Söng í gegnum sársaukann eftir endajaxlatöku Sigurður Mikael Jónsson skrifar 3. júní 2019 07:15 Stefán Jakobsson, söngvari Dimmu, losaði sig við endajaxlana en það kostaði sitt. Fréttablaðið/Ernir „Nú hef ég tíma til að vera rólegur og stilltur,“ segir rokksöngvarinn Stefán Jakobsson, kenndur við Dimmu, sem sýndi um helgina að hið forkveðna „the show must go on“ lifir enn í rokkinu. Stefán söng sig í gegnum sársaukann á þrennum tónleikum eftir að hafa farið í endajaxlatöku á mánudag og togna síðan í kjálkanum í kjölfarið. „Síðastliðinn mánudag var ég búinn að vera að drepast í viku og hélt ég væri með eyrnabólgu. En fattaði svo hvað væri í gangi þegar einkennin breyttust og bólgan fór að síga. Þá hringdi ég í frænda minn sem er tannlæknir og hann græjaði þetta fyrir mig,“ segir Stefán í samtali við Fréttablaðið. Söngvarinn segir að hann hafi verið nokkuð góður fyrri part vikunnar eftir jaxlatökuna en allt hafi farið í baklás á fimmtudagskvöld. „Ég er auðvitað svo mikill bjáni og var ekki að fara eftir öllum fyrirmælum læknisins varðandi hvað má og má ekki borða. Maður má helst ekki vera að nota þessa vöðva og á íþróttamáli þá bara tognaði ég. Vöðvafestur í kjálkabeininu festust og á föstudagsmorgun gat ég ekki opnað munninn nógu mikið til að ég kæmi litla putta inn í munninn.“ Þá voru góð ráð dýr enda tvennir tónleikar fram undan á föstudag hjá Dimmu og svo sjómannadagsgigg á Ólafsfirði á laugardag og söngvarinn með læstan kjálka. „Ég fékk skrifað út eitthvað sterkara en íbúfen og dældi í mig. En á leið á flugvöllinn var ég að því kominn að hringja í strákana og hætta við en lét mig hafa það.“ Það var ekki fyrr en um fjögurleytið að ljóst var að hann gæti sungið og það var fyrir tilviljun að sögn Stefáns. „Það fór fyrst að losna um þegar ég var að fá mér kaffi og lagði kaffibollann að kinninni og fattaði að það væri notalegt og fór að nota hann eins og nuddtæki. Hægt og rólega losnaði aðeins um. Það var þó erfitt að syngja enda rosalega vont að opna munninn. Svo fór að ég söng lögin með aðeins minni framburði og aðeins minni glans. Allar nóturnar komu en það kom kannski ekki allt skrautið með,“ segir Stefán léttur í bragði og feginn að hafa komist í gegnum tónleikana. Hann hefur nú tíma til að jafna sig og passa upp á sig. Rokkarinn ætlar að fara til Parísar á K-popptónleika með dóttur sinni og hlaða batteríin. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
„Nú hef ég tíma til að vera rólegur og stilltur,“ segir rokksöngvarinn Stefán Jakobsson, kenndur við Dimmu, sem sýndi um helgina að hið forkveðna „the show must go on“ lifir enn í rokkinu. Stefán söng sig í gegnum sársaukann á þrennum tónleikum eftir að hafa farið í endajaxlatöku á mánudag og togna síðan í kjálkanum í kjölfarið. „Síðastliðinn mánudag var ég búinn að vera að drepast í viku og hélt ég væri með eyrnabólgu. En fattaði svo hvað væri í gangi þegar einkennin breyttust og bólgan fór að síga. Þá hringdi ég í frænda minn sem er tannlæknir og hann græjaði þetta fyrir mig,“ segir Stefán í samtali við Fréttablaðið. Söngvarinn segir að hann hafi verið nokkuð góður fyrri part vikunnar eftir jaxlatökuna en allt hafi farið í baklás á fimmtudagskvöld. „Ég er auðvitað svo mikill bjáni og var ekki að fara eftir öllum fyrirmælum læknisins varðandi hvað má og má ekki borða. Maður má helst ekki vera að nota þessa vöðva og á íþróttamáli þá bara tognaði ég. Vöðvafestur í kjálkabeininu festust og á föstudagsmorgun gat ég ekki opnað munninn nógu mikið til að ég kæmi litla putta inn í munninn.“ Þá voru góð ráð dýr enda tvennir tónleikar fram undan á föstudag hjá Dimmu og svo sjómannadagsgigg á Ólafsfirði á laugardag og söngvarinn með læstan kjálka. „Ég fékk skrifað út eitthvað sterkara en íbúfen og dældi í mig. En á leið á flugvöllinn var ég að því kominn að hringja í strákana og hætta við en lét mig hafa það.“ Það var ekki fyrr en um fjögurleytið að ljóst var að hann gæti sungið og það var fyrir tilviljun að sögn Stefáns. „Það fór fyrst að losna um þegar ég var að fá mér kaffi og lagði kaffibollann að kinninni og fattaði að það væri notalegt og fór að nota hann eins og nuddtæki. Hægt og rólega losnaði aðeins um. Það var þó erfitt að syngja enda rosalega vont að opna munninn. Svo fór að ég söng lögin með aðeins minni framburði og aðeins minni glans. Allar nóturnar komu en það kom kannski ekki allt skrautið með,“ segir Stefán léttur í bragði og feginn að hafa komist í gegnum tónleikana. Hann hefur nú tíma til að jafna sig og passa upp á sig. Rokkarinn ætlar að fara til Parísar á K-popptónleika með dóttur sinni og hlaða batteríin.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“