Fótbolti

Ronaldo neitaði að tala um Ballon d'Or

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ronaldo í leiknum gegn Hollandi.
Ronaldo í leiknum gegn Hollandi. vísir/getty
Cristiano Ronaldo hafði lítinn húmor fyrir því að svara spurningum blaðamanna um Ballon d'Or, Gullknöttinn, verðlaunin eftir sigur Portúgals í Þjóðadeildinni á sunnudag.

Portúgal vann 1-0 sigur á Hollandi í úrslitaleiknum en eins og flest önnur ár á þessari öld berjast Ronaldo og Lionel Messi um Gullknöttinn í ár.

Messi hefur verið algjörlega magnaður á leiktíðinni og verður í eldlínunni með Argentínu í Suður-Ameríkukeppninni í sumar en Ronaldo var að vinna sinn annan bikar á leiktíðinni.

„Markmiðið fyrir leikinn var að vinna og spila vel,“ svaraði Portúgalinn er hann var aðspurður um hvort sigurinn í Þjóðadeildinni hafi fært hann nær sjötta Ballon d'Or titlinum.

„Nei, ég mun ekki tala um Ballon d'Or,“ svaraði hann svo er fjölmiðlar gengu á hann um að svara fyrri spurningum um verðlaunin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×