Ríkið viðurkennir fyrir ESA að Fríhöfnin sé einokunarverslun Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 25. maí 2019 07:15 Frá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Andri Marinó Samkeppni Íslensk stjórnvöld hafa fallist á rök ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, um að Fríhöfnin sé ríkiseinkasala og þurfi þar af leiðandi að innleiða nýtt verklag til að tryggja að vörum og heildsölum verði ekki mismunað. Þá þarf að tryggja jafnræði í auglýsingum og kynningum á áfengistegundum. Þetta kemur fram í bréfi sem fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi ESA þar sem greint er frá því að stjórnvöld hafi endurskoðað afstöðu sína til málsins og fallist nú á málflutning eftirlitsstofnunarinnar. Bréfið var sent um miðjan apríl, aðeins um einum og hálfum mánuði eftir að ráðuneytið sendi annað bréf þar sem rökum ESA var andmælt. Forsagan er sú að ESA barst kvörtun árið 2016 frá íslenskum áfengisinnflytjanda sem sagði að Fríhöfnin hefði ekki tekið upp neinar hlutlægar eða gegnsæjar reglur um innkaup. Reglurnar virtust handahófskenndar og þar af leiðandi hefði fyrirtækið ekki getað komið vörum sínum í hillur Fríhafnarinnar. Niðurstaða ESA var sú að sala áfengis í verslunum Fríhafnarinnar bryti í bága við EES-samninginn, nánar tiltekið 16. grein samningsins. Í raun væri ríkiseinokun í Fríhöfninni og hefði ekki tekið upp gegnsæjar reglur sem tryggðu að engum heildsölum væri mismunað í tengslum við innkaup og vöruúrval. Þá bendir ESA á að aðeins ákveðnar vörur séu auglýstar á vefsíðu Fríhafnarinnar. Svo virðist sem Fríhöfninni beri ekki skylda, samkvæmt núverandi fyrirkomulagi, til að tryggja að auglýsingar séu óháðar upprunalandi vörunnar og að nýjar vörur séu kynntar neytendum. Það er jafnframt brot á 16. grein samningsins að mati ESA. Rök ESA voru að Fríhöfnin væri í fullri eigu ríkisins í gegnum Isavia og hefði einkasölurétt á áfengi í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Auk þess gerði einkasölurétturinn henni kleift að hafa veruleg áhrif á innflutning á áfengi frá öðrum löndum á EES-svæðinu til Íslands. Bent var á að hlutdeild Fríhafnarinnar í áfengissölu á Íslandi væri 14 prósent. „Breytingarnar munu hafa þau áhrif að settar verða reglur um vöruval og innkaup Fríhafnarinnar á áfengi sem taka mið af eftirspurn kaupenda en eiga jafnframt að tryggja framleiðendum og birgjum möguleika á að koma vörum í sölu í tollfrjálsri verslun. Þetta er gert til að tryggja gagnsæi og jafnræði aðila sem vilja koma vörum í sölu í Fríhöfninni. Vinna við gerð reglnanna er á byrjunarstigi. Í júní fundar ráðuneytið með ESA þar sem farið verður yfir fyrstu drög að reglunum,“ segir í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Birtist í Fréttablaðinu Keflavíkurflugvöllur Neytendur Samkeppnismál Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Samkeppni Íslensk stjórnvöld hafa fallist á rök ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, um að Fríhöfnin sé ríkiseinkasala og þurfi þar af leiðandi að innleiða nýtt verklag til að tryggja að vörum og heildsölum verði ekki mismunað. Þá þarf að tryggja jafnræði í auglýsingum og kynningum á áfengistegundum. Þetta kemur fram í bréfi sem fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi ESA þar sem greint er frá því að stjórnvöld hafi endurskoðað afstöðu sína til málsins og fallist nú á málflutning eftirlitsstofnunarinnar. Bréfið var sent um miðjan apríl, aðeins um einum og hálfum mánuði eftir að ráðuneytið sendi annað bréf þar sem rökum ESA var andmælt. Forsagan er sú að ESA barst kvörtun árið 2016 frá íslenskum áfengisinnflytjanda sem sagði að Fríhöfnin hefði ekki tekið upp neinar hlutlægar eða gegnsæjar reglur um innkaup. Reglurnar virtust handahófskenndar og þar af leiðandi hefði fyrirtækið ekki getað komið vörum sínum í hillur Fríhafnarinnar. Niðurstaða ESA var sú að sala áfengis í verslunum Fríhafnarinnar bryti í bága við EES-samninginn, nánar tiltekið 16. grein samningsins. Í raun væri ríkiseinokun í Fríhöfninni og hefði ekki tekið upp gegnsæjar reglur sem tryggðu að engum heildsölum væri mismunað í tengslum við innkaup og vöruúrval. Þá bendir ESA á að aðeins ákveðnar vörur séu auglýstar á vefsíðu Fríhafnarinnar. Svo virðist sem Fríhöfninni beri ekki skylda, samkvæmt núverandi fyrirkomulagi, til að tryggja að auglýsingar séu óháðar upprunalandi vörunnar og að nýjar vörur séu kynntar neytendum. Það er jafnframt brot á 16. grein samningsins að mati ESA. Rök ESA voru að Fríhöfnin væri í fullri eigu ríkisins í gegnum Isavia og hefði einkasölurétt á áfengi í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Auk þess gerði einkasölurétturinn henni kleift að hafa veruleg áhrif á innflutning á áfengi frá öðrum löndum á EES-svæðinu til Íslands. Bent var á að hlutdeild Fríhafnarinnar í áfengissölu á Íslandi væri 14 prósent. „Breytingarnar munu hafa þau áhrif að settar verða reglur um vöruval og innkaup Fríhafnarinnar á áfengi sem taka mið af eftirspurn kaupenda en eiga jafnframt að tryggja framleiðendum og birgjum möguleika á að koma vörum í sölu í tollfrjálsri verslun. Þetta er gert til að tryggja gagnsæi og jafnræði aðila sem vilja koma vörum í sölu í Fríhöfninni. Vinna við gerð reglnanna er á byrjunarstigi. Í júní fundar ráðuneytið með ESA þar sem farið verður yfir fyrstu drög að reglunum,“ segir í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins.
Birtist í Fréttablaðinu Keflavíkurflugvöllur Neytendur Samkeppnismál Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira