Fótbolti

Arnar og Eiður velja hópinn fyrir leikinn gegn Danmörku: Þrettán úr Pepsi Max-deildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnar og Eiður Smári stýra U21-árs landsliðinu.
Arnar og Eiður Smári stýra U21-árs landsliðinu. vísir/vilhelm
Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen, landsliðsþjálfarar U21 árs landsliðs karla, hafa tilkynnt hópinn fyrir vináttulandsleik gegn Danmörku.

Liðin mætast í Horsens á föstudaginn en flautað verður til leiks klukkan 15.00. Danmörk stillir þó ekki upp sínu besta liði en þetta er U20 árs landslið Dana.

Tuttugu leikmenn eru í landsliðshópnum en fjórtán leikmenn leika á Íslandi. Þar leika þrettán leikmenn í Pepsi Max-deildinni en Ísak Óli Ólafsson er eini leikmaðurinn úr Inkasso.







Jón Dagur Þorsteinsson sem hefur verið í hópi hjá A-landsliðinu í undanförnum verkefnum er nú með U21-árs landsliðinu í þessum æfingarleik.

Hópurinn í heild sinni:

Elías Rafn Ólafsson | Midtjylland

Patrik Sigurður Gunnarsson | Brentford

Alfons Sampsted | Norrköping

Jón Dagur Þorsteinsson | Vendsyssel

Ari Leifsson | Fylkir

Hörður Ingi Gunnarsson | ÍA

Alex Þór Hauksson | Stjarnan

Willum Þór Willumsson | BATE Borisov

Daníel Hafsteinsson | KA

Stefán Teitur Þórðarson | ÍA

Kolbeinn Birgir Finnsson | Fylkir

Sveinn Aron Guðjohnsen | Ravenna

Jónatan Ingi Jónsson | FH

Brynjólfur Darri Willumsson | Breiðablik

Ágúst Eðvald Hlynsson | Víkingur R.

Erlingur Agnarsson | Víkingur R.

Finnur Tómas Pálmason | KR

Ísak Óli Ólafsson | Keflavík

Kolbeinn Þórðarson | Breiðablik

Þórir Jóhann Helgason | FH




Fleiri fréttir

Sjá meira


×