Samdrátturinn dýpri en spáð hefur verið Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 19. júní 2019 06:30 Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Samtök iðnaðarins telja líkur á því að samdrátturinn í efnahagslífinu verði dýpri og vari lengur en nýlegar efnahagsspár hljóða upp á. Brýnt sé að ríkisfjármálin og peningastefna Seðlabankans taki mið af því. Seðlabankinn og Hagstofa Íslands reikna með því að samdrátturinn verði um 0,2-0,4 prósent í ár en að hagvöxtur verði kominn í 2,4-2,6 prósent strax á næsta ári. Samtök iðnaðarins telja hættu á því að efnahagssamdrátturinn verði meiri í ár og hagvöxturinn minni á næsta ári en gert er ráð fyrir í þessum spám. Í greiningu samtakanna er bent á að atvinnuleysi hafi aukist umtalsvert en það nam 3,7 prósentum í apríl samanborið við 2,3 prósent í sama mánuði í fyrra. Mjög lítill hagvöxtur hafi mælst á fyrsta fjórðungi þessa árs og líkur séu á því að samdráttur hafi verið talsverður á öðrum ársfjórðungi. Þá berist nú tölur af umtalsverðum samdrætti í fjölda ferðamanna. Þeim fækkaði um 24 prósent í maí í samanburði við sama mánuð í fyrra en Isavia hefur spáð 17 prósenta fækkun á milli 2018 og 2019. Samtök iðnaðarins nefna að tillagan um breytingu á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar, sem er nú til umræðu á Alþingi, byggi á spá Hagstofunnar og grundvallist því á of bjartsýnni spá. Það sé áhyggjuefni því að það auki líkur á að ríkisfjármálunum verði ekki beitt sem skyldi. Telja samtökin brýnt að lækka stýrivexti Seðlabankans enn frekar til að hjálpa fyrirtækjum og heimilum að takast á við samdrátt í efnahagslífinu. Þá séu horfurnar með þeim hætti að rétt sé að reka ríkissjóð með halla. Nú sé rétti tíminn til að draga úr álögum á atvinnulífið og auka við framlög til ýmissa málaflokka. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Tengdar fréttir Endurskoðuð fjármálastefna er fullbjartsýn að mati SA Samtök atvinnulífsins telja endurskoðaða fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar of bjartsýna. Forstöðumaður efnahagssviðs SA telur líklegt að á næsta ári þurfi að koma fram með fimmtu stefnuna á fimm árum. 8. júní 2019 07:15 Samdrátturinn í ár gæti orðið tvöfalt meiri en spár gera ráð fyrir Samdrátturinn í ár gæti orðið rúmlega tvöfalt meiri en Seðlabankinn gerir ráð fyrir að sögn hagfræðings. Hann gerir ráð fyrir að haustmánuðirnir verði þungbærir fyrir íslensk heimili. 1. júní 2019 19:45 Telur einsýnt að dýrtíðin sé að drepa ferðaþjónustuna Sigurjón M. Egilsson ritstjóri segir þetta ekki flókið. 28. maí 2019 10:48 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Samtök iðnaðarins telja líkur á því að samdrátturinn í efnahagslífinu verði dýpri og vari lengur en nýlegar efnahagsspár hljóða upp á. Brýnt sé að ríkisfjármálin og peningastefna Seðlabankans taki mið af því. Seðlabankinn og Hagstofa Íslands reikna með því að samdrátturinn verði um 0,2-0,4 prósent í ár en að hagvöxtur verði kominn í 2,4-2,6 prósent strax á næsta ári. Samtök iðnaðarins telja hættu á því að efnahagssamdrátturinn verði meiri í ár og hagvöxturinn minni á næsta ári en gert er ráð fyrir í þessum spám. Í greiningu samtakanna er bent á að atvinnuleysi hafi aukist umtalsvert en það nam 3,7 prósentum í apríl samanborið við 2,3 prósent í sama mánuði í fyrra. Mjög lítill hagvöxtur hafi mælst á fyrsta fjórðungi þessa árs og líkur séu á því að samdráttur hafi verið talsverður á öðrum ársfjórðungi. Þá berist nú tölur af umtalsverðum samdrætti í fjölda ferðamanna. Þeim fækkaði um 24 prósent í maí í samanburði við sama mánuð í fyrra en Isavia hefur spáð 17 prósenta fækkun á milli 2018 og 2019. Samtök iðnaðarins nefna að tillagan um breytingu á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar, sem er nú til umræðu á Alþingi, byggi á spá Hagstofunnar og grundvallist því á of bjartsýnni spá. Það sé áhyggjuefni því að það auki líkur á að ríkisfjármálunum verði ekki beitt sem skyldi. Telja samtökin brýnt að lækka stýrivexti Seðlabankans enn frekar til að hjálpa fyrirtækjum og heimilum að takast á við samdrátt í efnahagslífinu. Þá séu horfurnar með þeim hætti að rétt sé að reka ríkissjóð með halla. Nú sé rétti tíminn til að draga úr álögum á atvinnulífið og auka við framlög til ýmissa málaflokka.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Tengdar fréttir Endurskoðuð fjármálastefna er fullbjartsýn að mati SA Samtök atvinnulífsins telja endurskoðaða fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar of bjartsýna. Forstöðumaður efnahagssviðs SA telur líklegt að á næsta ári þurfi að koma fram með fimmtu stefnuna á fimm árum. 8. júní 2019 07:15 Samdrátturinn í ár gæti orðið tvöfalt meiri en spár gera ráð fyrir Samdrátturinn í ár gæti orðið rúmlega tvöfalt meiri en Seðlabankinn gerir ráð fyrir að sögn hagfræðings. Hann gerir ráð fyrir að haustmánuðirnir verði þungbærir fyrir íslensk heimili. 1. júní 2019 19:45 Telur einsýnt að dýrtíðin sé að drepa ferðaþjónustuna Sigurjón M. Egilsson ritstjóri segir þetta ekki flókið. 28. maí 2019 10:48 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Endurskoðuð fjármálastefna er fullbjartsýn að mati SA Samtök atvinnulífsins telja endurskoðaða fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar of bjartsýna. Forstöðumaður efnahagssviðs SA telur líklegt að á næsta ári þurfi að koma fram með fimmtu stefnuna á fimm árum. 8. júní 2019 07:15
Samdrátturinn í ár gæti orðið tvöfalt meiri en spár gera ráð fyrir Samdrátturinn í ár gæti orðið rúmlega tvöfalt meiri en Seðlabankinn gerir ráð fyrir að sögn hagfræðings. Hann gerir ráð fyrir að haustmánuðirnir verði þungbærir fyrir íslensk heimili. 1. júní 2019 19:45
Telur einsýnt að dýrtíðin sé að drepa ferðaþjónustuna Sigurjón M. Egilsson ritstjóri segir þetta ekki flókið. 28. maí 2019 10:48