Fréttablaðið sektað um milljón vegna fylgirits Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. júní 2019 18:31 Torgi ehf. útgefanda Fréttablaðsins hefur verið gert að greiða milljón í stjórnvaldssekt vegna Brugghúss, kynningarrits sem fylgdi með Fréttablaðinu 1. mars síðastliðinn. FBL Fjölmiðlanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Torg efh. útgefandi Fréttablaðsins, hefði brotið í bága við 4 mgr. 37 laga um fjölmiðla með miðlun meintra viðskiptaboða fyrir áfengi í fylgiriti Fréttablaðsins, Brugghús, þann 1. mars. 2019 en Torgi er gert að greiða eina milljón króna í stjórnvaldssekt vegna málsins. Forsvarsmenn Torgs þvertóku fyrir að hafa þegið greiðslur fyrir kynningarnar en lögðu ekki fram staðfestingu á því þrátt fyrir beiðni fjölmiðlanefndar. Að mati Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, sem kvartaði til fjölmiðlanefndar, var að finna fjölda áfengisauglýsinga í kynningarblaðinu. Foreldrasamtökin óskuðu eftir því að fjölmiðlanefnd myndi grípa til viðeigandi ráðstafana. Eftir að hafa reifað sjónarmið Foreldrasamtakanna og Torgs á fundi sínum þann 5. mars síðastliðinn ákvað fjölmiðlanefnd að taka málið til efnislegrar meðferðar. Niðurstaða fjölmiðlanefndar er sú að áfengisauglýsing á bls. 8 og kynningarumfjöllun um bjór og brugghús á bls. 1,2,3, og 5 í kynningarblaðinu Brugghús, sem fylgdi Fréttablaðinu 1. mars 2019 hafi verið ætlað að þjóna auglýsingamarkmiðum fyrir áfengar vörutegundir með yfir 2,25% áfengisinnihaldi og teljist auglýsingin og kynningarumfjöllunin til viðskiptaboða fyrir áfengi í skilngi 37. greinar fjölmiðalalaga. Forsvarsmenn Torgs þvertaka fyrir að hafa gerst brotleg við fjölmiðlalög. Eitt af skilyrðum þess að um viðskiptaboð sé að ræða væri að þeim væri „miðlað gegn greiðslu eða öðru endurgjaldi eða til kynningar í eigin þágu“. Torg óskaði eftir því að fjölmiðlanefnd „legðist á árarnar með frelsinu og styddi að komið væri í veg fyrir áframhaldandi afturhald, sem felist í banni á sölu auglýsinga fyrir þessa vöru, þar sem þó væri tekið tillit til sjónarmiða um mögulega skaðsemi og að unglingar eigi ekki að neyta áfengis.“ Með því myndi fjölmiðlanefnd veita hjálparhönd til að reyna að „reyna að tryggja áframhaldandi rekstur einkarekinna fjölmiðla á landinu, sem allt er eins líklegt að lognist út af á komandi misserum vegna vonlauss rekstrarumhverfis, sem stjórnvöld skipta sér lítið sem ekkert af“.Kynningarritið ritstjórnarleg ákvörðun Í bréfi dagsettu 2. maí segjast forsvarsmenn Torgs ekki hafa þegið neinar greiðslur vegna útgáfu fylgiritsins. Umrætt efni hefði verið birt í sérriti Fréttablaðsins vegna þeirra tímamóta að þrjátíu ár voru liðin síðan bann við bjórsölu var aflétt. Ritið hefði verið að frumkvæði ritstjórnarinnar, lesendum til fróðleiks. Þrátt fyrir beiðni fjölmiðlanefndar lét torg hjá líða að senda nefndinni staðfestingu endurskoðanda á því að engin greiðsla eða annað endurgjald hefði fengist fyrir miðlun efnisins. „Við mat á fjárhæð sektar leit fjölmiðlanefnd til þess að Torg hafi við meðferð málsins hvorki veitt umbeðnar upplýsingar um tekjur útgáfufélagsins vegna viðskiptaboða í kynningarblaðinu Brugghús, né staðfestingu endurskoðanda á því að engin greiðsla eða annað endurgjald hafi komið fyrir miðlun kynninga í blaðinu,“ segir í niðurstöðu fjölmiðlanefndar.Hér er hægt að lesa niðurstöðu fjölmiðlanefndar í heild: Viðskiptaboð fyrir áfengi í kynningarblaðinu Brugghús Áfengi og tóbak Fjölmiðlar Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Sjá meira
Fjölmiðlanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Torg efh. útgefandi Fréttablaðsins, hefði brotið í bága við 4 mgr. 37 laga um fjölmiðla með miðlun meintra viðskiptaboða fyrir áfengi í fylgiriti Fréttablaðsins, Brugghús, þann 1. mars. 2019 en Torgi er gert að greiða eina milljón króna í stjórnvaldssekt vegna málsins. Forsvarsmenn Torgs þvertóku fyrir að hafa þegið greiðslur fyrir kynningarnar en lögðu ekki fram staðfestingu á því þrátt fyrir beiðni fjölmiðlanefndar. Að mati Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, sem kvartaði til fjölmiðlanefndar, var að finna fjölda áfengisauglýsinga í kynningarblaðinu. Foreldrasamtökin óskuðu eftir því að fjölmiðlanefnd myndi grípa til viðeigandi ráðstafana. Eftir að hafa reifað sjónarmið Foreldrasamtakanna og Torgs á fundi sínum þann 5. mars síðastliðinn ákvað fjölmiðlanefnd að taka málið til efnislegrar meðferðar. Niðurstaða fjölmiðlanefndar er sú að áfengisauglýsing á bls. 8 og kynningarumfjöllun um bjór og brugghús á bls. 1,2,3, og 5 í kynningarblaðinu Brugghús, sem fylgdi Fréttablaðinu 1. mars 2019 hafi verið ætlað að þjóna auglýsingamarkmiðum fyrir áfengar vörutegundir með yfir 2,25% áfengisinnihaldi og teljist auglýsingin og kynningarumfjöllunin til viðskiptaboða fyrir áfengi í skilngi 37. greinar fjölmiðalalaga. Forsvarsmenn Torgs þvertaka fyrir að hafa gerst brotleg við fjölmiðlalög. Eitt af skilyrðum þess að um viðskiptaboð sé að ræða væri að þeim væri „miðlað gegn greiðslu eða öðru endurgjaldi eða til kynningar í eigin þágu“. Torg óskaði eftir því að fjölmiðlanefnd „legðist á árarnar með frelsinu og styddi að komið væri í veg fyrir áframhaldandi afturhald, sem felist í banni á sölu auglýsinga fyrir þessa vöru, þar sem þó væri tekið tillit til sjónarmiða um mögulega skaðsemi og að unglingar eigi ekki að neyta áfengis.“ Með því myndi fjölmiðlanefnd veita hjálparhönd til að reyna að „reyna að tryggja áframhaldandi rekstur einkarekinna fjölmiðla á landinu, sem allt er eins líklegt að lognist út af á komandi misserum vegna vonlauss rekstrarumhverfis, sem stjórnvöld skipta sér lítið sem ekkert af“.Kynningarritið ritstjórnarleg ákvörðun Í bréfi dagsettu 2. maí segjast forsvarsmenn Torgs ekki hafa þegið neinar greiðslur vegna útgáfu fylgiritsins. Umrætt efni hefði verið birt í sérriti Fréttablaðsins vegna þeirra tímamóta að þrjátíu ár voru liðin síðan bann við bjórsölu var aflétt. Ritið hefði verið að frumkvæði ritstjórnarinnar, lesendum til fróðleiks. Þrátt fyrir beiðni fjölmiðlanefndar lét torg hjá líða að senda nefndinni staðfestingu endurskoðanda á því að engin greiðsla eða annað endurgjald hefði fengist fyrir miðlun efnisins. „Við mat á fjárhæð sektar leit fjölmiðlanefnd til þess að Torg hafi við meðferð málsins hvorki veitt umbeðnar upplýsingar um tekjur útgáfufélagsins vegna viðskiptaboða í kynningarblaðinu Brugghús, né staðfestingu endurskoðanda á því að engin greiðsla eða annað endurgjald hafi komið fyrir miðlun kynninga í blaðinu,“ segir í niðurstöðu fjölmiðlanefndar.Hér er hægt að lesa niðurstöðu fjölmiðlanefndar í heild: Viðskiptaboð fyrir áfengi í kynningarblaðinu Brugghús
Áfengi og tóbak Fjölmiðlar Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur