Tottenham búið að skipuleggja sigurskrúðgöngu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 23. maí 2019 20:15 Vannstu titil ef þú fórst ekki með hann í bíltúr um bæinn ofan á rútu? vísir/getty Tottenham hræðist greinilega ekki hið margumtalaða „jinx“ og er búið að skipuleggja fagnaðarlæti og skrúðgöngu ef liðið vinnur Meistaradeild Evrópu. Það skapaðist nokkur umræða í gær um það að Selfyssingar hefðu gert allt til þess að koma í veg fyrir að þeir yrðu Íslandsmeistarar í handbolta. Búið var að panta sérmerkta Íslandsmeistaraboli, það var búið að skipuleggja flugeldasýningu, fá tónlistarmann í fagnaðarlætin og þar eftir götunum en liðið átti þó eftir að tryggja sigurinn. Strákarnir frá Selfossi gefa lítið í mýtur og hjátrú um jinx og völtuðu yfir Hauka og fögnuðu vel í Íslandsmeistarabolunum sínum í gær. Strákarnir í Tottenham virðast ekki trúa á ill álög heldur því þeir eru búnir að skipuleggja fögnuð ef liðið vinnur Meistaradeild Evrópu. Tottenham spilar við Liverpool í úrslitaleiknum í Madríd laugardagskvöldið 1. júní. Daginn eftir verður liðið komið aftur til Lundúna og þá skal farið í rútuferð um bæinn með bikar á lofti eins og vani er orðinn á að meistaralið geri. Félagið er ekki bara búið að skipuleggja fagnaðarlætin innan félagsins heldur gekk það svo langt að tilkynna dagskrána á heimasíðu sinni í dag. „Við búumst við því að rútuferðin taki um klukkutíma. Svið verður sett upp fyrir framan heimavöllinn þar sem leikmenn og þjálfarateymi mæta með bikarinn,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Það mun svo koma í ljós hvort þessar áætlanir Tottenham hafi sett ill álög á liðið eða kannski er allt slíkt á baki brotið eftir sigur Selfyssinga í gær. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Sjá meira
Tottenham hræðist greinilega ekki hið margumtalaða „jinx“ og er búið að skipuleggja fagnaðarlæti og skrúðgöngu ef liðið vinnur Meistaradeild Evrópu. Það skapaðist nokkur umræða í gær um það að Selfyssingar hefðu gert allt til þess að koma í veg fyrir að þeir yrðu Íslandsmeistarar í handbolta. Búið var að panta sérmerkta Íslandsmeistaraboli, það var búið að skipuleggja flugeldasýningu, fá tónlistarmann í fagnaðarlætin og þar eftir götunum en liðið átti þó eftir að tryggja sigurinn. Strákarnir frá Selfossi gefa lítið í mýtur og hjátrú um jinx og völtuðu yfir Hauka og fögnuðu vel í Íslandsmeistarabolunum sínum í gær. Strákarnir í Tottenham virðast ekki trúa á ill álög heldur því þeir eru búnir að skipuleggja fögnuð ef liðið vinnur Meistaradeild Evrópu. Tottenham spilar við Liverpool í úrslitaleiknum í Madríd laugardagskvöldið 1. júní. Daginn eftir verður liðið komið aftur til Lundúna og þá skal farið í rútuferð um bæinn með bikar á lofti eins og vani er orðinn á að meistaralið geri. Félagið er ekki bara búið að skipuleggja fagnaðarlætin innan félagsins heldur gekk það svo langt að tilkynna dagskrána á heimasíðu sinni í dag. „Við búumst við því að rútuferðin taki um klukkutíma. Svið verður sett upp fyrir framan heimavöllinn þar sem leikmenn og þjálfarateymi mæta með bikarinn,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Það mun svo koma í ljós hvort þessar áætlanir Tottenham hafi sett ill álög á liðið eða kannski er allt slíkt á baki brotið eftir sigur Selfyssinga í gær.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Sjá meira