Enski boltinn

Klopp varð að róa sig af því að hann var alltaf að meiða sig á hliðarlínunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jürgen Klopp á hliðarlínunni.
Jürgen Klopp á hliðarlínunni. Getty/Laurence Griffiths
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fær á morgun tækifæri til að vinna sinn fyrsta titil sem stjóri Liverpool þegar liðið mætir Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Leikmenn og stjórar félaganna í úrslitaleik Meistaradeildarinnar fá mikla athygli þessa daganna og Klopp fór meðal annars í „öðruvísi“ viðtal í morgunþættinum BBC Breakfast í breska ríkisútvarpinu.

Fréttakonan Sally Nugent ræddi við þýska knattspyrnustjórann og útkoman er mjög fróðleg eins og sjá má hér fyrir neðan.





Sally Nugent spurði Klopp meðal annars út í lætin í honum á hliðarlínunni en það er óhætt að segja að Jürgen Klopp lifi sig inn í leikina sem knattspyrnustjóri Liverpool.

Sally bar það undir Klopp að í ævisögu hans hafi honum verið líkt við sex ára barn sem hefur gengið allt of mikið af sykri. Hún fullvissaði Þjóðverjann þó um að þetta hafi verið hugsað sem hrós. Klopp tók því ekki illa og sagði takk.

„Það er rétt að ég er orkumikill í kringum fótboltaleiki en ég er miklu miklu miklu rólegri en ég var einu sinni. Þú getur ekki ímyndað þér hvað ég gerði,“ svaraði Jürgen Klopp en Sally gekk þá á hann og vildi vita meira.

„Ég var alltaf hoppandi um og var alltaf að slasa mig. Ég var alltaf að togna á hliðarlínunni,“ sagði Klopp.

Sally Nugent spurði Klopp einnig út í æsku hans og hvernig hann endaði í fótboltanum. Faðir hans var mjög strangur en Klopp segir skemmtilega frá föður sínum í þessu viðtali.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×