Örlög Barcelona í keppnunum tveimur réðust þar í tveimur leikjum. Fyrst missti liðið niður 3-0 forystu í seinni leiknum á móti Liverpool og 4-0 tap á Anfield þýddi að Meistaradeildardraumurinn dó.
Barcelona tapaði síðan á móti Valencia í úrslitaleik spænska Konungsbikarsins.
Lionel Messi’s son, Mateo is savage pic.twitter.com/jD9Divm24B
— ODDSbible (@ODDSbible) June 6, 2019
Lionel Messi á þrjá syni en sá yngsti er fæddur 2018. Hinir tveir heita Thiago (fæddur 2012) og Mateo (fæddur 2015) og eru því farnir að átta aðeins á hlutunum.
Sá yngri, hinn fjögurra ára gamli Mateo, virðist vera mikill stríðnispúki ef marka má nýtt viðtal við Lionel Messi.
Messi sagði að strákurinn hafi strítt pabba sínum vegna tapsins á móti Liverpool og að hann sé einnig að stríða eldri bróður sínum sem er orðinn sjö ára gamall.
Lionel Messi: "My children and I played football at home and Mateo told me he was Liverpool because they beat me in the Champions League. And the same for Valencia." [tyc sports] pic.twitter.com/v69SGPgdmU
— barcacentre (@barcacentre) June 5, 2019
„Ég og strákarnir mínir vorum að leika okkur heima í fótbolta og þá sagði Mateo við mig að hann væri Liverpool af því að þeir unnu mig í Meistaradeildinni. Hann endurtók síðan leikinn með Valencia,“ sagði Lionel Messi og gat ekki annað en brosað af húmor stráksins síns.
#MessiEnEF: "Mateo grita los goles del Real Madrid para hacerlo calentar a Thiago" pic.twitter.com/HdA9iB9l6K
— TyC Sports (@TyCSports) June 5, 2019
Það fylgir líka sögunni að Mateo er líka duglegur að stríða eldri bróður sínum með því að fagna mörkum Real Madrid. Thiago er þegar orðinn mikill Barcelona maður eins og pabbi sinni og lætur þessa stríðni þess litla hafa mikil áhrif á sig.