Grillfeðurnir kenna listina á bakvið grillaða pizzu Andri Eysteinsson skrifar 12. júní 2019 10:50 Hjalti Vignis þeytir deiginu í loftið eins og sannur pizzaiolo. Stöð2/Ísland í Dag Grillmeistararnir, Arnar Sigurðsson og Hjalti Vignis sem eru betur þekktir undir nafninu Grillfeðurnir, hafa vakið athygli fyrir grillfærni sína á samfélagsmiðlum. Hjalti og Arnar tóku það að sér að sýna Völu Matt réttu handtökin þegar pizza skal grilluð og var sýnt frá herlegheitunum í Íslandi í dag. Hjalti og Arnar grilluðu ekki bara venjulegar pizzur heldur skelltu þeir líka í s‘mores eftirrétt sem og súkkulaðipizzu. En hver er galdurinn að baki góðri grillaðri pizzu? „Þú þarft pizzastein og grillofn, það er nánast hægt að gera þetta á hvaða grilli sem er. Á meðan þú nærð nægum hita, 300°C til 350°C hita, þá ertu með allt sem þarf,“ segir Hjalti. Grillfeðurnir eru sammála um að skemmtilegra sé að nota kol til verksins þó það virki einnig að nota gas. Þá segja þeir hægt að koma fyrir viðarkubbum í grillinu til þess að breyta grillinu algjörlega í lítinn eldofn eins og finnast á pizzastöðum. Þá segja þeir Grillfeður að mikilvægt sé að hafa smá bil á milli grillgrindarinnar og pizzasteinsins, að hafa ekki bil getur sloppið á litlu gasgrilli en segja þeir stillingar þá skipta máli. Ástæðan fyrir þessu bili er sú að sé steinninn settur beint á grillið getur hann ofhitnað og brennur þá botninn. Með bilinu dreifist hitinn betur um grillið. Pizzur Grillfeðra eru gerðar frá grunni bæði deigið og sósan. Finna má uppskriftir Grillfeðranna á Facebook síðu þeirra. En innslag Völu Matt og Grillfeðra í Íslandi í Dag. Ísland í dag Matur Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Sjá meira
Grillmeistararnir, Arnar Sigurðsson og Hjalti Vignis sem eru betur þekktir undir nafninu Grillfeðurnir, hafa vakið athygli fyrir grillfærni sína á samfélagsmiðlum. Hjalti og Arnar tóku það að sér að sýna Völu Matt réttu handtökin þegar pizza skal grilluð og var sýnt frá herlegheitunum í Íslandi í dag. Hjalti og Arnar grilluðu ekki bara venjulegar pizzur heldur skelltu þeir líka í s‘mores eftirrétt sem og súkkulaðipizzu. En hver er galdurinn að baki góðri grillaðri pizzu? „Þú þarft pizzastein og grillofn, það er nánast hægt að gera þetta á hvaða grilli sem er. Á meðan þú nærð nægum hita, 300°C til 350°C hita, þá ertu með allt sem þarf,“ segir Hjalti. Grillfeðurnir eru sammála um að skemmtilegra sé að nota kol til verksins þó það virki einnig að nota gas. Þá segja þeir hægt að koma fyrir viðarkubbum í grillinu til þess að breyta grillinu algjörlega í lítinn eldofn eins og finnast á pizzastöðum. Þá segja þeir Grillfeður að mikilvægt sé að hafa smá bil á milli grillgrindarinnar og pizzasteinsins, að hafa ekki bil getur sloppið á litlu gasgrilli en segja þeir stillingar þá skipta máli. Ástæðan fyrir þessu bili er sú að sé steinninn settur beint á grillið getur hann ofhitnað og brennur þá botninn. Með bilinu dreifist hitinn betur um grillið. Pizzur Grillfeðra eru gerðar frá grunni bæði deigið og sósan. Finna má uppskriftir Grillfeðranna á Facebook síðu þeirra. En innslag Völu Matt og Grillfeðra í Íslandi í Dag.
Ísland í dag Matur Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Sjá meira