Sviss var í riðli með Íslendingum í Þjóðadeildinni. Sviss rúllaði yfir Ísland í fyrri leiknum, 6-0, en síðari leikurinn endaði með 2-1 sigri Sviss.
Vladimir Petkovic, þjálfari Sviss, segir að Portúgalar séu líklegastir til þess að vinna Þjóðadeildina, sem er haldin í fyrsta sinn.
„Portúgal eru líklegastir, ekki bara í þessum leik, heldur mótinu öllu. Þeir eru á heimavelli og eru Evrópumeistarar,“ sagði Vladimir fyrir leik kvöldsins.
Hér að neðan má sjá leikmannahópa liðanna fyrir leik kvöldsins en margir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni verða í eldlínunni í kvöld.
Leikmannahópur Portúgal:
Markverðir: Beto (Goztepe), Jose Sa (Olympiakos), Rui Patricio (Wolves)
Varnarmenn: Joao Cancelo (Juventus), Nelson Semedo (Barcelona), Jose Fonte (Lille), Pepe (Porto), Ruben Dias (Benfica), Raphael Guerreiro (Borussia Dortmund), Mario Rui (Napoli)
Miðjumenn: Danilo (Porto), Ruben Neves (Wolves), William Carvalho (Real Betis), Bruno Fernandes (Sporting Lisbon), Joao Moutinho (Wolves), Pizzi (Benfica)
Framherjar: Bernardo Silva (Manchester City), Joao Felix (Benfica), Goncalo Guedes (Valencia), Rafa Silva (Benfica), Cristiano Ronaldo (Juventus), Diogo Jota (Wolves), Dyego Sousa (Braga)

Markverðir: Yann Sommer (Borussia Monchengladbach), Yvon Mvogo (RB Leipzig), Jonas Omlin (Basel)
Varnarmenn: Manuel Akanji (Borussia Dortmund), Loris Benito (Young Boys), Nico Elvedi (Borussia Monchengladbach), Michael Lang (Borussia Monchengladbach), Kevin Mbabu (Young Boys), Jacques-Francois Moubandje (Toulouse), Ricardo Rodriguez (Milan), Fabian Schar (Newcastle)
Miðjumenn: Edimilson Fernandes (Mainz), Remo Freuler (Atalanta), Xherdan Shaqiri (Liverpool), Djibril Sow (Young Boys), Renato Steffen (Wolfsburg), Granit Xhaka (Arsenal), Denis Zakaria (Borussia Monchengladbach), Steven Zuber (Stuttgart), Noah Okafor (Basel)
Framherjar: Josip Drmic (Borussia Monchengladbach), Haris Seferovic (Benfica), Albian Ajeti (Basel)
Leikurinn í kvöld, sem og leikur Englendinga og Hollendinga annað kvöld, verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Úrslitaleikurinn og leikurinn um þriðja sætið fer svo fram á sunnudgainn en allir leikirnir verða í beinni á Sportstöðvum Stöðvar 2.
Flautað verður til leiks í kvöld klukkan 20.45.