Forseti UEFA gagnrýnir ensk félög: „Ekkert vandamál ef tvö lið frá Aserbaídsjan hefðu þurft að spila í London“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júní 2019 14:00 Ceferin afhendir Chelsea-mönnunum César Azpilicueta og Gary Cahill Evrópudeildarbikarinn. vísir/getty Aleksander Ceferin, forseti UEFA, segir að gagnrýni Arsenal og Chelsea vegna úrslitaleik Evrópudeildarinnar sé ekki til þess fallin að auka vinsældir Englendinga innan Knattspyrnusambands Evrópu. Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar fór fram á Ólympíuleikvanginum í Bakú í Aserbaídsjan. Chelsea vann leikinn, 4-1.Illa gekk að selja miða á leikinn og Arsenal og Chelsea skiluðu rúmlega helmingi þeirra miða sem félögunum var úthlutað. Þá fór Henrikh Mkhitaryan, leikmaður Arsenal, ekki með til Aserbaídjans vegna ótta um öryggi sitt. Mkhitaryan er frá Armeníu sem hefur átt í áralangri milliríkjadeilu við Aserbaídsjan. Ceferin gagnrýndi Arsenal og Chelsea í ræðu sem hann hélt í Oxford háskólanum í gær. „Alltaf þegar við erum með ensk félög er alltaf kvartað. Þið aukið ekkert á vinsældir ykkar með því,“ sagði Ceferin sem segir eðlilegt að úrslitaleikurinn hafi farið fram í Bakú. „Ef einhver spyr mig af hverju leikurinn var í Bakú svara ég: vegna þess að þar býr fólk, homo sapiens. Ef tvö asersk félög þyrftu að spila í London myndi enginn kvarta. Þau myndu koma og ekkert vesen. Við ákváðum fyrir einu og hálfu ári að úrslitaleikurinn færi fram í Bakú á nýjum velli sem tekur 70.000 manns í sæti,“ sagði Slóveninn sem var endurkjörinn forseti UEFA fyrr á þessu ári. Bakú er ein þeirra borga þar sem EM 2020 fer fram. Ceferin segir að það breytist ekkert þrátt fyrir vandræðin í kringum úrslitaleik Evrópudeildarinnar. „Við þurfum að þróa fótboltann alls staðar, ekki bara á Englandi og í Þýskalandi,“ sagði hann. Evrópudeild UEFA UEFA Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Sjá meira
Aleksander Ceferin, forseti UEFA, segir að gagnrýni Arsenal og Chelsea vegna úrslitaleik Evrópudeildarinnar sé ekki til þess fallin að auka vinsældir Englendinga innan Knattspyrnusambands Evrópu. Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar fór fram á Ólympíuleikvanginum í Bakú í Aserbaídsjan. Chelsea vann leikinn, 4-1.Illa gekk að selja miða á leikinn og Arsenal og Chelsea skiluðu rúmlega helmingi þeirra miða sem félögunum var úthlutað. Þá fór Henrikh Mkhitaryan, leikmaður Arsenal, ekki með til Aserbaídjans vegna ótta um öryggi sitt. Mkhitaryan er frá Armeníu sem hefur átt í áralangri milliríkjadeilu við Aserbaídsjan. Ceferin gagnrýndi Arsenal og Chelsea í ræðu sem hann hélt í Oxford háskólanum í gær. „Alltaf þegar við erum með ensk félög er alltaf kvartað. Þið aukið ekkert á vinsældir ykkar með því,“ sagði Ceferin sem segir eðlilegt að úrslitaleikurinn hafi farið fram í Bakú. „Ef einhver spyr mig af hverju leikurinn var í Bakú svara ég: vegna þess að þar býr fólk, homo sapiens. Ef tvö asersk félög þyrftu að spila í London myndi enginn kvarta. Þau myndu koma og ekkert vesen. Við ákváðum fyrir einu og hálfu ári að úrslitaleikurinn færi fram í Bakú á nýjum velli sem tekur 70.000 manns í sæti,“ sagði Slóveninn sem var endurkjörinn forseti UEFA fyrr á þessu ári. Bakú er ein þeirra borga þar sem EM 2020 fer fram. Ceferin segir að það breytist ekkert þrátt fyrir vandræðin í kringum úrslitaleik Evrópudeildarinnar. „Við þurfum að þróa fótboltann alls staðar, ekki bara á Englandi og í Þýskalandi,“ sagði hann.
Evrópudeild UEFA UEFA Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti