Forréttindi að eiga afmæli Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. maí 2019 09:00 „Við Snörurnar eigum eftir að gera eina plötu. Hún mun koma. Allt hefur sinn tíma,“ segir Eva Ásrún. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Það eru forréttindin að fá að eiga afmæli. Maður á að fagna hverju einasta,“ segir Eva Ásrún Albertsdóttir, ljósmóðir og söngkona með meiru, sem er sextug í dag. Hún kveðst ekki með neitt planað í tilefni þess nema að fara með fjölskyldunni til útlanda í haust eða einhvern tíma, hana langi mest af öllu að eiga góðan tíma með henni. Það er talsverður hópur, því hún á fimm syni, tvær tengdadætur og sex barnabörn. „Þetta er ríkidæmi,“ segir hún glaðleg. Innt eftir viðfangsefnum hennar nú um stundir kveðst hún starfa sjálfstætt. „Ég er aðeins að vinna sem ljósmóðir, sinni heimaþjónustu eftir fæðingu. Svo er ég með námskeið, fyrirlestra og ráðgjöf gegnum eigið fyrirtæki. Eftir að hafa meðal annars unnið á spítalanum, í útvarpi og sjónvarpi, sem söngkona, kosningastjóri og síðar rekstrarstjóri Jarðbaðanna við Mývatn tók ég dálitla beygju. Það gerðist í kjölfar alvarlegra veikinda sonar míns sem stóðu í þrjú ár. Heilbrigðiskerfið brást honum gersamlega en hann fékk lækningu í Ameríku, fór þar í tvær stofnfrumumeðferðir. Sá sem læknaði hann heitir Darren Clair, og er sérfræðingur í lífsstílslækningum. Hann verður með fyrirlestur á Hótel Natura 8. júní og ég er að undirbúa komu hans þessa dagana.“ Spurð hvaða fræðum hún sjálf miðli á námskeiðum og fyrirlestrum svarar Eva Ásrún: „Þau nefnast umbreytingarþjálfun, ég lauk námi í þeim hjá miklum meistara sem heitir Jack Canfield. Núna er ég í námi hjá Deborah Sandella, sálfræðingi, prófessor og höfundi Rim samtalstækni sem losar mann við ákveðnar minningar og myndir svo maður geti notið lífsins.“ Eva Ásrún hefur fjórum sinnum keppt í Eurovision fyrir Íslands hönd sem bakraddasöngkona. Hún kveðst hætt að hafa söng að atvinnu en vera samt ekkert hætt að syngja. „Ég var nú á Raufarhöfn um helgina að syngja í sextugsafmæli hjá vini mínum sem var rótari í gömlu skólahljómsveitinni Hver? Við dustuðum rykið af bandinu og skelltum okkur norður. Það var rosa gaman. Svo eigum við Snörurnar eftir að gera eina plötu.“ Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Fleiri fréttir Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Sjá meira
„Það eru forréttindin að fá að eiga afmæli. Maður á að fagna hverju einasta,“ segir Eva Ásrún Albertsdóttir, ljósmóðir og söngkona með meiru, sem er sextug í dag. Hún kveðst ekki með neitt planað í tilefni þess nema að fara með fjölskyldunni til útlanda í haust eða einhvern tíma, hana langi mest af öllu að eiga góðan tíma með henni. Það er talsverður hópur, því hún á fimm syni, tvær tengdadætur og sex barnabörn. „Þetta er ríkidæmi,“ segir hún glaðleg. Innt eftir viðfangsefnum hennar nú um stundir kveðst hún starfa sjálfstætt. „Ég er aðeins að vinna sem ljósmóðir, sinni heimaþjónustu eftir fæðingu. Svo er ég með námskeið, fyrirlestra og ráðgjöf gegnum eigið fyrirtæki. Eftir að hafa meðal annars unnið á spítalanum, í útvarpi og sjónvarpi, sem söngkona, kosningastjóri og síðar rekstrarstjóri Jarðbaðanna við Mývatn tók ég dálitla beygju. Það gerðist í kjölfar alvarlegra veikinda sonar míns sem stóðu í þrjú ár. Heilbrigðiskerfið brást honum gersamlega en hann fékk lækningu í Ameríku, fór þar í tvær stofnfrumumeðferðir. Sá sem læknaði hann heitir Darren Clair, og er sérfræðingur í lífsstílslækningum. Hann verður með fyrirlestur á Hótel Natura 8. júní og ég er að undirbúa komu hans þessa dagana.“ Spurð hvaða fræðum hún sjálf miðli á námskeiðum og fyrirlestrum svarar Eva Ásrún: „Þau nefnast umbreytingarþjálfun, ég lauk námi í þeim hjá miklum meistara sem heitir Jack Canfield. Núna er ég í námi hjá Deborah Sandella, sálfræðingi, prófessor og höfundi Rim samtalstækni sem losar mann við ákveðnar minningar og myndir svo maður geti notið lífsins.“ Eva Ásrún hefur fjórum sinnum keppt í Eurovision fyrir Íslands hönd sem bakraddasöngkona. Hún kveðst hætt að hafa söng að atvinnu en vera samt ekkert hætt að syngja. „Ég var nú á Raufarhöfn um helgina að syngja í sextugsafmæli hjá vini mínum sem var rótari í gömlu skólahljómsveitinni Hver? Við dustuðum rykið af bandinu og skelltum okkur norður. Það var rosa gaman. Svo eigum við Snörurnar eftir að gera eina plötu.“
Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Fleiri fréttir Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp