Íslendingalið Skjern tók fyrsta skrefið í átt að bronsverðlaunum í dönsku úrvalsdeildinni með sigri á Bjerringbro-Silkeborg í dag.
Skjern og Bjerringbro-Silkeborg töpuðu bæði undanúrslitaviðureignum sínum og þau mætast því í seríu um þriðja sætið.
Skjern, sem urðu meistarar á síðasta tímabili, unnu 35-32 sigur í fyrsta leik liðanna.
Björgvin Páll Gústavsson átti góða innkomu í liði Skjern og varði fjögur skot og var með um 36 prósenta markvörslu. Tandri Már Konráðsson komst ekki á blað í liði Skjern.
Skjern skrefi nær bronsinu
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mest lesið
Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn
Enski boltinn
Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn
Enski boltinn
Magnús verður áfram í Mosfellsbæ
Íslenski boltinn
„Við vorum sjálfum okkur verstir“
Handbolti
Sá húsið sitt brenna til kaldra kola
Körfubolti