Portúgal tryggði sér sæti í lokakeppni EM 2020 með sigri á Rúmeníu, 19-24, í dag. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2006 sem Portúgalar komast á stórmót í handbolta karla.
Portúgal er með átta stig í riðli 6, jafn mörg og Frakkland sem kjöldró Litháen, 17-37, og tryggði sér í leiðinni sæti á EM.
Erlingur Richardsson stýrði Hollendingum til sigurs á Eistum, 27-33, á útivelli. Holland er með fjögur stig í riðli 4 og á enn möguleika á að komast á EM. Hollendingar mæta Lettum í lokaumferð riðlakeppninnar á sunnudaginn.
Rússland tryggði sér einnig farseðilinn á EM með sigri á Ítalíu, 21-24, í riðli 7. Rússar komust ekki á EM 2018.
Þá vann Svartfjallaland Færeyjar, 21-24, í riðli 8.
