Veiðistaðakynning í Þjórsá á sunnudaginn Karl Lúðvíksson skrifar 20. maí 2019 14:49 Urriðafoss í Þjórsá gaf 755 laxa í fyrrasumnar Mynd: Iceland Outfitters Það er óhætt að segja að Urriðafoss í Þjórsá hafio verið óvæntasta veiðisvæðið í fyrra en þá veiddust 1320 laxar á fjórar stangir. Þetta nýja veiðisvæði er algjörlega búið að slá í gegn og er staðan þannig að aðeins örfáar stangir eru lausar í sumar. Veiðin þarna byrjaði sem tilraunaveið og það átti engin von á því að þetta myndi takast jafnvel og raun ber vitni. Nú ber svo við að tilraunaveiðar hefjast á fleiri spennandi svæðum í Þjórsá en þau eru Urriðafoss B & Þjótandi, Þjórsártún og Kálfholt. Af þessu tilefni ætlar Stefán Sigurðsson hjá Iceland Outfitters að bjóða öllum áhugasömum að kynnast veiðisvæðum Iceland Outfitters í Þjórsá. Veiðistaðakynningin verður þann 26. maí kl 12:00 og verður tekið á móti veiðimönnum sem eru áhugasamir um svæðið á bílastæðinu við Urriðafoss kl 12:00. Þetta er einstakt tækifæri til að kynnast veiðinni í Þjórsá, hvernig best er bera sig að og hvað ber að varast. Vinsamlegast skráið ykkur til þáttöku hér. Mest lesið Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Kaldakvísl eftirsótt og uppseld í sumar Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði Gunnar Bender með nýjan veiðiþátt Veiði
Það er óhætt að segja að Urriðafoss í Þjórsá hafio verið óvæntasta veiðisvæðið í fyrra en þá veiddust 1320 laxar á fjórar stangir. Þetta nýja veiðisvæði er algjörlega búið að slá í gegn og er staðan þannig að aðeins örfáar stangir eru lausar í sumar. Veiðin þarna byrjaði sem tilraunaveið og það átti engin von á því að þetta myndi takast jafnvel og raun ber vitni. Nú ber svo við að tilraunaveiðar hefjast á fleiri spennandi svæðum í Þjórsá en þau eru Urriðafoss B & Þjótandi, Þjórsártún og Kálfholt. Af þessu tilefni ætlar Stefán Sigurðsson hjá Iceland Outfitters að bjóða öllum áhugasömum að kynnast veiðisvæðum Iceland Outfitters í Þjórsá. Veiðistaðakynningin verður þann 26. maí kl 12:00 og verður tekið á móti veiðimönnum sem eru áhugasamir um svæðið á bílastæðinu við Urriðafoss kl 12:00. Þetta er einstakt tækifæri til að kynnast veiðinni í Þjórsá, hvernig best er bera sig að og hvað ber að varast. Vinsamlegast skráið ykkur til þáttöku hér.
Mest lesið Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Kaldakvísl eftirsótt og uppseld í sumar Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði Gunnar Bender með nýjan veiðiþátt Veiði