Uppþvottaburstar teknir af stuðningsmönnum á Laugardalsvelli Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. júní 2019 13:36 Hér má sjá þegar þvottabursti var réttur framan í Emre Belozoglu á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Getty Allir uppþvottaburstar verða gerðir upptækir á Laugardalsvelli í kvöld, mæti stuðningsmenn með bursta á leikinn gæti KSÍ þurft að sæta þunga refsingu frá UEFA. RÚV greindi frá þessu nú í hádeginu. Mikil læti hafa verið í kringum komu tyrkneska karlalandsliðsins í fótbolta hingað til lands, þá helst í kringum belgíska manninn sem otaði uppþvottabursta að fyrirliða tyrkneska liðsins í viðtali á Laugardalsvelli. Tyrkir túlka þetta sem kynþáttaníð og ef einhverjir stuðningsmenn íslenska landsliðsins mæta með uppþvottabursta á Laugardalsvöll þá er það túlkað sem kynþáttaníð. „Tyrkirnir taka þetta sem kynþáttaníð. Okkar stuðningsmenn hafa aldrei verið uppvísir að því að vera með kynþáttaníð á okkar heimavelli. Við höfum haft spurnir að því að einhverjum finnist þetta fyndið,“ er haft eftir Víði Reynissyni, öryggisfulltrúa KSÍ, á heimasíðu RÚV. Kynþáttaníð hefur verið nokkuð áberandi síðustu misseri innan fótboltahreyfingarinnar og hefur UEFA brugðið á það ráð að refsa þeim löndum sem gerast sök um kynþáttaníð með því að spila leiki fyrir luktum dyrum. Því mun KSÍ taka allt sem flokkast getur sem kynþáttaníð af stuðningsmönnum á Laugardalsvelli í kvöld, uppþvottabursta eða hvað annað. Fari svo að fólk komist inn á völlinn með bursta gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir KSÍ, háa sekt eða heimaleik fyrir luktum dyrum. Þegar tyrkneska liðið lenti á Keflavíkurflugvelli á sunnudag þurftu þeir að fara í gegnum ítarlega öryggisleit þar sem þeir komu frá flugvelli sem ekki er vottaður af alþjóðlegum flugmálayfirvöldum. Tyrkir voru ósáttir með þetta og kvörtuðu tyrknesk stjórnvöld formlega til utanríkisráðuneytisins yfir meðferðinni. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sagði við RÚV að viðbrögð Tyrkja hafi komið sér á óvart. „Mér finnst þau ekki vera í neinu samræmi við efni máls. Við tókum það alvarlega þegar hér koma athugasemdir og skoðuðum það mjög vel,“ sagði Guðlaugur Þór. EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Reykjavík Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Sjá meira
Allir uppþvottaburstar verða gerðir upptækir á Laugardalsvelli í kvöld, mæti stuðningsmenn með bursta á leikinn gæti KSÍ þurft að sæta þunga refsingu frá UEFA. RÚV greindi frá þessu nú í hádeginu. Mikil læti hafa verið í kringum komu tyrkneska karlalandsliðsins í fótbolta hingað til lands, þá helst í kringum belgíska manninn sem otaði uppþvottabursta að fyrirliða tyrkneska liðsins í viðtali á Laugardalsvelli. Tyrkir túlka þetta sem kynþáttaníð og ef einhverjir stuðningsmenn íslenska landsliðsins mæta með uppþvottabursta á Laugardalsvöll þá er það túlkað sem kynþáttaníð. „Tyrkirnir taka þetta sem kynþáttaníð. Okkar stuðningsmenn hafa aldrei verið uppvísir að því að vera með kynþáttaníð á okkar heimavelli. Við höfum haft spurnir að því að einhverjum finnist þetta fyndið,“ er haft eftir Víði Reynissyni, öryggisfulltrúa KSÍ, á heimasíðu RÚV. Kynþáttaníð hefur verið nokkuð áberandi síðustu misseri innan fótboltahreyfingarinnar og hefur UEFA brugðið á það ráð að refsa þeim löndum sem gerast sök um kynþáttaníð með því að spila leiki fyrir luktum dyrum. Því mun KSÍ taka allt sem flokkast getur sem kynþáttaníð af stuðningsmönnum á Laugardalsvelli í kvöld, uppþvottabursta eða hvað annað. Fari svo að fólk komist inn á völlinn með bursta gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir KSÍ, háa sekt eða heimaleik fyrir luktum dyrum. Þegar tyrkneska liðið lenti á Keflavíkurflugvelli á sunnudag þurftu þeir að fara í gegnum ítarlega öryggisleit þar sem þeir komu frá flugvelli sem ekki er vottaður af alþjóðlegum flugmálayfirvöldum. Tyrkir voru ósáttir með þetta og kvörtuðu tyrknesk stjórnvöld formlega til utanríkisráðuneytisins yfir meðferðinni. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sagði við RÚV að viðbrögð Tyrkja hafi komið sér á óvart. „Mér finnst þau ekki vera í neinu samræmi við efni máls. Við tókum það alvarlega þegar hér koma athugasemdir og skoðuðum það mjög vel,“ sagði Guðlaugur Þór.
EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Reykjavík Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Sjá meira