Fótbolti

„Á næstu árum mun íslenskt félagslið komast í riðlakeppni í Evrópu“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Guðni Bergsson, formaður KSÍ
Guðni Bergsson, formaður KSÍ s2 sport
Tottenhamhjartað slær í Guðna Bergssyni, formanni KSÍ, sem verður á meðal áhorfenda á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í kvöld þar sem Tottenham mætir Liverpool.

„Það eru forréttindi að vera hérna og fylgjast með þessum leik hjá sínu gamla félagi,“ sagði Guðni í samtali við Guðmund Benediktsson úti í Madríd þar sem úrslitaleikurinn fer fram.

„Auðvitað er Liverpool á pappírnum sigurstranglegra en þetta er bikarkeppni á endanum. Það er meiri pressa á Liverpool sem gerir þennan leik mjög áhugaverðan.“

Íslensk lið verða líklega ekki í úrslitum Evrópukeppnanna tveggja, en gæti það gerst að í náinni framtíð fari íslensk lið að komast í riðlakeppni?

„Já, ég held það. Það eru uppi hugmyndir um að breyta Evrópukeppninni, lagskipta henni aðeins meira, þannig að það verði fleiri lið sem komast í riðlakeppni.“

„Ég er alveg sannfærður um það að á næstu árum mun íslenskt félagslið komast í riðlakeppni í Evrópu.“

„Ég finn það bara að metnaður íslensku liðanna, stærstu liðanna, stendur metnaður að ná árangri í Evrópu.“

Allt viðtalið við Guðna má sjá hér að neðan þar sem meðal annars er rætt um íslenska landsliðið og Guðni spáir í úrslitaleikinn.

Klippa: Liverpool sterkara á pappírnum





Fleiri fréttir

Sjá meira


×