Jóhann Berg: Það eru allir búnir að vera tala um að við séum gamlir og þreyttir Anton Ingi Leifsson skrifar 8. júní 2019 15:32 Jóhann Berg Guðmundsson, sem skoraði sigurmarkið gegn Albaníu fyrr í dag, var himinlifandi með sigurinn og markið sem hann skoraði. Mark Jóhanns var af dýrari gerðinni en hann segir að fyrst og fremst hafi það verið ánægjulegt að þrjú stig hafi skilað sér í hús. „Við erum mjög ánægðir. Þrír punktar og ekkert mark fengið á okkur sem er mjög mikilvægt. Þetta var ekki fallegt en nokkuð solid, sérstaklega eftir að markið kom,“ sagði Jóhann við Henry Birgi Gunnarsson í leikslok. „Þeir voru ekki að skapa sér nein svakaleg færi og mér fannst við vera nokkuð með þetta undir control. Þegar staðan er 1-0 þá er maður alltaf stressaður en frábært að ná í þennan sigur.“ Jóhann hefur verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur og var sendur til Dyflinnar fyrr í vikunni. Hann segir að standið á honum sé bara allt í lagi. Ekkert meira en það. „Ég var allt í lagi standi. Ég er ekki hundrað prósent. Það er smá vesen á mér og það er bara eins og það er. Maður reynir að gera sitt besta og það er ekkert annað að gera,“ en hverjar eru líkurnar á að hann spili gegn Tyrkjum á þriðjudag? „Bara ágæta. Þessi leikur er nýbúinn og við verðum að sjá til á morgun en maður verður að vera bjartsýnn.“ Mark Jóhanns var af dýrari gerðinni og var hann beðinn um að lýsa markinu. „Birkir fékk boltann og setti hann á mig. Ég hélt að hann væri að fara dæma aukaspyrnu en hann lét leikinn fljóta og svo ákvað ég að keyra á vörnina. Þetta opnaðist ansi vel fyrir mig og gaman að sjá hann í markinu. Þetta var mikilvægt mark að skora svona snemma og eftir það vorum við nokkuð með þetta.“ Þrjú stigin voru það mikilvægasta við leikinn sagði Jóhann og sagði umræðuna hafa gírað menn upp. „Það eru allir búnir að vera tala um að við séum gamlir, þreyttir og það var ekki uppselt á leikinn sem er óvenjulegt hjá okkur. Við vorum staðráðnir í að vinna leikinn.“ „Við vissum það alveg að ef við myndum spila okkar leik þá eigum við að vinna þetta lið. Þó við séum búnir að fara á tvö stórmót þá erum við ekkert hættir.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Twitter eftir sigurinn: „Hamrén lestin er að fara af stað“ Twitter var vel á lífi í dag. 8. júní 2019 14:59 Einkunnir eftir sigurinn á Albönum: Gylfi bestur Gylfi Þór Sigurðsson stóð upp úr í íslenska landsliðinu sem vann 1-0 sigur á Albaníu í undankeppni EM 2020 í dag. 8. júní 2019 14:44 Leik lokið: Ísland - Albanía 1-0 | Frábært mark Jóhanns tryggði mikilvæg þrjú stig Strákarnir okkar eru á lífi í baráttunni um laust sæti á EM 2020 eftir gríðarlega mikilvægan sigur á Albönum í Dalnum, 1-0. Það var Jóhann Berg Guðmundsson sem skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik. 8. júní 2019 16:00 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Sport Fleiri fréttir Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson, sem skoraði sigurmarkið gegn Albaníu fyrr í dag, var himinlifandi með sigurinn og markið sem hann skoraði. Mark Jóhanns var af dýrari gerðinni en hann segir að fyrst og fremst hafi það verið ánægjulegt að þrjú stig hafi skilað sér í hús. „Við erum mjög ánægðir. Þrír punktar og ekkert mark fengið á okkur sem er mjög mikilvægt. Þetta var ekki fallegt en nokkuð solid, sérstaklega eftir að markið kom,“ sagði Jóhann við Henry Birgi Gunnarsson í leikslok. „Þeir voru ekki að skapa sér nein svakaleg færi og mér fannst við vera nokkuð með þetta undir control. Þegar staðan er 1-0 þá er maður alltaf stressaður en frábært að ná í þennan sigur.“ Jóhann hefur verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur og var sendur til Dyflinnar fyrr í vikunni. Hann segir að standið á honum sé bara allt í lagi. Ekkert meira en það. „Ég var allt í lagi standi. Ég er ekki hundrað prósent. Það er smá vesen á mér og það er bara eins og það er. Maður reynir að gera sitt besta og það er ekkert annað að gera,“ en hverjar eru líkurnar á að hann spili gegn Tyrkjum á þriðjudag? „Bara ágæta. Þessi leikur er nýbúinn og við verðum að sjá til á morgun en maður verður að vera bjartsýnn.“ Mark Jóhanns var af dýrari gerðinni og var hann beðinn um að lýsa markinu. „Birkir fékk boltann og setti hann á mig. Ég hélt að hann væri að fara dæma aukaspyrnu en hann lét leikinn fljóta og svo ákvað ég að keyra á vörnina. Þetta opnaðist ansi vel fyrir mig og gaman að sjá hann í markinu. Þetta var mikilvægt mark að skora svona snemma og eftir það vorum við nokkuð með þetta.“ Þrjú stigin voru það mikilvægasta við leikinn sagði Jóhann og sagði umræðuna hafa gírað menn upp. „Það eru allir búnir að vera tala um að við séum gamlir, þreyttir og það var ekki uppselt á leikinn sem er óvenjulegt hjá okkur. Við vorum staðráðnir í að vinna leikinn.“ „Við vissum það alveg að ef við myndum spila okkar leik þá eigum við að vinna þetta lið. Þó við séum búnir að fara á tvö stórmót þá erum við ekkert hættir.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Twitter eftir sigurinn: „Hamrén lestin er að fara af stað“ Twitter var vel á lífi í dag. 8. júní 2019 14:59 Einkunnir eftir sigurinn á Albönum: Gylfi bestur Gylfi Þór Sigurðsson stóð upp úr í íslenska landsliðinu sem vann 1-0 sigur á Albaníu í undankeppni EM 2020 í dag. 8. júní 2019 14:44 Leik lokið: Ísland - Albanía 1-0 | Frábært mark Jóhanns tryggði mikilvæg þrjú stig Strákarnir okkar eru á lífi í baráttunni um laust sæti á EM 2020 eftir gríðarlega mikilvægan sigur á Albönum í Dalnum, 1-0. Það var Jóhann Berg Guðmundsson sem skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik. 8. júní 2019 16:00 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Sport Fleiri fréttir Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Sjá meira
Twitter eftir sigurinn: „Hamrén lestin er að fara af stað“ Twitter var vel á lífi í dag. 8. júní 2019 14:59
Einkunnir eftir sigurinn á Albönum: Gylfi bestur Gylfi Þór Sigurðsson stóð upp úr í íslenska landsliðinu sem vann 1-0 sigur á Albaníu í undankeppni EM 2020 í dag. 8. júní 2019 14:44
Leik lokið: Ísland - Albanía 1-0 | Frábært mark Jóhanns tryggði mikilvæg þrjú stig Strákarnir okkar eru á lífi í baráttunni um laust sæti á EM 2020 eftir gríðarlega mikilvægan sigur á Albönum í Dalnum, 1-0. Það var Jóhann Berg Guðmundsson sem skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik. 8. júní 2019 16:00