BBC mætti óvænt með verðlaunin til hennar í Osló Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2019 08:30 Ada Hegerberg fagnar þrennu og sigri í Meistaradeild með fjölskyldu sinni í stúkunni. Getty/Harold Cunningham Norska knattspyrnukonan Ada Hegerberg safnar að sér verðlaunum þessa dagana en nú síðast var hún kosin knattspyrnukonan ársins hjá breska ríkisútvarpinu. Það var almenningur út um allan heim sem kaus og niðurstaðan var kunngjörð aðeins fjórum dögum eftir að Ada Hegerberg skoraði þrennu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hin danska Pernille Harder varð önnur í kjörinu en þriðja var hin ástralska Sam Kerr. Þær sem komu líka til greina voru Saki Kumagai frá Japan og Lindsey Horan frá Bandaríkjunum. Ada Hegerberg var komin heim frá ævintýraförinni til Búdapest þar sem úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fór fram um síðustu helgi. Fulltrúar breska ríkisútvarpsins komu henni á óvart með því að mæta með verðlaunin til hennar í Osló eins og sjá má hér fyrir neðan.This is the moment we surprised @AdaStolsmo with her award in Oslo...#BBCWFOTY#ChangeTheGamepic.twitter.com/7DxskSkJqj — BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2019„Það er heiður fyrir mig að vinna þessi verðlaun í annað skiptið,“ sagði Ada Hegerberg sem fékk þau einnig árið 2007. „Saki er herbergisfélaginn minn. Ég þekki hennar kosti og hvað hún hefur gefið félaginu. Hún er líka fyrirliði japanska landsliðsins sem segir sína sögu,“ sagði Ada Hegerberg um Saki Kumagai sem spilar með henni hjá Lyon. „Sam og Pernille eru líka í allra fremstu röð eins og Lindsey. Það er mjög sérstök tilfinning að vinna aftur,“ sagði Hegerberg. Hegerberg skoraði 53 mörk í öllum keppnum fyrir Lyon-liðið tímabilið 2017-18 þar á meðal fimmtán mörk í Meistaradeildinni. Lyon vann þá þrennuna sem það endurtók á þessu tímabili. Ada Hegerberg vinnur ekki flerii verðlaun í sumar því hún er komin í sumarfrí. Hún afþakkaði boð um að leika með norska landsliðið á HM í Frakklandi af því að hún er ósátt með knattspyrnusamband landsins. Ada Hegerberg finnst konurnar ekki fá sama stuðning og karlarnir hjá norska sambandinu.We're pleased to announce that the winner of the BBC Women's Footballer of the Year award 2019 is... ADA HEGERBERGhttps://t.co/JPK3xzXCWh#bbcwfoty#ChangeTheGamepic.twitter.com/pA9uyssEug — BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2019 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Sjá meira
Norska knattspyrnukonan Ada Hegerberg safnar að sér verðlaunum þessa dagana en nú síðast var hún kosin knattspyrnukonan ársins hjá breska ríkisútvarpinu. Það var almenningur út um allan heim sem kaus og niðurstaðan var kunngjörð aðeins fjórum dögum eftir að Ada Hegerberg skoraði þrennu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hin danska Pernille Harder varð önnur í kjörinu en þriðja var hin ástralska Sam Kerr. Þær sem komu líka til greina voru Saki Kumagai frá Japan og Lindsey Horan frá Bandaríkjunum. Ada Hegerberg var komin heim frá ævintýraförinni til Búdapest þar sem úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fór fram um síðustu helgi. Fulltrúar breska ríkisútvarpsins komu henni á óvart með því að mæta með verðlaunin til hennar í Osló eins og sjá má hér fyrir neðan.This is the moment we surprised @AdaStolsmo with her award in Oslo...#BBCWFOTY#ChangeTheGamepic.twitter.com/7DxskSkJqj — BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2019„Það er heiður fyrir mig að vinna þessi verðlaun í annað skiptið,“ sagði Ada Hegerberg sem fékk þau einnig árið 2007. „Saki er herbergisfélaginn minn. Ég þekki hennar kosti og hvað hún hefur gefið félaginu. Hún er líka fyrirliði japanska landsliðsins sem segir sína sögu,“ sagði Ada Hegerberg um Saki Kumagai sem spilar með henni hjá Lyon. „Sam og Pernille eru líka í allra fremstu röð eins og Lindsey. Það er mjög sérstök tilfinning að vinna aftur,“ sagði Hegerberg. Hegerberg skoraði 53 mörk í öllum keppnum fyrir Lyon-liðið tímabilið 2017-18 þar á meðal fimmtán mörk í Meistaradeildinni. Lyon vann þá þrennuna sem það endurtók á þessu tímabili. Ada Hegerberg vinnur ekki flerii verðlaun í sumar því hún er komin í sumarfrí. Hún afþakkaði boð um að leika með norska landsliðið á HM í Frakklandi af því að hún er ósátt með knattspyrnusamband landsins. Ada Hegerberg finnst konurnar ekki fá sama stuðning og karlarnir hjá norska sambandinu.We're pleased to announce that the winner of the BBC Women's Footballer of the Year award 2019 is... ADA HEGERBERGhttps://t.co/JPK3xzXCWh#bbcwfoty#ChangeTheGamepic.twitter.com/pA9uyssEug — BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2019
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Sjá meira