Hvaða ellefu leikmenn fá traustið hjá Hamrén gegn funheitum Tyrkjum? Anton Ingi Leifsson skrifar 11. júní 2019 11:00 Erik Hamrén er landsliðsþjálfari Íslands. Hér sést hann á æfingu í Laugardalnum. vísir/vilhelm Tyrkland hefur verið á fljúgandi siglingu í H-riðli okkar Íslendinga í undankeppni EM 2020 sem verður haldin víða um Evrópu. Þeir heimsækja Laugardalsvöllinn í kvöld. Tyrkir hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína í riðlinum; 2-0 gegn Albaníu, 4-0 gegn Moldóvu og 2-0 gegn Frökkum. Þeir hafa enn ekki fengið á sig mark og það verður því erfitt verkefni sem bíður íslenska landsliðsins í kvöld. Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, byrjaði með Hjört Hermansson í hægri bakverðinum gegn Albaníu en Birkir Már Sævarsson, sem hefur átt hægri bakvarðarstöðuna undanfarin ár, var utan hóps. Hjörtur gerði vel í leiknum og líklegt er að Hjörtur haldi sætinu í bakverðinum við hliðina á Ragnari Sigurðssyni og Kára Árnasyni sem verða í miðverðinum. Ari Freyr Skúlason var vinstri bakvörður gegn Albaníu en spurning er hvort að Hamrén vilji fá meiri styrk og hæð fyrir leikinn í kvöld. Þá kemur Hörður Björgvin Magnússon inn í liðið.Hjörtur spilaði í hægri bakverðinum á laugardaginn og gerði það vel.vísir/vilhelmHetja Íslands frá því í leiknum gegn Albaníu, Jóhann Berg Guðmundsson, er tæpur og óvíst er hvort að hann nái leiknum í kvöld. Birkir Bjarnason er einnig tæpur en hann æfði ekki með liðinu í gær. Fari svo að Jóhann Berg sé ekki leikfær eru líkur á að annar ungu leikmannanna í hópnum, Arnór Sigurðsson eða Albert Guðmundsson, eða Arnór Ingvi Traustason komi inn í liðið og fari á kantinn. Allir eru þeir afskaplega flinkir leikmenn og geta tekið leikmenn á með hraða sínum og tækni en verði Ísland án Jóhanns Bergs verður það mikill missir enda einn besti leikmaður liðsins. Birkir Bjarnason byrjaði á miðsvæðinu gegn Albaníu og Rúnar Már Sigurjónsson úti á vinstri kantinum. Emil Hallfreðsson er á varamannabekknum og er líklegur til þess að fylla skarð Birkis verði hann ekki með í kvöld en líklegt má telja að Rúnar haldi sæti sínum eftir fína frammistöðu um helgina.Byrjar Viðar aftur í kvöld?vísir/vilhelmÓvíst er hver verður í fremstu víglínu. Viðar Örn Kjartansson spilaði í tæpan klukkutíma gegn Albaníu en komst lítið í takt við leikinn enda var íslenska liðið ekki að skapa sér mörg færi eða mikið inn á vallarhelmingi Albana. Jón Daði Böðvarsson var ónotaður varamaður á laugardaginn en Kolbeinn Sigþórsson spilaði í um 30 mínútur. Kolbeinn hefur verið að glíma við erfið meiðsli og ólíklegt að hann geti byrjað leikinn í kvöld. Þó má telja líklegt að hann komi við sögu á einhverjum tímapunkti. Það verður því annað hvort Jón Daði eða Viðar Örn sem byrja sem fremsti maður í kvöld en Jón Daði hefur fundið sig vel á móti Tyrkjum í síðustu undankeppnum. Hann er afskaplega duglegur framherji sem lætur varnarmenn andstæðingana aldrei í friði. Þetta kemur allt saman í ljós upp úr kringum 17.30 en leikurinn sjálfur hefst klukkan 18.45. Fylgst verður vel með honum á Vísi og honum gerð góð skil í kvöld. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Tyrkir aldrei unnið á Laugardalsvelli Tyrkneska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki sótt gull í greipar þess íslenska á Laugardalsvelli í gegnum tíðina. 11. júní 2019 07:00 Var heitt í hamsi á blaðamannafundi í Laugardalnum: „Er þetta af því við erum Tyrkland?“ KSÍ hélt blaðamannafund vegna leik Íslands og Tyrklands á Laugardalsvelli í morgun. 10. júní 2019 11:37 Óvíst með þátttöku Jóhanns og Birkis gegn Tyrkjum Tveir af lykilmönnum íslenska landsliðsins æfðu ekki með því í morgun. Ekki liggur fyrir hvort þeir geti spilað gegn Tyrklandi annað kvöld. 10. júní 2019 13:03 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Sjá meira
