Sveitarfélög lengi þrýst á nýtingu fjármuna Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar Sighvatur Jónsson skrifar 27. júní 2019 12:30 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar. Mynd/Grindavíkurbær Þegar bandaríski herinn fór frá Íslandi fyrir þrettán árum var félagið Kadeco stofnað, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar. Markmið félagsins var að stýra því hvernig svæðinu yrði breytt og eignir nýttar. Nú hefur félagið selt síðustu eignirnar á svæðinu. Þar með verða kaflaskil í sögu þess. Þróunarfélagið kynnir nú hugmyndir um uppbyggingu á svæðinu eftir hugmyndafræði um flugvallarborg. Reynt verður að laða að fjárfesta og fyrirtæki sem sjá tækifæri í nálægð við alþjóðlegan flugvöll. Eftir árin þrettán frá brotthvarfi Bandaríkjahers búa nú á fjórða þúsund manns á Ásbrú. Fyrirtæki þar eru á þriðja hundrað og skapa þau á annað þúsund störf. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að um fimmtán milljarðar króna hafi skilað sér til ríkisins í gegnum Kadeco félagið vegna sölu eigna. Eftir undirritun viljayfirlýsingar í gær verði sú breyting gerð að fjármunir verði skildir eftir í þróunarfélaginu næstu fimm árin til frekari þróunar á svæðinu. „Við erum að ganga út frá því að félagið eða sá formlegi vettvangur sem við munum skapa fyrir þetta, sem að öllum líkindum verður sama félagið, að þar muni nýtast fjármunir sem hafa orðið til inn í félaginu, til þess að til dæmis standa að samkeppni um skipulag svæðisins og önnur tækifæri sem tengjast flugstarfseminni,“ segir Bjarni. Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir uppbyggingu við Keflavíkurflugvöll þýðingarmikla fyrir sveitarfélög og atvinnulíf á Suðurnesjum. „Mesta þýðingu hefur þetta fyrir sveitarfélögin sem eru næst flugvellinum sjálfum. Engu að síður er þetta mikilvægt fyrir okkur að verða hluti af þeim pakka sem þarna er að verða til. Þannig að við fögnum þessu og vonumst til að þessir peningar sem Kadeco hefur búið yfir eftir að herinn fór nýtist til góðra verka hér á Suðurnesjum.“Og þið hafið þrýst á þetta ásamt fleiri sveitarfélögum? „Já, það hefur verið þrýst á þetta lengi og nú er þetta að bera einhvern árangur þannig að við munum að framhaldið verði jákvætt.“ Grindavík Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Þegar bandaríski herinn fór frá Íslandi fyrir þrettán árum var félagið Kadeco stofnað, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar. Markmið félagsins var að stýra því hvernig svæðinu yrði breytt og eignir nýttar. Nú hefur félagið selt síðustu eignirnar á svæðinu. Þar með verða kaflaskil í sögu þess. Þróunarfélagið kynnir nú hugmyndir um uppbyggingu á svæðinu eftir hugmyndafræði um flugvallarborg. Reynt verður að laða að fjárfesta og fyrirtæki sem sjá tækifæri í nálægð við alþjóðlegan flugvöll. Eftir árin þrettán frá brotthvarfi Bandaríkjahers búa nú á fjórða þúsund manns á Ásbrú. Fyrirtæki þar eru á þriðja hundrað og skapa þau á annað þúsund störf. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að um fimmtán milljarðar króna hafi skilað sér til ríkisins í gegnum Kadeco félagið vegna sölu eigna. Eftir undirritun viljayfirlýsingar í gær verði sú breyting gerð að fjármunir verði skildir eftir í þróunarfélaginu næstu fimm árin til frekari þróunar á svæðinu. „Við erum að ganga út frá því að félagið eða sá formlegi vettvangur sem við munum skapa fyrir þetta, sem að öllum líkindum verður sama félagið, að þar muni nýtast fjármunir sem hafa orðið til inn í félaginu, til þess að til dæmis standa að samkeppni um skipulag svæðisins og önnur tækifæri sem tengjast flugstarfseminni,“ segir Bjarni. Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir uppbyggingu við Keflavíkurflugvöll þýðingarmikla fyrir sveitarfélög og atvinnulíf á Suðurnesjum. „Mesta þýðingu hefur þetta fyrir sveitarfélögin sem eru næst flugvellinum sjálfum. Engu að síður er þetta mikilvægt fyrir okkur að verða hluti af þeim pakka sem þarna er að verða til. Þannig að við fögnum þessu og vonumst til að þessir peningar sem Kadeco hefur búið yfir eftir að herinn fór nýtist til góðra verka hér á Suðurnesjum.“Og þið hafið þrýst á þetta ásamt fleiri sveitarfélögum? „Já, það hefur verið þrýst á þetta lengi og nú er þetta að bera einhvern árangur þannig að við munum að framhaldið verði jákvætt.“
Grindavík Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira