Sveitarfélög lengi þrýst á nýtingu fjármuna Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar Sighvatur Jónsson skrifar 27. júní 2019 12:30 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar. Mynd/Grindavíkurbær Þegar bandaríski herinn fór frá Íslandi fyrir þrettán árum var félagið Kadeco stofnað, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar. Markmið félagsins var að stýra því hvernig svæðinu yrði breytt og eignir nýttar. Nú hefur félagið selt síðustu eignirnar á svæðinu. Þar með verða kaflaskil í sögu þess. Þróunarfélagið kynnir nú hugmyndir um uppbyggingu á svæðinu eftir hugmyndafræði um flugvallarborg. Reynt verður að laða að fjárfesta og fyrirtæki sem sjá tækifæri í nálægð við alþjóðlegan flugvöll. Eftir árin þrettán frá brotthvarfi Bandaríkjahers búa nú á fjórða þúsund manns á Ásbrú. Fyrirtæki þar eru á þriðja hundrað og skapa þau á annað þúsund störf. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að um fimmtán milljarðar króna hafi skilað sér til ríkisins í gegnum Kadeco félagið vegna sölu eigna. Eftir undirritun viljayfirlýsingar í gær verði sú breyting gerð að fjármunir verði skildir eftir í þróunarfélaginu næstu fimm árin til frekari þróunar á svæðinu. „Við erum að ganga út frá því að félagið eða sá formlegi vettvangur sem við munum skapa fyrir þetta, sem að öllum líkindum verður sama félagið, að þar muni nýtast fjármunir sem hafa orðið til inn í félaginu, til þess að til dæmis standa að samkeppni um skipulag svæðisins og önnur tækifæri sem tengjast flugstarfseminni,“ segir Bjarni. Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir uppbyggingu við Keflavíkurflugvöll þýðingarmikla fyrir sveitarfélög og atvinnulíf á Suðurnesjum. „Mesta þýðingu hefur þetta fyrir sveitarfélögin sem eru næst flugvellinum sjálfum. Engu að síður er þetta mikilvægt fyrir okkur að verða hluti af þeim pakka sem þarna er að verða til. Þannig að við fögnum þessu og vonumst til að þessir peningar sem Kadeco hefur búið yfir eftir að herinn fór nýtist til góðra verka hér á Suðurnesjum.“Og þið hafið þrýst á þetta ásamt fleiri sveitarfélögum? „Já, það hefur verið þrýst á þetta lengi og nú er þetta að bera einhvern árangur þannig að við munum að framhaldið verði jákvætt.“ Grindavík Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Þegar bandaríski herinn fór frá Íslandi fyrir þrettán árum var félagið Kadeco stofnað, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar. Markmið félagsins var að stýra því hvernig svæðinu yrði breytt og eignir nýttar. Nú hefur félagið selt síðustu eignirnar á svæðinu. Þar með verða kaflaskil í sögu þess. Þróunarfélagið kynnir nú hugmyndir um uppbyggingu á svæðinu eftir hugmyndafræði um flugvallarborg. Reynt verður að laða að fjárfesta og fyrirtæki sem sjá tækifæri í nálægð við alþjóðlegan flugvöll. Eftir árin þrettán frá brotthvarfi Bandaríkjahers búa nú á fjórða þúsund manns á Ásbrú. Fyrirtæki þar eru á þriðja hundrað og skapa þau á annað þúsund störf. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að um fimmtán milljarðar króna hafi skilað sér til ríkisins í gegnum Kadeco félagið vegna sölu eigna. Eftir undirritun viljayfirlýsingar í gær verði sú breyting gerð að fjármunir verði skildir eftir í þróunarfélaginu næstu fimm árin til frekari þróunar á svæðinu. „Við erum að ganga út frá því að félagið eða sá formlegi vettvangur sem við munum skapa fyrir þetta, sem að öllum líkindum verður sama félagið, að þar muni nýtast fjármunir sem hafa orðið til inn í félaginu, til þess að til dæmis standa að samkeppni um skipulag svæðisins og önnur tækifæri sem tengjast flugstarfseminni,“ segir Bjarni. Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir uppbyggingu við Keflavíkurflugvöll þýðingarmikla fyrir sveitarfélög og atvinnulíf á Suðurnesjum. „Mesta þýðingu hefur þetta fyrir sveitarfélögin sem eru næst flugvellinum sjálfum. Engu að síður er þetta mikilvægt fyrir okkur að verða hluti af þeim pakka sem þarna er að verða til. Þannig að við fögnum þessu og vonumst til að þessir peningar sem Kadeco hefur búið yfir eftir að herinn fór nýtist til góðra verka hér á Suðurnesjum.“Og þið hafið þrýst á þetta ásamt fleiri sveitarfélögum? „Já, það hefur verið þrýst á þetta lengi og nú er þetta að bera einhvern árangur þannig að við munum að framhaldið verði jákvætt.“
Grindavík Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira