Gróðursetningarathöfn í minningu Gandhi Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 5. júní 2019 15:00 Sendiherra Indlands á Íslandi, T. Armstrong Changsan, mun gróðursetja tré í Hekluskógum í dag. Mynd/Anton Brink Indverska sendiráðið á Íslandi stendur í dag fyrir gróðursetningarathöfn í tilefni þess að 150 ár eru liðin frá fæðingu Mahatma Gandhi. Athöfnin er haldin í samstarfi við umhverfisráðuneytið. Þennan sama dag er alþjóðlegur dagur umhverfisins. Sendiráðinu hérlendis fannst því kjörið að fara upp í Hekluskóga og gróðursetja tré í tilefni dagsins. T. Armstrong Changsan, sendiherra Indlands á Íslandi, hóf störf hér í ágúst í fyrra, eða fyrir níu mánuðum, og þetta er hans fyrsta sendiráðherrastaða. Fyrir það var hann aðalræðismaður Indlands í Osaka-Kobe í Japan. Changsan viðurkennir að hér sé kalt en það gæti verið verra. „Já, það getur verið mjög kalt úti en það er alltaf mjög hlýtt inni hér á landi,“ svarar Changsan hlæjandi og bætir við: „Já, það er rétt, það getur verið mjög kalt hérna en ekki þannig að það hafi mikil áhrif á lífsins gang.“ Hann segir að rútan sem fer í dag í Hekluskóga sé nánast full og það stefni í góða mætingu. Allt starfsfólk sendiráðsins mætir á viðburðinn. „Mahatma Gandhi fæddist 2. október. Við höfum reynt að standa fyrir ýmsum viðburðum frá því að 149 ár voru liðin frá fæðingu hans í fyrra. Við fengum þessa hugmynd, að grótursetja tré, því að Gandhi var mikill umhverfissinni og okkur fannst kjörið að gera þetta á alþjóðlegum degi umhverfisins.“Sendiherrann T. Armstrong Changsan og sendiherrafrúin Margaret Makimi Varte.Þess má geta að fæðingardagur Gandhi er alþjóðlegur dagur gegn ofbeldi. „Gandhi er óopinberlega þekktur sem faðir indversku þjóðarinnar og minningu hans er haldið á lofti á um allt Indland. Margt sem hann talaði fyrir á vel við enn þann dag í dag. Þess vegna höfum við tekið margar af hans þekktustu setningum og varpað þeim á vegginn á sendiráðinu þegar farið er að dimma á kvöldin,“ segir Changsan. Indverska sendiráðið býður upp á frítt jóga alla virka daga á milli klukkan 7 og 8 á morgnana og 17.30 og 18.30 á kvöldin. „Það verður haldið upp á alþjóðlega jógadaginn þann 21. júní og boðið upp á jógatíma í stóra sal Ráðhúss Reykjavíkur og eru allir velkomnir þangað,“ segir Changsan og bætir við að það sé vel mætt í daglegu jógatímana á hverjum degi. „Við erum líka með matarhátíð á hverju ári og héldum hátíðlega grænmetisdaga í samstarfi við Vox á Hilton hóteli í enda janúar og byrjun febrúar. Gandhi var einmitt grænmetisæta. Við héldum hátíðina samhliða þjóðhátíðardeginum okkar.“ Gandhi talaði mikið fyrir því að fólk eyddi ekki um efni fram og væri hógvært í neyslu sinni. „Þannig okkur fannst passa mjög vel að gefa aftur til umhverfisins á þennan hátt, með því að planta trjám í minningu hans. Með því erum við að reyna að sporna gegn þeim slæmu áhrifum sem mengun hefur haft á jörðina og reynum að bæta fyrir það sem við mannfólkið höfum tekið,“ segir Changsan. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Segir sögur með timbri Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira
Indverska sendiráðið á Íslandi stendur í dag fyrir gróðursetningarathöfn í tilefni þess að 150 ár eru liðin frá fæðingu Mahatma Gandhi. Athöfnin er haldin í samstarfi við umhverfisráðuneytið. Þennan sama dag er alþjóðlegur dagur umhverfisins. Sendiráðinu hérlendis fannst því kjörið að fara upp í Hekluskóga og gróðursetja tré í tilefni dagsins. T. Armstrong Changsan, sendiherra Indlands á Íslandi, hóf störf hér í ágúst í fyrra, eða fyrir níu mánuðum, og þetta er hans fyrsta sendiráðherrastaða. Fyrir það var hann aðalræðismaður Indlands í Osaka-Kobe í Japan. Changsan viðurkennir að hér sé kalt en það gæti verið verra. „Já, það getur verið mjög kalt úti en það er alltaf mjög hlýtt inni hér á landi,“ svarar Changsan hlæjandi og bætir við: „Já, það er rétt, það getur verið mjög kalt hérna en ekki þannig að það hafi mikil áhrif á lífsins gang.“ Hann segir að rútan sem fer í dag í Hekluskóga sé nánast full og það stefni í góða mætingu. Allt starfsfólk sendiráðsins mætir á viðburðinn. „Mahatma Gandhi fæddist 2. október. Við höfum reynt að standa fyrir ýmsum viðburðum frá því að 149 ár voru liðin frá fæðingu hans í fyrra. Við fengum þessa hugmynd, að grótursetja tré, því að Gandhi var mikill umhverfissinni og okkur fannst kjörið að gera þetta á alþjóðlegum degi umhverfisins.“Sendiherrann T. Armstrong Changsan og sendiherrafrúin Margaret Makimi Varte.Þess má geta að fæðingardagur Gandhi er alþjóðlegur dagur gegn ofbeldi. „Gandhi er óopinberlega þekktur sem faðir indversku þjóðarinnar og minningu hans er haldið á lofti á um allt Indland. Margt sem hann talaði fyrir á vel við enn þann dag í dag. Þess vegna höfum við tekið margar af hans þekktustu setningum og varpað þeim á vegginn á sendiráðinu þegar farið er að dimma á kvöldin,“ segir Changsan. Indverska sendiráðið býður upp á frítt jóga alla virka daga á milli klukkan 7 og 8 á morgnana og 17.30 og 18.30 á kvöldin. „Það verður haldið upp á alþjóðlega jógadaginn þann 21. júní og boðið upp á jógatíma í stóra sal Ráðhúss Reykjavíkur og eru allir velkomnir þangað,“ segir Changsan og bætir við að það sé vel mætt í daglegu jógatímana á hverjum degi. „Við erum líka með matarhátíð á hverju ári og héldum hátíðlega grænmetisdaga í samstarfi við Vox á Hilton hóteli í enda janúar og byrjun febrúar. Gandhi var einmitt grænmetisæta. Við héldum hátíðina samhliða þjóðhátíðardeginum okkar.“ Gandhi talaði mikið fyrir því að fólk eyddi ekki um efni fram og væri hógvært í neyslu sinni. „Þannig okkur fannst passa mjög vel að gefa aftur til umhverfisins á þennan hátt, með því að planta trjám í minningu hans. Með því erum við að reyna að sporna gegn þeim slæmu áhrifum sem mengun hefur haft á jörðina og reynum að bæta fyrir það sem við mannfólkið höfum tekið,“ segir Changsan.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Segir sögur með timbri Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira