Segir að Coutinho sjái eftir því að hafa farið frá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2019 11:30 Philippe Coutinho Getty/ Andrew Powell Síðan að Philippe Coutinho yfirgaf Anfield hefur Liverpool komist tvisvar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og var síðan hársbreidd frá því að vinna enska titilinn í fyrsta sinn í 29 ár. Maður sem þekkir vel til hjá Liverpool er viss um að Philippe Coutinho sjái mikið eftir því að hafa farið frá Liverpool í janúar 2018. Philippe Coutinho vildi ólmur komast til Barcelona sem endaði með því að Liverpool seldi hann til spænska félagsins fyrir upphæð sem byrjaði í 105 milljónum punda en gæti endað í 142 milljónum punda. Fyrsta eina og hálfa tímabil Philippe Coutinho á Nývangi hefur aftur á móti ekki verið neinn dans á rósum. Coutinho hefur verið harðlega gagnrýndur, bæði af fjölmiðlum en líka af stuðningsmönnum Barcelona.Philippe Coutinho "regrets" leaving Liverpool, according to Anfield chiefhttps://t.co/F6pEG2bntXpic.twitter.com/lLo9pStDub — Mirror Football (@MirrorFootball) May 31, 2019Tom Werner, stjórnarformaður Liverpool, sagði í viðtali við Liverpool Echo að Coutinho sjái líklega eftir því að hafa farið frá Liverpool. Werner vill ráðleggja stórstjörnum Liverpool í dag um að skoða sögu hans Coutinho. Eins og áður þá eru stóru stjörnur Liverpool liðsins stanslaust orðaðir við spænsku stórliðin. Það er ekkert nýtt en Liverpool hefur á síðustu árum selt bæði Luis Suarez og Philippe Coutinho til Barcelona. Þetta gekk upp hjá Suarez en sömu sögu er ekki að segja af Coutinho. „Ég vil bara benda á sögu Philippe Coutinho. Ég hef ekkert nema gott að segja um Philippe. Ég tel að hann hafi yfirgefið Liverpool af því að hann vildi spila fyrir annað af risafélögunum á Spáni,“ sagði Tom Werner. Werner segir að Coutinho hafi átt að trúa á það að Liverpool væri að verða eitt af stóru klúbbunum í Evrópu á nýjan leik.Tom Werner has vowed that FSG are fully committed to helping to deliver a golden era for Liverpool as he admitted: “We're hungry for silverware" Exclusive interview from @JamesPearceEchohttps://t.co/JyMOiCezJx — Liverpool FC News (@LivEchoLFC) May 30, 2019„Við reyndum að sannfæra hann um að félagið okkar væri á réttri leið og hann fengi að upplifa stóra leiki í Meistaradeildinni ef hann yrði áfram. Ég held að hann sjái líklega eftir þessari ákvörðun sinni,“ sagði Warner. Philippe Coutinho hefur skorað 13 mörk í 51 deildarleik með Barcelona en var með 41 deildarmark í 152 leikjum með Liverpool. Hann var lánaður til Spánar tímabilið 2011-12 og skoraði þá 5 mörk í 16 leikjum með Espanyol. Philippe Coutinho er að öllum líkindum á förum frá Barcelona en það eru ekki öll félög sem eru tilbúin að borga launin hans. Mestar líkur eru þó að hann fari aftur til Englands þar sem hann spilaði mjög vel með Liverpool liðinu. Chelsea er nýjasta félagið sem er sagt hafa mikinn áhuga á brasilíska landsliðsmanninum. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira
Síðan að Philippe Coutinho yfirgaf Anfield hefur Liverpool komist tvisvar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og var síðan hársbreidd frá því að vinna enska titilinn í fyrsta sinn í 29 ár. Maður sem þekkir vel til hjá Liverpool er viss um að Philippe Coutinho sjái mikið eftir því að hafa farið frá Liverpool í janúar 2018. Philippe Coutinho vildi ólmur komast til Barcelona sem endaði með því að Liverpool seldi hann til spænska félagsins fyrir upphæð sem byrjaði í 105 milljónum punda en gæti endað í 142 milljónum punda. Fyrsta eina og hálfa tímabil Philippe Coutinho á Nývangi hefur aftur á móti ekki verið neinn dans á rósum. Coutinho hefur verið harðlega gagnrýndur, bæði af fjölmiðlum en líka af stuðningsmönnum Barcelona.Philippe Coutinho "regrets" leaving Liverpool, according to Anfield chiefhttps://t.co/F6pEG2bntXpic.twitter.com/lLo9pStDub — Mirror Football (@MirrorFootball) May 31, 2019Tom Werner, stjórnarformaður Liverpool, sagði í viðtali við Liverpool Echo að Coutinho sjái líklega eftir því að hafa farið frá Liverpool. Werner vill ráðleggja stórstjörnum Liverpool í dag um að skoða sögu hans Coutinho. Eins og áður þá eru stóru stjörnur Liverpool liðsins stanslaust orðaðir við spænsku stórliðin. Það er ekkert nýtt en Liverpool hefur á síðustu árum selt bæði Luis Suarez og Philippe Coutinho til Barcelona. Þetta gekk upp hjá Suarez en sömu sögu er ekki að segja af Coutinho. „Ég vil bara benda á sögu Philippe Coutinho. Ég hef ekkert nema gott að segja um Philippe. Ég tel að hann hafi yfirgefið Liverpool af því að hann vildi spila fyrir annað af risafélögunum á Spáni,“ sagði Tom Werner. Werner segir að Coutinho hafi átt að trúa á það að Liverpool væri að verða eitt af stóru klúbbunum í Evrópu á nýjan leik.Tom Werner has vowed that FSG are fully committed to helping to deliver a golden era for Liverpool as he admitted: “We're hungry for silverware" Exclusive interview from @JamesPearceEchohttps://t.co/JyMOiCezJx — Liverpool FC News (@LivEchoLFC) May 30, 2019„Við reyndum að sannfæra hann um að félagið okkar væri á réttri leið og hann fengi að upplifa stóra leiki í Meistaradeildinni ef hann yrði áfram. Ég held að hann sjái líklega eftir þessari ákvörðun sinni,“ sagði Warner. Philippe Coutinho hefur skorað 13 mörk í 51 deildarleik með Barcelona en var með 41 deildarmark í 152 leikjum með Liverpool. Hann var lánaður til Spánar tímabilið 2011-12 og skoraði þá 5 mörk í 16 leikjum með Espanyol. Philippe Coutinho er að öllum líkindum á förum frá Barcelona en það eru ekki öll félög sem eru tilbúin að borga launin hans. Mestar líkur eru þó að hann fari aftur til Englands þar sem hann spilaði mjög vel með Liverpool liðinu. Chelsea er nýjasta félagið sem er sagt hafa mikinn áhuga á brasilíska landsliðsmanninum.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira