Álftagerðisbræður kveðja stóra sviðið Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 29. maí 2019 06:30 Pétur Pétursson, Álftagerðisbróðir. „Þetta er alltaf jafn gaman. Við værum ekki í þessu ef okkur þætti þetta ekki svona gaman, það er alveg á hreinu,“ segir Pétur Pétursson Álftagerðisbróðir en hann mun ásamt bræðrum sínum syngja á tónleikum í Hörpu í haust. Tónleikarnir bera heitið Álftagerðisbræður kveðja stóra sviðið og marka ákveðin tímamót í lífi bræðranna. „Það má segja að þetta séu ákveðin kaflaskil hjá okkur,“ segir Pétur. „Við vorum ákveðnir í því að við ætluðum ekki að syngja svona stóra tónleika í Hörpu aftur og við ætluðum bara að kveðja þegjandi og hljóðalaust. En svo kom upp hugmynd um að halda eina lokatónleika, syngja einu sinni enn á stóra sviðinu.“ Bræðurnir slógu til og taka því fagnandi hversu vel hefur selst á tónleikana. „Það er farinn slatti af miðum og við erum mjög ánægðir með það,“ segir Pétur og bætir því við að Álftagerðisbræður hafi verið heppnir með það hversu vel þeim hefur verið tekið í gegnum tíðina. „Við höfum bara alltaf fengið fullt hús, það er bara þannig. Við getum ekki kvartað yfir því.“ Bræðurnir Pétur, Sigfús, Gísli og Óskar hafa sungið saman frá því að þeir muna eftir sér en komu fyrst saman sem Álftagerðisbræður fyrir 32 árum. Þá sungu þeir við jarðarför föður síns. Þeir öðluðust fljótt hylli sveitunga sinna og urðu skömmu síðar þekktir um allt land. Þeir búa allir á Norðurlandi og segir Pétur að þrátt fyrir að þeir séu að kveðja stóra sviðið séu þeir hvergi nærri hættir. „Við erum alls ekki að hætta, bara að yfirgefa stóra sviðið. Þetta lítur nú út eins og hálfgerðir minningartónleikar, eins og við séum dauðir, en svo er nú alls ekki. Við ætlum okkur að taka því rólega núna,“ segir Pétur glettinn. „Við munum halda áfram að syngja. Óskar syngur mikið á Akureyri og við hinir höldum áfram hér í Skagafirðinum.“ Bræðurnir koma fram við ýmis tækifæri á Norðurlandi, svo sem brúðkaup og jarðarfarir. Einnig eru þrír þeirra meðlimir í Karlakórnum Heimi. Tónleikarnir fara fram í Hörpu laugardaginn 26. október kl. 20. Miða má nálgast á tix.is og harpa. is. Tónlistarstjóri og stjórnandi er Stefán Reynir Gíslason og verða ýmsar perlur Álftagerðisbræðra á dagskránni. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sjá meira
„Þetta er alltaf jafn gaman. Við værum ekki í þessu ef okkur þætti þetta ekki svona gaman, það er alveg á hreinu,“ segir Pétur Pétursson Álftagerðisbróðir en hann mun ásamt bræðrum sínum syngja á tónleikum í Hörpu í haust. Tónleikarnir bera heitið Álftagerðisbræður kveðja stóra sviðið og marka ákveðin tímamót í lífi bræðranna. „Það má segja að þetta séu ákveðin kaflaskil hjá okkur,“ segir Pétur. „Við vorum ákveðnir í því að við ætluðum ekki að syngja svona stóra tónleika í Hörpu aftur og við ætluðum bara að kveðja þegjandi og hljóðalaust. En svo kom upp hugmynd um að halda eina lokatónleika, syngja einu sinni enn á stóra sviðinu.“ Bræðurnir slógu til og taka því fagnandi hversu vel hefur selst á tónleikana. „Það er farinn slatti af miðum og við erum mjög ánægðir með það,“ segir Pétur og bætir því við að Álftagerðisbræður hafi verið heppnir með það hversu vel þeim hefur verið tekið í gegnum tíðina. „Við höfum bara alltaf fengið fullt hús, það er bara þannig. Við getum ekki kvartað yfir því.“ Bræðurnir Pétur, Sigfús, Gísli og Óskar hafa sungið saman frá því að þeir muna eftir sér en komu fyrst saman sem Álftagerðisbræður fyrir 32 árum. Þá sungu þeir við jarðarför föður síns. Þeir öðluðust fljótt hylli sveitunga sinna og urðu skömmu síðar þekktir um allt land. Þeir búa allir á Norðurlandi og segir Pétur að þrátt fyrir að þeir séu að kveðja stóra sviðið séu þeir hvergi nærri hættir. „Við erum alls ekki að hætta, bara að yfirgefa stóra sviðið. Þetta lítur nú út eins og hálfgerðir minningartónleikar, eins og við séum dauðir, en svo er nú alls ekki. Við ætlum okkur að taka því rólega núna,“ segir Pétur glettinn. „Við munum halda áfram að syngja. Óskar syngur mikið á Akureyri og við hinir höldum áfram hér í Skagafirðinum.“ Bræðurnir koma fram við ýmis tækifæri á Norðurlandi, svo sem brúðkaup og jarðarfarir. Einnig eru þrír þeirra meðlimir í Karlakórnum Heimi. Tónleikarnir fara fram í Hörpu laugardaginn 26. október kl. 20. Miða má nálgast á tix.is og harpa. is. Tónlistarstjóri og stjórnandi er Stefán Reynir Gíslason og verða ýmsar perlur Álftagerðisbræðra á dagskránni.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sjá meira