Stytta sem þykir verri en styttan af Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2019 09:30 George Best. Getty/ Bob Thomas Það er ekkert nýtt að menn séu að gagnrýna styttur sem eru gerðar af íþróttastjörnum og sú nýjasta hefur heldur ekki sloppið við gagnrýni á netinu. Cristiano Ronaldo og Diego Maradona hafa sem dæmi báðir fengið af sér styttur en það er ekki eins og þeir séu að horfa þar í spegil. Það viðist nefnilega oft vera mjög erfitt fyrir styttugerðamanninn að ná réttum svipbrigðum. Nýjast heiðursstyttan til að fá útreið á samfélagsmiðlum er ný stytta af knattspyrnugoðsögninni George Best í Belfast í Norður-Írlandi. Sumir hafa gengið svo langt að segja að styttan sé verri en sú sem Cristiano Ronaldo fékk gerða af sér á síðasta ári og þá er nú mikið sagt enda þótti hún hræðileg.‘Worse than Ronaldo’s’: George Best statue in Belfast mocked https://t.co/gxwMz97GUd — Guardian sport (@guardian_sport) May 23, 2019Einhverjir hafa líkt styttunni við White Walkers úr Game of Thrones, sumir sjá í henni bandaríska tónlistarmanninn Lionel Ritchie og enn aðrir sjá þarna Paul Scholes með klippingu frá áttunda áratugnum. George Best þótti einn kynþokkafyllsti maður heims á sínum tíma og var oft kallaður fimmti Bítillinn enda upp á sitt besta þegar Bítlaæðið var í mestum blóma. Hann er því ekki gerður mikill greiði með styttu sem þessari. Listamaðurinn Tony Currie, sem er frá Belfast, er þó ánægður með styttuna og lætur gagnrýnina sem vind um eyru þjóta.A new statue of George Best has provoked a strong reaction from fans and critics on social media. More here https://t.co/fzQRBAwRQbpic.twitter.com/pMigIadvUk — BBC Sport (@BBCSport) May 23, 2019Nýja styttan af George Best var sett upp nálægt Windsor Park leikvanginum þar sem George Best sett oft á svið sýningu með norður-írska landsliðinu. Hann skoraði 9 mörk í 37 landsleikjum. George Best lést árið 2005 þegar hann var 59 ára gamall. Hann sló í gegn með liði Manchester United og var í aðalhlutverki þegar liðið vann Evrópukeppni meistaraliða 1968. Best var einn allra besti knattspyrnumaður heims þegar hann var upp á sitt besta og skoraði 137 mörk fyrir Manchester United liðið. Eftir að hann yfirgaf Old Trafford árið 1974 glímdi hann við mörg persónuleg vandamál og flakkaði mikið á milli liða þar til hann endaði ferilinn. Áfengi og villtur lífsstíll sá til þess að heimurinn fékk ekki að sjá nógu mikið frá þessum einstaka knattspyrnumanni. Enski boltinn Styttur og útilistaverk Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Sjá meira
Það er ekkert nýtt að menn séu að gagnrýna styttur sem eru gerðar af íþróttastjörnum og sú nýjasta hefur heldur ekki sloppið við gagnrýni á netinu. Cristiano Ronaldo og Diego Maradona hafa sem dæmi báðir fengið af sér styttur en það er ekki eins og þeir séu að horfa þar í spegil. Það viðist nefnilega oft vera mjög erfitt fyrir styttugerðamanninn að ná réttum svipbrigðum. Nýjast heiðursstyttan til að fá útreið á samfélagsmiðlum er ný stytta af knattspyrnugoðsögninni George Best í Belfast í Norður-Írlandi. Sumir hafa gengið svo langt að segja að styttan sé verri en sú sem Cristiano Ronaldo fékk gerða af sér á síðasta ári og þá er nú mikið sagt enda þótti hún hræðileg.‘Worse than Ronaldo’s’: George Best statue in Belfast mocked https://t.co/gxwMz97GUd — Guardian sport (@guardian_sport) May 23, 2019Einhverjir hafa líkt styttunni við White Walkers úr Game of Thrones, sumir sjá í henni bandaríska tónlistarmanninn Lionel Ritchie og enn aðrir sjá þarna Paul Scholes með klippingu frá áttunda áratugnum. George Best þótti einn kynþokkafyllsti maður heims á sínum tíma og var oft kallaður fimmti Bítillinn enda upp á sitt besta þegar Bítlaæðið var í mestum blóma. Hann er því ekki gerður mikill greiði með styttu sem þessari. Listamaðurinn Tony Currie, sem er frá Belfast, er þó ánægður með styttuna og lætur gagnrýnina sem vind um eyru þjóta.A new statue of George Best has provoked a strong reaction from fans and critics on social media. More here https://t.co/fzQRBAwRQbpic.twitter.com/pMigIadvUk — BBC Sport (@BBCSport) May 23, 2019Nýja styttan af George Best var sett upp nálægt Windsor Park leikvanginum þar sem George Best sett oft á svið sýningu með norður-írska landsliðinu. Hann skoraði 9 mörk í 37 landsleikjum. George Best lést árið 2005 þegar hann var 59 ára gamall. Hann sló í gegn með liði Manchester United og var í aðalhlutverki þegar liðið vann Evrópukeppni meistaraliða 1968. Best var einn allra besti knattspyrnumaður heims þegar hann var upp á sitt besta og skoraði 137 mörk fyrir Manchester United liðið. Eftir að hann yfirgaf Old Trafford árið 1974 glímdi hann við mörg persónuleg vandamál og flakkaði mikið á milli liða þar til hann endaði ferilinn. Áfengi og villtur lífsstíll sá til þess að heimurinn fékk ekki að sjá nógu mikið frá þessum einstaka knattspyrnumanni.
Enski boltinn Styttur og útilistaverk Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn