Nýr upplýsingagluggi á fasteignavefnum auðveldar leitina að draumaeigninni Félag fasteignasala kynnir 24. maí 2019 15:30 Upplýsingar um rekstarkostnað og fjármögnun er nú að finna við hverja eign, auk lýsingar á viðkomandi hverfi og fleira. Vilhelm Fasteignavefurinn fasteignir.is sem er á Vísi og fjártæknifyrirtækið Two birds, hafa gert með sér samstarfssamning sem hefur það markmið að auka enn frekar gæði og upplýsingar til notenda fasteignavefsins.Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala og Auður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Two Birds.Við hverja auglýsta fasteign er nú hægt að smella á Eignaglugga Two Birds til að nálgast nánari upplýsingar um eignina og finna upplýsingar um rekstur og fjármögnun á eigninni, auk skemmtilegrar lýsingar á því hverfi sem eignin er í. Upplýsingar um tegundir íbúða og aldursskiptingu íbúa er einnig að finna á síðunni auk upplýsinga um helstu þjónustur í nágrenni sem fengin er úr nýrri Kortasjá Two Birds. Með því að smella á Eignagluggann má meðal annars nálgast ýtarlegar upplýsingar um fjármögnun og lýsingu á hverfinu.„Við erum mjög ánægð með þetta samstarf við Félag fasteignasala,“ Segir Auður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Two Birds. „Okkar markmið er að vinna upplýsingar úr þeim gögnum sem við höfum safnað um fasteignamarkaðinn, þar sem við notumst við háþróaða tækni eins og gervigreind með djúptauganeti til að búa til notendavænar upplýsingar fyrir kaupendur fasteigna. Með þessari þjónustu getur fólk tekið upplýstari ákvarðanir í þessum stærstu viðskiptum sem sumir gera á lífsleið sinni.“Breytingarnar svar við óskum notenda„Til að tryggja sem best gæði fasteignavefsins fasteignir.is er reglulega kallað til samstarfs við notendur vefsins á öllum aldri auk fasteignasala og gæði vefsins þannig stöðugt tryggð. Ofangreindar breytingar koma m.a. út frá óskum um auknar upplýsingar fyrir notendur vefsins,“ segir Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala. Með reiknivélinni má snarlega fá skýra mynd af rekstrarkostnaði og fjármögnun.„Vefurinn fasteignir.is er á þessu ári 11 ára en hann er í eigu Félags fasteignasala. Fasteignavefurinn er inni á visir.is og höfum við átt einstaklega gott samstarf við þann miðil,“ segir Grétar. Upplýsingar um næstu leik- og grunnskóla, næstu verslanir, strætóstoppistöðvar og fleira má finna undir eignaglugganum.Þessi kynning er unnin í samstarfi við Félag fasteignasala. Mest lesið Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Sjá meira
Fasteignavefurinn fasteignir.is sem er á Vísi og fjártæknifyrirtækið Two birds, hafa gert með sér samstarfssamning sem hefur það markmið að auka enn frekar gæði og upplýsingar til notenda fasteignavefsins.Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala og Auður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Two Birds.Við hverja auglýsta fasteign er nú hægt að smella á Eignaglugga Two Birds til að nálgast nánari upplýsingar um eignina og finna upplýsingar um rekstur og fjármögnun á eigninni, auk skemmtilegrar lýsingar á því hverfi sem eignin er í. Upplýsingar um tegundir íbúða og aldursskiptingu íbúa er einnig að finna á síðunni auk upplýsinga um helstu þjónustur í nágrenni sem fengin er úr nýrri Kortasjá Two Birds. Með því að smella á Eignagluggann má meðal annars nálgast ýtarlegar upplýsingar um fjármögnun og lýsingu á hverfinu.„Við erum mjög ánægð með þetta samstarf við Félag fasteignasala,“ Segir Auður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Two Birds. „Okkar markmið er að vinna upplýsingar úr þeim gögnum sem við höfum safnað um fasteignamarkaðinn, þar sem við notumst við háþróaða tækni eins og gervigreind með djúptauganeti til að búa til notendavænar upplýsingar fyrir kaupendur fasteigna. Með þessari þjónustu getur fólk tekið upplýstari ákvarðanir í þessum stærstu viðskiptum sem sumir gera á lífsleið sinni.“Breytingarnar svar við óskum notenda„Til að tryggja sem best gæði fasteignavefsins fasteignir.is er reglulega kallað til samstarfs við notendur vefsins á öllum aldri auk fasteignasala og gæði vefsins þannig stöðugt tryggð. Ofangreindar breytingar koma m.a. út frá óskum um auknar upplýsingar fyrir notendur vefsins,“ segir Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala. Með reiknivélinni má snarlega fá skýra mynd af rekstrarkostnaði og fjármögnun.„Vefurinn fasteignir.is er á þessu ári 11 ára en hann er í eigu Félags fasteignasala. Fasteignavefurinn er inni á visir.is og höfum við átt einstaklega gott samstarf við þann miðil,“ segir Grétar. Upplýsingar um næstu leik- og grunnskóla, næstu verslanir, strætóstoppistöðvar og fleira má finna undir eignaglugganum.Þessi kynning er unnin í samstarfi við Félag fasteignasala.
Mest lesið Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Sjá meira