnar í lok maí þrátt fyrir að vera bæði fullfrískur og ekki í leikbanni. Ástæðan er stjórnmálasamband Armeníu og Aserbaísjan þar sem úrslitaleikurinn fer fram í ár. Henrikh Mkhitaryan hefur aldrei spilað leik í Aserbaísjan á ævinni þrátt fyrir að félög hans hafi lent á móti liðum þaðan í Evrópukeppninni. Hvort sem hann var hjá Arsenal eða Dortmund þá hefur hann alltaf sleppt útileiknum í Aserbaísjan. Henrikh Mkhitaryan er fyrirliði armenska landsliðsins en Armenína og Aserbaísjan hafa staðið lengi í deilum um Nagorno-Karabakh héraðið í suðurhluta Aserbaídsjan. Þjóðirnar liggja að hvoru öðru.Henrikh Mkhitaryan may not feature for Arsenal in the #EuropaLeague final against Chelsea in Baku.https://t.co/xx3vA5JWNOpic.twitter.com/iaOOALoaUh — BBC Sport (@BBCSport) May 10, 2019Nagorno-Karabakh er landsvæði inn í miðju Aserbaídsjan þar sem nánast allir íbúar eru af armenskum uppruna. Það eru engin pólitísk samskipti á milli þjóðanna í dag vegna þessa máls. Hingað til hafa liðin hans Henrikh Mkhitaryan ekki lagt í það að fara með leikmanninn til Aserbaídsjan og þá aðallega af öryggisástæðum. Hann hefur þegar misst af einum leik í Aserbaídsjan á þessu tímabili því hann lék ekki með Arsenal í útileik á móti FK Qarabag í október. Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal, sagði þá að Mkhitaryan gæti ekki ferðast þangað og það þrátt fyrir að Knattspyrnusamband Evrópu væri bjóða fram aðstoð sína við að fá fyrir hann vegabréfsáritun.2015: Misses game for Dortmund vs Gabala 2018: Misses game for Arsenal v Qarabag 2019: Europa League final v Chelsea Due to conflicts between Armenia and Azerbaijan, Arsenal could lose Mkhitaryan for their biggest game of the season https://t.co/wtArT7EjTj — GiveMeSport Football (@GMS__Football) May 10, 2019Gurban Gurbanov, þjálfari Qarabag, hélt því aftur á móti fram að Arsenal væri að þarna að reyna að hlífa Mkhitaryan fyrir pressunni að spila leik í Aserbaísjan. Unai Emery vildi ekkert gefa upp um hvað Arsenal ætlar að gera með Mkhitaryan í tengslum úrslitaleikinn og sagði bara að það væri enn langur tími í úrslitaleikinn í Bakú. Armenía Aserbaídsjan Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Fleiri fréttir Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Sjá meira
Svo gæti vel farið að Henrikh Mkhitaryan missi af úrslitaleik Evrópudeildarinnar í lok maí þrátt fyrir að vera bæði fullfrískur og ekki í leikbanni. Ástæðan er stjórnmálasamband Armeníu og Aserbaísjan þar sem úrslitaleikurinn fer fram í ár. Henrikh Mkhitaryan hefur aldrei spilað leik í Aserbaísjan á ævinni þrátt fyrir að félög hans hafi lent á móti liðum þaðan í Evrópukeppninni. Hvort sem hann var hjá Arsenal eða Dortmund þá hefur hann alltaf sleppt útileiknum í Aserbaísjan. Henrikh Mkhitaryan er fyrirliði armenska landsliðsins en Armenína og Aserbaísjan hafa staðið lengi í deilum um Nagorno-Karabakh héraðið í suðurhluta Aserbaídsjan. Þjóðirnar liggja að hvoru öðru.Henrikh Mkhitaryan may not feature for Arsenal in the #EuropaLeague final against Chelsea in Baku.https://t.co/xx3vA5JWNOpic.twitter.com/iaOOALoaUh — BBC Sport (@BBCSport) May 10, 2019Nagorno-Karabakh er landsvæði inn í miðju Aserbaídsjan þar sem nánast allir íbúar eru af armenskum uppruna. Það eru engin pólitísk samskipti á milli þjóðanna í dag vegna þessa máls. Hingað til hafa liðin hans Henrikh Mkhitaryan ekki lagt í það að fara með leikmanninn til Aserbaídsjan og þá aðallega af öryggisástæðum. Hann hefur þegar misst af einum leik í Aserbaídsjan á þessu tímabili því hann lék ekki með Arsenal í útileik á móti FK Qarabag í október. Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal, sagði þá að Mkhitaryan gæti ekki ferðast þangað og það þrátt fyrir að Knattspyrnusamband Evrópu væri bjóða fram aðstoð sína við að fá fyrir hann vegabréfsáritun.2015: Misses game for Dortmund vs Gabala 2018: Misses game for Arsenal v Qarabag 2019: Europa League final v Chelsea Due to conflicts between Armenia and Azerbaijan, Arsenal could lose Mkhitaryan for their biggest game of the season https://t.co/wtArT7EjTj — GiveMeSport Football (@GMS__Football) May 10, 2019Gurban Gurbanov, þjálfari Qarabag, hélt því aftur á móti fram að Arsenal væri að þarna að reyna að hlífa Mkhitaryan fyrir pressunni að spila leik í Aserbaísjan. Unai Emery vildi ekkert gefa upp um hvað Arsenal ætlar að gera með Mkhitaryan í tengslum úrslitaleikinn og sagði bara að það væri enn langur tími í úrslitaleikinn í Bakú.
Armenía Aserbaídsjan Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Fleiri fréttir Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Sjá meira