Opnar sýninguna Mjúkberg í Ekkisens galleríi í kvöld. Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 29. maí 2019 06:30 Sara mun starfa sem landvörður í Jökulsárgljúfri í sumar. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Listakonan Sara Björg Bjarnadóttir útskrifaðist úr myndlistadeild Listaháskóla Íslands vorið 2015 en hún tók fornám á undan í Myndlistarskólanum í Reykjavík. Hún opnar sína sjöttu einkasýningu, Mjúkberg, í Ekkisens galleríi í kvöld. „Eftir útskrift ákvað ég að fara til Berlínar í starfsnám hjá myndlistarmanninum Markus Zimmermann. Ég var í starfsnámi hjá honum í átta mánuði. Hann trúði lítið á stigveldi eða stigskiptingu og vildi ekki segja mér til verka og varð þá starfsnámið að meiri samvinnu og listrænu samtali.“ Eftir dvölina hafði Sara kynnst borginni vel og myndað sterk tengsl við hana. „Þess vegna ákvað ég að setjast að í Berlín, en ég kem reglulega til Íslands og vil rækta samband mitt við samfélagið hér og fjölskylduna. Í sumar verð ég á Íslandi í fjóra mánuði og mun starfa sem landvörður í Jökulsárgljúfri. Ég hlakka mikið til þess og það er alveg frábært að byrja þetta tímabil á einkasýningu í miðbæ Reykjavíkur áður en ég fer á fjöll.“ Galleríið Ekkisens er rekið af Freyju Eilíf myndlistarkonu og er í kjallara hússins þar sem amma hennar býr. „Gólfið í rýminu var kveikjan að sýningunni. Svona gólf eru mjög algeng í eldri húsum á Íslandi og hluti þess er alveg eins og hjá ömmu minni og afa. Mynstraða gólfið tengdi ég við stórkornóttar bergtegundir og er endurunninn svampur með áþekka áferð. Ég hef unnið mikið með svamp í öðrum verkum mínum.“ Þannig fór af stað ferli þar sem Sara leyfði efniviðnum, sem sagt endurunna svampinum, að leiða hana áfram. „Ég ákvað að kalla seríuna Soft Rock Assemblage, eða Mjúkberg. Ég ímyndaði mér að þetta væri eins konar framtíðar bergtegund sem ég væri að vinna með. Í framtíð þar sem náttúrufyrirbæri væru orðin að hluta til „synthetísk“ og innihéldu leifar af manngerðum efnum.“ Sýningin er opnuð klukkan 17.00 í dag og er í Ekkisens galleríi, Bergstaðastræti 25b, og verður opin klukkan 15-18, laugardaga og sunnudaga, fyrstu þrjár helgarnar í júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástfangin á ný Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Fleiri fréttir Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Sjá meira
Listakonan Sara Björg Bjarnadóttir útskrifaðist úr myndlistadeild Listaháskóla Íslands vorið 2015 en hún tók fornám á undan í Myndlistarskólanum í Reykjavík. Hún opnar sína sjöttu einkasýningu, Mjúkberg, í Ekkisens galleríi í kvöld. „Eftir útskrift ákvað ég að fara til Berlínar í starfsnám hjá myndlistarmanninum Markus Zimmermann. Ég var í starfsnámi hjá honum í átta mánuði. Hann trúði lítið á stigveldi eða stigskiptingu og vildi ekki segja mér til verka og varð þá starfsnámið að meiri samvinnu og listrænu samtali.“ Eftir dvölina hafði Sara kynnst borginni vel og myndað sterk tengsl við hana. „Þess vegna ákvað ég að setjast að í Berlín, en ég kem reglulega til Íslands og vil rækta samband mitt við samfélagið hér og fjölskylduna. Í sumar verð ég á Íslandi í fjóra mánuði og mun starfa sem landvörður í Jökulsárgljúfri. Ég hlakka mikið til þess og það er alveg frábært að byrja þetta tímabil á einkasýningu í miðbæ Reykjavíkur áður en ég fer á fjöll.“ Galleríið Ekkisens er rekið af Freyju Eilíf myndlistarkonu og er í kjallara hússins þar sem amma hennar býr. „Gólfið í rýminu var kveikjan að sýningunni. Svona gólf eru mjög algeng í eldri húsum á Íslandi og hluti þess er alveg eins og hjá ömmu minni og afa. Mynstraða gólfið tengdi ég við stórkornóttar bergtegundir og er endurunninn svampur með áþekka áferð. Ég hef unnið mikið með svamp í öðrum verkum mínum.“ Þannig fór af stað ferli þar sem Sara leyfði efniviðnum, sem sagt endurunna svampinum, að leiða hana áfram. „Ég ákvað að kalla seríuna Soft Rock Assemblage, eða Mjúkberg. Ég ímyndaði mér að þetta væri eins konar framtíðar bergtegund sem ég væri að vinna með. Í framtíð þar sem náttúrufyrirbæri væru orðin að hluta til „synthetísk“ og innihéldu leifar af manngerðum efnum.“ Sýningin er opnuð klukkan 17.00 í dag og er í Ekkisens galleríi, Bergstaðastræti 25b, og verður opin klukkan 15-18, laugardaga og sunnudaga, fyrstu þrjár helgarnar í júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástfangin á ný Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Fleiri fréttir Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Sjá meira