Tyrkland hefur verið á fljúgandi siglingu í H-riðli okkar Íslendinga í undankeppni EM 2020 sem verður haldin víða um Evrópu. Þeir heimsækja Laugardalsvöllinn í kvöld. Tyrkir hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína í riðlinum; 2-0 gegn Albaníu, 4-0 gegn Moldóvu og 2-0 gegn Frökkum. Þeir hafa enn ekki fengið á sig mark og það verður því erfitt verkefni sem bíður íslenska landsliðsins í kvöld. Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, byrjaði með Hjört Hermansson í hægri bakverðinum gegn Albaníu en Birkir Már Sævarsson, sem hefur átt hægri bakvarðarstöðuna undanfarin ár, var utan hóps. Hjörtur gerði vel í leiknum og líklegt er að Hjörtur haldi sætinu í bakverðinum við hliðina á Ragnari Sigurðssyni og Kára Árnasyni sem verða í miðverðinum. Ari Freyr Skúlason var vinstri bakvörður gegn Albaníu en spurning er hvort að Hamrén vilji fá meiri styrk og hæð fyrir leikinn í kvöld. Þá kemur Hörður Björgvin Magnússon inn í liðið.Hjörtur spilaði í hægri bakverðinum á laugardaginn og gerði það vel.vísir/vilhelmHetja Íslands frá því í leiknum gegn Albaníu, Jóhann Berg Guðmundsson, er tæpur og óvíst er hvort að hann nái leiknum í kvöld. Birkir Bjarnason er einnig tæpur en hann æfði ekki með liðinu í gær. Fari svo að Jóhann Berg sé ekki leikfær eru líkur á að annar ungu leikmannanna í hópnum, Arnór Sigurðsson eða Albert Guðmundsson, eða Arnór Ingvi Traustason komi inn í liðið og fari á kantinn. Allir eru þeir afskaplega flinkir leikmenn og geta tekið leikmenn á með hraða sínum og tækni en verði Ísland án Jóhanns Bergs verður það mikill missir enda einn besti leikmaður liðsins. Birkir Bjarnason byrjaði á miðsvæðinu gegn Albaníu og Rúnar Már Sigurjónsson úti á vinstri kantinum. Emil Hallfreðsson er á varamannabekknum og er líklegur til þess að fylla skarð Birkis verði hann ekki með í kvöld en líklegt má telja að Rúnar haldi sæti sínum eftir fína frammistöðu um helgina.Byrjar Viðar aftur í kvöld?vísir/vilhelmÓvíst er hver verður í fremstu víglínu. Viðar Örn Kjartansson spilaði í tæpan klukkutíma gegn Albaníu en komst lítið í takt við leikinn enda var íslenska liðið ekki að skapa sér mörg færi eða mikið inn á vallarhelmingi Albana. Jón Daði Böðvarsson var ónotaður varamaður á laugardaginn en Kolbeinn Sigþórsson spilaði í um 30 mínútur. Kolbeinn hefur verið að glíma við erfið meiðsli og ólíklegt að hann geti byrjað leikinn í kvöld. Þó má telja líklegt að hann komi við sögu á einhverjum tímapunkti. Það verður því annað hvort Jón Daði eða Viðar Örn sem byrja sem fremsti maður í kvöld en Jón Daði hefur fundið sig vel á móti Tyrkjum í síðustu undankeppnum. Hann er afskaplega duglegur framherji sem lætur varnarmenn andstæðingana aldrei í friði. Þetta kemur allt saman í ljós upp úr kringum 17.30 en leikurinn sjálfur hefst klukkan 18.45. Fylgst verður vel með honum á Vísi og honum gerð góð skil í kvöld.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Tyrkir aldrei unnið á Laugardalsvelli Tyrkneska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki sótt gull í greipar þess íslenska á Laugardalsvelli í gegnum tíðina. 11. júní 2019 07:00 Var heitt í hamsi á blaðamannafundi í Laugardalnum: „Er þetta af því við erum Tyrkland?“ KSÍ hélt blaðamannafund vegna leik Íslands og Tyrklands á Laugardalsvelli í morgun. 10. júní 2019 11:37 Óvíst með þátttöku Jóhanns og Birkis gegn Tyrkjum Tveir af lykilmönnum íslenska landsliðsins æfðu ekki með því í morgun. Ekki liggur fyrir hvort þeir geti spilað gegn Tyrklandi annað kvöld. 10. júní 2019 13:03 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Sjá meira
Tyrkir aldrei unnið á Laugardalsvelli Tyrkneska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki sótt gull í greipar þess íslenska á Laugardalsvelli í gegnum tíðina. 11. júní 2019 07:00
Var heitt í hamsi á blaðamannafundi í Laugardalnum: „Er þetta af því við erum Tyrkland?“ KSÍ hélt blaðamannafund vegna leik Íslands og Tyrklands á Laugardalsvelli í morgun. 10. júní 2019 11:37
Óvíst með þátttöku Jóhanns og Birkis gegn Tyrkjum Tveir af lykilmönnum íslenska landsliðsins æfðu ekki með því í morgun. Ekki liggur fyrir hvort þeir geti spilað gegn Tyrklandi annað kvöld. 10. júní 2019 13:03