Gerrard gæti mætt með Rangers á Meistaravelli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júní 2019 23:30 Gerrard og strákarnir hans gætu mætt KR, toppliði Pepsi Max-deildarinnar, í forkeppni Evrópudeildarinnar. vísir/getty Skoska stórveldið Rangers, sem Steven Gerrard stýrir, er eitt þeirra liða sem KR getur mætt í forkeppni Evrópudeildarinnar. Dregið verður í 1. umferð forkeppni Evrópu- og Meistaradeildarinnar á morgun. Leikirnir fara fram í næsta mánuði. KR er í neðri styrkleikaflokki í drættinum í forkeppni Evrópudeildarinnar. Auk Rangers getur KR mætt Hirti Hermannssyni og félögum í danska liðinu Bröndby, Cork (Írlandi), Molde (Noregi) og Crusaders (N-Írlandi). Annað árið í röð geta Íslandsmeistarar Vals mætt Noregsmeisturum Rosenborg í forkeppni Meistaradeildarinnar. Valur er neðri styrkleikaflokki og getur dregist á móti Rosenborg, BATE Borisov (Hvíta-Rússlandi), HJK Helsinki (Finnlandi), Maribor (Slóveníu), Dundalk (Írlandi) og The New Saints (Wales). Rosenborg sló Val út í 1. umferðinni í fyrra á afar umdeildan hátt, samanlagt 3-2. Danski framherjinn Nicklas Bendtner skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Valsmenn voru afar ósáttir við dómgæsluna og Ólafur Jóhannesson, þjálfari liðsins, fékk tveggja leikja bann frá UEFA fyrir mótmæli. Willum Þór Willumsson leikur með BATE Borisov sem sló Val út úr forkeppni Meistaradeildarinnar fyrir ellefu árum. HJK, Dundalk, Maribor og The New Saints hafa einnig öll mætt íslenskum liðum á undanförnum árum, bæði í forkeppni Meistara- og Evrópudeildarinnar. Bikarmeistarar Stjörnunnar eru í efri styrkleikaflokki í Evrópudeildinni og ætti að fá nokkuð viðráðanlegan andstæðing. Stjarnan getur mætt Saint Patrick's (Írlandi), RoPS Rovaniemi (Finnlandi), Liepaja (Lettlandi), Barry Town (Wales)/Cliftonville (N-Írlandi), Levadia Tallin (Eistlandi) og KÍ (Færeyjum)/Tre Fiori (San Marinó). Breiðablik er í neðri styrkleikaflokki í Evrópudeildinni og geta mætt Arnóri Ingva Traustasyni og félögum í sænska liðinu Malmö, Vaduz (Liechtenstein), Brann (Noregi), Vitebsk (Hvíta-Rússlandi) og Kilmarnock (Skotlandi). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Skoska stórveldið Rangers, sem Steven Gerrard stýrir, er eitt þeirra liða sem KR getur mætt í forkeppni Evrópudeildarinnar. Dregið verður í 1. umferð forkeppni Evrópu- og Meistaradeildarinnar á morgun. Leikirnir fara fram í næsta mánuði. KR er í neðri styrkleikaflokki í drættinum í forkeppni Evrópudeildarinnar. Auk Rangers getur KR mætt Hirti Hermannssyni og félögum í danska liðinu Bröndby, Cork (Írlandi), Molde (Noregi) og Crusaders (N-Írlandi). Annað árið í röð geta Íslandsmeistarar Vals mætt Noregsmeisturum Rosenborg í forkeppni Meistaradeildarinnar. Valur er neðri styrkleikaflokki og getur dregist á móti Rosenborg, BATE Borisov (Hvíta-Rússlandi), HJK Helsinki (Finnlandi), Maribor (Slóveníu), Dundalk (Írlandi) og The New Saints (Wales). Rosenborg sló Val út í 1. umferðinni í fyrra á afar umdeildan hátt, samanlagt 3-2. Danski framherjinn Nicklas Bendtner skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Valsmenn voru afar ósáttir við dómgæsluna og Ólafur Jóhannesson, þjálfari liðsins, fékk tveggja leikja bann frá UEFA fyrir mótmæli. Willum Þór Willumsson leikur með BATE Borisov sem sló Val út úr forkeppni Meistaradeildarinnar fyrir ellefu árum. HJK, Dundalk, Maribor og The New Saints hafa einnig öll mætt íslenskum liðum á undanförnum árum, bæði í forkeppni Meistara- og Evrópudeildarinnar. Bikarmeistarar Stjörnunnar eru í efri styrkleikaflokki í Evrópudeildinni og ætti að fá nokkuð viðráðanlegan andstæðing. Stjarnan getur mætt Saint Patrick's (Írlandi), RoPS Rovaniemi (Finnlandi), Liepaja (Lettlandi), Barry Town (Wales)/Cliftonville (N-Írlandi), Levadia Tallin (Eistlandi) og KÍ (Færeyjum)/Tre Fiori (San Marinó). Breiðablik er í neðri styrkleikaflokki í Evrópudeildinni og geta mætt Arnóri Ingva Traustasyni og félögum í sænska liðinu Malmö, Vaduz (Liechtenstein), Brann (Noregi), Vitebsk (Hvíta-Rússlandi) og Kilmarnock (Skotlandi).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira