Ráðfærði sig ekki áður við formanninn Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 23. maí 2019 06:00 Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla og bankaráðsmaður í Landsbankanum, ráðfærði sig ekki við formann bankaráðs áður en hún samþykkti að taka við formennsku í hæfisnefnd, sem á að meta hæfi þeirra sem sóttu um embætti seðlabankastjóra. Þetta staðfesti hún í samtali við Markaðinn í gær. Markaðurinn greindi frá því í gær að samkvæmt heimildum gætti óánægju innan Landsbankans með skipan Sigríðar í nefndina, ekki hvað síst að hún hefði samþykkt að taka starfið að sér án þess að bera það fyrst undir formann bankaráðs. Sigríður segir í samtali við Fréttablaðið að hún hafi tilkynnt Helgu Eiríksdóttur, formanni bankaráðs, um skipunina um 2-3 tímum áður en hún var gerð opinber. „Þar af leiðandi hafði hún meira en nægan tíma til að láta mig vita ef henni þætti þetta vera í andstöðu við hlutverk mitt í bankaráði. Það er regluvörður sem á í raun að samþykkja þetta en á hinn bóginn, þar sem hún er formaður, þá tel ég eðlilegt að hún hefði mátt koma með sín sjónarmið ef einhver voru og þau voru engin á þeim tímapunkti,“ segir Sigríður. „Mér þótti mjög, mjög mikilvægt að tilkynna Helgu áður en þetta yrði gert opinbert til þess að gefa henni færi á að koma fram með sín sjónarmið. Ég tel að ég hefði getað breytt um stefnu áður en þetta var gert opinbert. Ef hún hefði sett sig á móti þessu á einhvern hátt þá hefði ég tekið þau sjónarmið mjög gild.“ Spurð hvort venjan sé að upplýsa formann bankaráðs um mál af þessu tagi áður en ákvarðanir eru teknar segist Sigríður ekki vita til þess að reglur kveði á um það. Fréttablaðið hefur öruggar heimildir fyrir því að venjan sé sú að slíkt sé ávallt gert. Þá segir Sigríður að enginn bankaráðsfundur hafi átt sér stað eftir skipunina. Bankaráð eigi í tölvupóstsamskiptum á milli funda en engar athugasemdir vegna málsins hafi borist henni í þeim samskiptum. Í frétt Markaðarins kom einnig fram að tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hefðu skilað inn formlegri kvörtun vegna skipunar Sigríðar. Umsækjendurnir gagnrýna að Sigríður leiði hæfisnefndina á sama tíma og hún sé í bankaráði Landsbankans enda eigi bankinn, sem stærsti viðskiptavinur Seðlabanka Íslands, verulegra hagsmuna að gæta sem snýr að ýmsum ákvörðunum Seðlabankans.Hvernig bregstu við þessari gagnrýni? „Ég vil taka fram að þetta er hæfisnefnd þar sem ég met hæfi umsækjenda með tveimur öðrum nefndarmönnum. Hæfismatið er leiðbeinandi en ekki ráðgefandi. Ráðherra er sá sem á endanum velur seðlabankastjóra. Að sjálfsögðu sé ég vankanta á þessu en ég sit í bankaráði fyrir hönd ríkisins og þetta var vitað. Þetta kom ekki ljós eftir að ákvörðunin var tekin,“ segir Sigríður. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Kvarta undan skipan Sigríðar í hæfisnefnd Tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hafa kvartað vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefnd. Telja hana vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans. Bar ákvörðunina ekki undir formann bankaráðs. 22. maí 2019 06:00 Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira
Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla og bankaráðsmaður í Landsbankanum, ráðfærði sig ekki við formann bankaráðs áður en hún samþykkti að taka við formennsku í hæfisnefnd, sem á að meta hæfi þeirra sem sóttu um embætti seðlabankastjóra. Þetta staðfesti hún í samtali við Markaðinn í gær. Markaðurinn greindi frá því í gær að samkvæmt heimildum gætti óánægju innan Landsbankans með skipan Sigríðar í nefndina, ekki hvað síst að hún hefði samþykkt að taka starfið að sér án þess að bera það fyrst undir formann bankaráðs. Sigríður segir í samtali við Fréttablaðið að hún hafi tilkynnt Helgu Eiríksdóttur, formanni bankaráðs, um skipunina um 2-3 tímum áður en hún var gerð opinber. „Þar af leiðandi hafði hún meira en nægan tíma til að láta mig vita ef henni þætti þetta vera í andstöðu við hlutverk mitt í bankaráði. Það er regluvörður sem á í raun að samþykkja þetta en á hinn bóginn, þar sem hún er formaður, þá tel ég eðlilegt að hún hefði mátt koma með sín sjónarmið ef einhver voru og þau voru engin á þeim tímapunkti,“ segir Sigríður. „Mér þótti mjög, mjög mikilvægt að tilkynna Helgu áður en þetta yrði gert opinbert til þess að gefa henni færi á að koma fram með sín sjónarmið. Ég tel að ég hefði getað breytt um stefnu áður en þetta var gert opinbert. Ef hún hefði sett sig á móti þessu á einhvern hátt þá hefði ég tekið þau sjónarmið mjög gild.“ Spurð hvort venjan sé að upplýsa formann bankaráðs um mál af þessu tagi áður en ákvarðanir eru teknar segist Sigríður ekki vita til þess að reglur kveði á um það. Fréttablaðið hefur öruggar heimildir fyrir því að venjan sé sú að slíkt sé ávallt gert. Þá segir Sigríður að enginn bankaráðsfundur hafi átt sér stað eftir skipunina. Bankaráð eigi í tölvupóstsamskiptum á milli funda en engar athugasemdir vegna málsins hafi borist henni í þeim samskiptum. Í frétt Markaðarins kom einnig fram að tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hefðu skilað inn formlegri kvörtun vegna skipunar Sigríðar. Umsækjendurnir gagnrýna að Sigríður leiði hæfisnefndina á sama tíma og hún sé í bankaráði Landsbankans enda eigi bankinn, sem stærsti viðskiptavinur Seðlabanka Íslands, verulegra hagsmuna að gæta sem snýr að ýmsum ákvörðunum Seðlabankans.Hvernig bregstu við þessari gagnrýni? „Ég vil taka fram að þetta er hæfisnefnd þar sem ég met hæfi umsækjenda með tveimur öðrum nefndarmönnum. Hæfismatið er leiðbeinandi en ekki ráðgefandi. Ráðherra er sá sem á endanum velur seðlabankastjóra. Að sjálfsögðu sé ég vankanta á þessu en ég sit í bankaráði fyrir hönd ríkisins og þetta var vitað. Þetta kom ekki ljós eftir að ákvörðunin var tekin,“ segir Sigríður.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Kvarta undan skipan Sigríðar í hæfisnefnd Tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hafa kvartað vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefnd. Telja hana vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans. Bar ákvörðunina ekki undir formann bankaráðs. 22. maí 2019 06:00 Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira
Kvarta undan skipan Sigríðar í hæfisnefnd Tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hafa kvartað vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefnd. Telja hana vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans. Bar ákvörðunina ekki undir formann bankaráðs. 22. maí 2019 06:00