Ólafur: Getum ekki búist við gjafaborði á mánudaginn Guðlaugur Valgeirsson skrifar 27. júní 2019 21:34 Ólafur á hliðarlínunni í kvöld. vísir/daníel þór Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var ánægður með stórsigur sinna manna á Grindavík, 7-1, í kvöld. Með sigrinum er FH komið í undanúrslitin í Mjólkurbikarnum. Óli sagði að hugarfar manna og grunnatriðin gert mikið fyrir liðið í kvöld. „Hugarfarið sem við komum með inn í leikinn. Við komum inn í leikinn af krafti, fórum í pressuna, fórum í návígin og fórum nálægt þeim. Spiluðum beinskeytt og það voru þessi grunnatriði sem opnuðu leikinn fyrir okkur.” „Síðan skorum við úr færunum og auðvitað hefur það áhrif þegar þeir missa mann útaf með rautt spjald.“ Óli gerði fjórar breytingar á byrjunarliðinu en hann sagði það vera vegna þess að hann þurfti að fá ákveðin svör. Hann sagðist ekki hafa neinn óskamótherja í bikarnum en hann vildi fá heimaleik. Hann sagði það skiljanlegt að leikurinn skyldi detta niður og róast aðeins í síðari hálfleik þegar leikurinn var nánast búinn í hálfleik. „Jú, það má segja það. Þeir þurftu að verjast og forðast stærri skell en við héldum áfram og reyndum. Við höfðum þörf fyrir það að spila fullan leik og mér fannst liðið gera það vel.“ Óli var mjög sáttur við framlag Davíðs Þórs Viðarssonar sem náði að spila 90 mínútur í kvöld en hann hefur glímt við meiðsli í sumar en Guðmann Þórisson þurfti að ljúka leik eftir 45 mínútur í kvöld. „Við vorum að íhuga að taka hann útaf en þurftum að taka aðra útaf í staðinn en hann gerði þetta prýðilega í kvöld og hann fékk loksins 90 mínútur. Guðmann stífnaði upp og þess vegna tókum við hann útaf í hálfleik.“ Hann sagði að lokum að þeir megi búast við töluvert erfiðari leik næstkomandi mánudag en FH mætir þá aftur Grindavík en í þetta skiptið í deildinni. „Já, ég held að það sé alveg klárt mál. Það verður allt annar leikur og það svíður að tapa og við verðum að núllstilla og við getum ekki búist við einhverju gjafaborði þar,“ sagði Ólafur Kristjánsson að lokum. Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Leik lokið: FH 7-1 Grindavík │Stórsigur FH-inga FH vann stórsigur á Grindavík! Þeir brutu ísinn á 20.mínútu og eftir það var þetta aldrei spurning! 7-1 varð lokastaðan. 27. júní 2019 21:45 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var ánægður með stórsigur sinna manna á Grindavík, 7-1, í kvöld. Með sigrinum er FH komið í undanúrslitin í Mjólkurbikarnum. Óli sagði að hugarfar manna og grunnatriðin gert mikið fyrir liðið í kvöld. „Hugarfarið sem við komum með inn í leikinn. Við komum inn í leikinn af krafti, fórum í pressuna, fórum í návígin og fórum nálægt þeim. Spiluðum beinskeytt og það voru þessi grunnatriði sem opnuðu leikinn fyrir okkur.” „Síðan skorum við úr færunum og auðvitað hefur það áhrif þegar þeir missa mann útaf með rautt spjald.“ Óli gerði fjórar breytingar á byrjunarliðinu en hann sagði það vera vegna þess að hann þurfti að fá ákveðin svör. Hann sagðist ekki hafa neinn óskamótherja í bikarnum en hann vildi fá heimaleik. Hann sagði það skiljanlegt að leikurinn skyldi detta niður og róast aðeins í síðari hálfleik þegar leikurinn var nánast búinn í hálfleik. „Jú, það má segja það. Þeir þurftu að verjast og forðast stærri skell en við héldum áfram og reyndum. Við höfðum þörf fyrir það að spila fullan leik og mér fannst liðið gera það vel.“ Óli var mjög sáttur við framlag Davíðs Þórs Viðarssonar sem náði að spila 90 mínútur í kvöld en hann hefur glímt við meiðsli í sumar en Guðmann Þórisson þurfti að ljúka leik eftir 45 mínútur í kvöld. „Við vorum að íhuga að taka hann útaf en þurftum að taka aðra útaf í staðinn en hann gerði þetta prýðilega í kvöld og hann fékk loksins 90 mínútur. Guðmann stífnaði upp og þess vegna tókum við hann útaf í hálfleik.“ Hann sagði að lokum að þeir megi búast við töluvert erfiðari leik næstkomandi mánudag en FH mætir þá aftur Grindavík en í þetta skiptið í deildinni. „Já, ég held að það sé alveg klárt mál. Það verður allt annar leikur og það svíður að tapa og við verðum að núllstilla og við getum ekki búist við einhverju gjafaborði þar,“ sagði Ólafur Kristjánsson að lokum.
Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Leik lokið: FH 7-1 Grindavík │Stórsigur FH-inga FH vann stórsigur á Grindavík! Þeir brutu ísinn á 20.mínútu og eftir það var þetta aldrei spurning! 7-1 varð lokastaðan. 27. júní 2019 21:45 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
Leik lokið: FH 7-1 Grindavík │Stórsigur FH-inga FH vann stórsigur á Grindavík! Þeir brutu ísinn á 20.mínútu og eftir það var þetta aldrei spurning! 7-1 varð lokastaðan. 27. júní 2019 21:45