Sumarhreinsun fram undan hjá Solskjær á Old Trafford Hjörvar Ólafsson skrifar 19. júní 2019 15:00 Það er strembið verkefni sem býður Ole Gunnar Solskjær næstu árin við að byggja upp lið sem á að geta gert atlögu að titlum næstu árin. Óvíst er hvert framhaldið er hjá stærstu stjörnum liðsins og gamall leikmannahópur liðsins þarf nauðsynlega á endurnýjun að halda vísir/getty Norðmannsins Ole Gunnar Solskjær bíður ærið verkefni á Old Trafford í sumar en þar þarf hann að reisa við laskað stórveldi sem leikur utan Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla næsta vetur og hefur undanfarin ár verið fjarri því að vera líklegur kandídat til þess að berjast um enska meistaratitilinn. Stórstjörnur United stóðu sig fæstar í stykkinu á síðustu leiktíð og útlit er fyrir að ný sveit muni mæta til Manchester og fá þá ábyrgð á sínar herðar að færa bros á varir stuðningsmanna Manchester United. Þessa stundina er óvissa um framtíð nokkurra leikmanna sem myndað hafa hryggjarstykkið í liðinu en þeir eiga í samningaviðræðum við Ed Woodward, framkvæmdastjóra félagsins. Þannig er óvissa um hvort David De Gea semji til langframa við félagið eður ei, Paul Pogba hefur farið fram á mikla launahækkun til að halda honum hjá félaginu og lýst yfir áhuga á að fá nýja áskorun. Þá er ekki útséð með hvort Marcus Rashford vilji festa sig til framtíðar. Þar að auki hefur verið ýjað að því að Romelu Lukaku og Alexis Sánchez sem áttu að bera uppi sóknarleikinn á síðasta tímabili fari frá félaginu sem þýðir að liðið vantar sárlega góða leikmenn til að leiða sóknina næstu árin. Nú þegar hefur félagið tilkynnt að þjónustu Antonio Valencia og Ander Herrera við félagið sé lokið í bili hið minnsta og spurning hver framtíð leikmanna á borð við Eric Bailly, Marcos Rojo, Matteo Darmian, Nemanja Matic, Fred, Juan Mata verður. Ole Gunnar er byrjaður á sumarkaupunum en hann fékk velska vængmanninn Daniel James til liðs við sig frá Swansea City og þá hefur Crystal Palace hafnað tveimur tilboðum í bakvörðinn Aaron Wan-Bissaka. Á stuttum tíma hefur erkifjendunum í Manchester City tekist að stinga nágranna sína af og þarf United að styrkja hópinn allverulega í þessum félagaskiptaglugga til að nálgast nágranna sína og erkifjendur. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Norðmannsins Ole Gunnar Solskjær bíður ærið verkefni á Old Trafford í sumar en þar þarf hann að reisa við laskað stórveldi sem leikur utan Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla næsta vetur og hefur undanfarin ár verið fjarri því að vera líklegur kandídat til þess að berjast um enska meistaratitilinn. Stórstjörnur United stóðu sig fæstar í stykkinu á síðustu leiktíð og útlit er fyrir að ný sveit muni mæta til Manchester og fá þá ábyrgð á sínar herðar að færa bros á varir stuðningsmanna Manchester United. Þessa stundina er óvissa um framtíð nokkurra leikmanna sem myndað hafa hryggjarstykkið í liðinu en þeir eiga í samningaviðræðum við Ed Woodward, framkvæmdastjóra félagsins. Þannig er óvissa um hvort David De Gea semji til langframa við félagið eður ei, Paul Pogba hefur farið fram á mikla launahækkun til að halda honum hjá félaginu og lýst yfir áhuga á að fá nýja áskorun. Þá er ekki útséð með hvort Marcus Rashford vilji festa sig til framtíðar. Þar að auki hefur verið ýjað að því að Romelu Lukaku og Alexis Sánchez sem áttu að bera uppi sóknarleikinn á síðasta tímabili fari frá félaginu sem þýðir að liðið vantar sárlega góða leikmenn til að leiða sóknina næstu árin. Nú þegar hefur félagið tilkynnt að þjónustu Antonio Valencia og Ander Herrera við félagið sé lokið í bili hið minnsta og spurning hver framtíð leikmanna á borð við Eric Bailly, Marcos Rojo, Matteo Darmian, Nemanja Matic, Fred, Juan Mata verður. Ole Gunnar er byrjaður á sumarkaupunum en hann fékk velska vængmanninn Daniel James til liðs við sig frá Swansea City og þá hefur Crystal Palace hafnað tveimur tilboðum í bakvörðinn Aaron Wan-Bissaka. Á stuttum tíma hefur erkifjendunum í Manchester City tekist að stinga nágranna sína af og þarf United að styrkja hópinn allverulega í þessum félagaskiptaglugga til að nálgast nágranna sína og erkifjendur.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira