Atvinnuleysi var 4 prósent í apríl síðastliðnum. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Á sama tíma í fyrra var atvinnuleysi um 4,6 prósent og hefur því minnkað um rúmt hálft prósent.
Samkvæmt óleiðréttum mælingunum voru að jafnaði 211.500 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði í apríl 2019 sem jafngildir um 83 prósenta atvinnuþátttöku. Þá reyndust 203.000 af þeim vera starfandi en 8.400 án vinnu og í atvinnuleit.
Frá apríl 2018 hefur fólki á vinnumarkaði fjölgað um 9.400 og starfandi fólki fjölgað um 10.300. Þá voru um 1.000 fleiri atvinnulausir og atvinnuleysi um 4,6 prósent.
Atvinnuleysi er nú 4 prósent
Sigurður Mikael Jónsson skrifar

Mest lesið


Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump
Viðskipti erlent

Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu
Viðskipti innlent

Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur
Viðskipti innlent



Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað
Viðskipti innlent



Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára
Viðskipti innlent