Álftagerðisbræður kveðja stóra sviðið Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 29. maí 2019 06:30 Pétur Pétursson, Álftagerðisbróðir. „Þetta er alltaf jafn gaman. Við værum ekki í þessu ef okkur þætti þetta ekki svona gaman, það er alveg á hreinu,“ segir Pétur Pétursson Álftagerðisbróðir en hann mun ásamt bræðrum sínum syngja á tónleikum í Hörpu í haust. Tónleikarnir bera heitið Álftagerðisbræður kveðja stóra sviðið og marka ákveðin tímamót í lífi bræðranna. „Það má segja að þetta séu ákveðin kaflaskil hjá okkur,“ segir Pétur. „Við vorum ákveðnir í því að við ætluðum ekki að syngja svona stóra tónleika í Hörpu aftur og við ætluðum bara að kveðja þegjandi og hljóðalaust. En svo kom upp hugmynd um að halda eina lokatónleika, syngja einu sinni enn á stóra sviðinu.“ Bræðurnir slógu til og taka því fagnandi hversu vel hefur selst á tónleikana. „Það er farinn slatti af miðum og við erum mjög ánægðir með það,“ segir Pétur og bætir því við að Álftagerðisbræður hafi verið heppnir með það hversu vel þeim hefur verið tekið í gegnum tíðina. „Við höfum bara alltaf fengið fullt hús, það er bara þannig. Við getum ekki kvartað yfir því.“ Bræðurnir Pétur, Sigfús, Gísli og Óskar hafa sungið saman frá því að þeir muna eftir sér en komu fyrst saman sem Álftagerðisbræður fyrir 32 árum. Þá sungu þeir við jarðarför föður síns. Þeir öðluðust fljótt hylli sveitunga sinna og urðu skömmu síðar þekktir um allt land. Þeir búa allir á Norðurlandi og segir Pétur að þrátt fyrir að þeir séu að kveðja stóra sviðið séu þeir hvergi nærri hættir. „Við erum alls ekki að hætta, bara að yfirgefa stóra sviðið. Þetta lítur nú út eins og hálfgerðir minningartónleikar, eins og við séum dauðir, en svo er nú alls ekki. Við ætlum okkur að taka því rólega núna,“ segir Pétur glettinn. „Við munum halda áfram að syngja. Óskar syngur mikið á Akureyri og við hinir höldum áfram hér í Skagafirðinum.“ Bræðurnir koma fram við ýmis tækifæri á Norðurlandi, svo sem brúðkaup og jarðarfarir. Einnig eru þrír þeirra meðlimir í Karlakórnum Heimi. Tónleikarnir fara fram í Hörpu laugardaginn 26. október kl. 20. Miða má nálgast á tix.is og harpa. is. Tónlistarstjóri og stjórnandi er Stefán Reynir Gíslason og verða ýmsar perlur Álftagerðisbræðra á dagskránni. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
„Þetta er alltaf jafn gaman. Við værum ekki í þessu ef okkur þætti þetta ekki svona gaman, það er alveg á hreinu,“ segir Pétur Pétursson Álftagerðisbróðir en hann mun ásamt bræðrum sínum syngja á tónleikum í Hörpu í haust. Tónleikarnir bera heitið Álftagerðisbræður kveðja stóra sviðið og marka ákveðin tímamót í lífi bræðranna. „Það má segja að þetta séu ákveðin kaflaskil hjá okkur,“ segir Pétur. „Við vorum ákveðnir í því að við ætluðum ekki að syngja svona stóra tónleika í Hörpu aftur og við ætluðum bara að kveðja þegjandi og hljóðalaust. En svo kom upp hugmynd um að halda eina lokatónleika, syngja einu sinni enn á stóra sviðinu.“ Bræðurnir slógu til og taka því fagnandi hversu vel hefur selst á tónleikana. „Það er farinn slatti af miðum og við erum mjög ánægðir með það,“ segir Pétur og bætir því við að Álftagerðisbræður hafi verið heppnir með það hversu vel þeim hefur verið tekið í gegnum tíðina. „Við höfum bara alltaf fengið fullt hús, það er bara þannig. Við getum ekki kvartað yfir því.“ Bræðurnir Pétur, Sigfús, Gísli og Óskar hafa sungið saman frá því að þeir muna eftir sér en komu fyrst saman sem Álftagerðisbræður fyrir 32 árum. Þá sungu þeir við jarðarför föður síns. Þeir öðluðust fljótt hylli sveitunga sinna og urðu skömmu síðar þekktir um allt land. Þeir búa allir á Norðurlandi og segir Pétur að þrátt fyrir að þeir séu að kveðja stóra sviðið séu þeir hvergi nærri hættir. „Við erum alls ekki að hætta, bara að yfirgefa stóra sviðið. Þetta lítur nú út eins og hálfgerðir minningartónleikar, eins og við séum dauðir, en svo er nú alls ekki. Við ætlum okkur að taka því rólega núna,“ segir Pétur glettinn. „Við munum halda áfram að syngja. Óskar syngur mikið á Akureyri og við hinir höldum áfram hér í Skagafirðinum.“ Bræðurnir koma fram við ýmis tækifæri á Norðurlandi, svo sem brúðkaup og jarðarfarir. Einnig eru þrír þeirra meðlimir í Karlakórnum Heimi. Tónleikarnir fara fram í Hörpu laugardaginn 26. október kl. 20. Miða má nálgast á tix.is og harpa. is. Tónlistarstjóri og stjórnandi er Stefán Reynir Gíslason og verða ýmsar perlur Álftagerðisbræðra á dagskránni.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira