Forstjóri Boeing viðurkennir mistök Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júní 2019 18:31 Dennis Muilenburg, forstjóri Boeing. Vísir/getty Forstjóri flugvélaframleiðandans Boeing viðurkennir að fyrirtækið hafi gert mistök í samskiptum við eftirlitsaðila, flugfélög og flugmenn í tengslum við kyrrsetningu Max 737-flugvéla fyrirtækisins. Þetta kom fram í erindi forstjórans, Dennis Muilenburg, á flugsýningunni í París í dag. Hann lýsti samskiptavanda Boeing sem „óviðunandi“ í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa þar sem 737-þotur fyrirtækisins áttu í hlut. Samtals fórust á fjórða hundrað manns í slysunum tveimur. Eftir seinna slysið, þar sem flugvél Ethiopian airlines brotlenti í grennd við borgina Addis Ababa í Eþíópíu, voru Max-vélarnar kyrrsettar um allan heim, þar á meðal þrjár vélar sem íslenska flugfélagið Icelandair hafði tekið í notkun. Alls hafði félagið pantað sextán flugvélar af þessari gerð. Muilenburg sagðist búast við því að rekstur á MAX-vélunum gæti hafist aftur á þessu ári. Þá lýsti hann yfir vonbrigðum yfir meðhöndlun Boeing á upplýsingum um öryggisgalla í flugstjórnarklefum vélanna. Boeing hefur verið ávítað fyrir að hafa trassað að greina eftirlitsaðilum frá öryggisgallanum í rúmt ár. Þá hefur mikil reiði í garð fyrirtækisins gripið um sig meðal flugmanna MAX-vélanna. Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Boeing sakað um fljótfærni við framleiðslu Max-véla Boeing 737 MAX vélarnar voru gallaðar frá byrjun og kom bilunin snemma upp í framleiðsluferlinu. Samkvæmt afhjúpun New York Times (NYT) fengu reynsluflugmenn, verkfræðingar og eftirlitsaðilar ekki að vita um mikilvægi MCAS-hugbúnaðarins sem átti að koma í veg fyrir að flugvélin myndi ofrísa. 3. júní 2019 07:15 Icelandair leigir Airbus-þotu Icelandair hefur gengið frá leigu á Airbus-þotu og verður hún leigð með áhöfn samkvæmt heimildum Túrista.is. 4. júní 2019 18:24 Varað við galla í vængjum Boeing 737 Bandarísk flugmálayfirvöld ætla að skipa Boeing að fjarlægja og skipta um hluta af vængjabúnaði á þriðja hundrað farþegaþotna. 3. júní 2019 12:34 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Forstjóri flugvélaframleiðandans Boeing viðurkennir að fyrirtækið hafi gert mistök í samskiptum við eftirlitsaðila, flugfélög og flugmenn í tengslum við kyrrsetningu Max 737-flugvéla fyrirtækisins. Þetta kom fram í erindi forstjórans, Dennis Muilenburg, á flugsýningunni í París í dag. Hann lýsti samskiptavanda Boeing sem „óviðunandi“ í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa þar sem 737-þotur fyrirtækisins áttu í hlut. Samtals fórust á fjórða hundrað manns í slysunum tveimur. Eftir seinna slysið, þar sem flugvél Ethiopian airlines brotlenti í grennd við borgina Addis Ababa í Eþíópíu, voru Max-vélarnar kyrrsettar um allan heim, þar á meðal þrjár vélar sem íslenska flugfélagið Icelandair hafði tekið í notkun. Alls hafði félagið pantað sextán flugvélar af þessari gerð. Muilenburg sagðist búast við því að rekstur á MAX-vélunum gæti hafist aftur á þessu ári. Þá lýsti hann yfir vonbrigðum yfir meðhöndlun Boeing á upplýsingum um öryggisgalla í flugstjórnarklefum vélanna. Boeing hefur verið ávítað fyrir að hafa trassað að greina eftirlitsaðilum frá öryggisgallanum í rúmt ár. Þá hefur mikil reiði í garð fyrirtækisins gripið um sig meðal flugmanna MAX-vélanna.
Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Boeing sakað um fljótfærni við framleiðslu Max-véla Boeing 737 MAX vélarnar voru gallaðar frá byrjun og kom bilunin snemma upp í framleiðsluferlinu. Samkvæmt afhjúpun New York Times (NYT) fengu reynsluflugmenn, verkfræðingar og eftirlitsaðilar ekki að vita um mikilvægi MCAS-hugbúnaðarins sem átti að koma í veg fyrir að flugvélin myndi ofrísa. 3. júní 2019 07:15 Icelandair leigir Airbus-þotu Icelandair hefur gengið frá leigu á Airbus-þotu og verður hún leigð með áhöfn samkvæmt heimildum Túrista.is. 4. júní 2019 18:24 Varað við galla í vængjum Boeing 737 Bandarísk flugmálayfirvöld ætla að skipa Boeing að fjarlægja og skipta um hluta af vængjabúnaði á þriðja hundrað farþegaþotna. 3. júní 2019 12:34 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Boeing sakað um fljótfærni við framleiðslu Max-véla Boeing 737 MAX vélarnar voru gallaðar frá byrjun og kom bilunin snemma upp í framleiðsluferlinu. Samkvæmt afhjúpun New York Times (NYT) fengu reynsluflugmenn, verkfræðingar og eftirlitsaðilar ekki að vita um mikilvægi MCAS-hugbúnaðarins sem átti að koma í veg fyrir að flugvélin myndi ofrísa. 3. júní 2019 07:15
Icelandair leigir Airbus-þotu Icelandair hefur gengið frá leigu á Airbus-þotu og verður hún leigð með áhöfn samkvæmt heimildum Túrista.is. 4. júní 2019 18:24
Varað við galla í vængjum Boeing 737 Bandarísk flugmálayfirvöld ætla að skipa Boeing að fjarlægja og skipta um hluta af vængjabúnaði á þriðja hundrað farþegaþotna. 3. júní 2019 12:34
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent