Sveitarfélög lengi þrýst á nýtingu fjármuna Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar Sighvatur Jónsson skrifar 27. júní 2019 12:30 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar. Mynd/Grindavíkurbær Þegar bandaríski herinn fór frá Íslandi fyrir þrettán árum var félagið Kadeco stofnað, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar. Markmið félagsins var að stýra því hvernig svæðinu yrði breytt og eignir nýttar. Nú hefur félagið selt síðustu eignirnar á svæðinu. Þar með verða kaflaskil í sögu þess. Þróunarfélagið kynnir nú hugmyndir um uppbyggingu á svæðinu eftir hugmyndafræði um flugvallarborg. Reynt verður að laða að fjárfesta og fyrirtæki sem sjá tækifæri í nálægð við alþjóðlegan flugvöll. Eftir árin þrettán frá brotthvarfi Bandaríkjahers búa nú á fjórða þúsund manns á Ásbrú. Fyrirtæki þar eru á þriðja hundrað og skapa þau á annað þúsund störf. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að um fimmtán milljarðar króna hafi skilað sér til ríkisins í gegnum Kadeco félagið vegna sölu eigna. Eftir undirritun viljayfirlýsingar í gær verði sú breyting gerð að fjármunir verði skildir eftir í þróunarfélaginu næstu fimm árin til frekari þróunar á svæðinu. „Við erum að ganga út frá því að félagið eða sá formlegi vettvangur sem við munum skapa fyrir þetta, sem að öllum líkindum verður sama félagið, að þar muni nýtast fjármunir sem hafa orðið til inn í félaginu, til þess að til dæmis standa að samkeppni um skipulag svæðisins og önnur tækifæri sem tengjast flugstarfseminni,“ segir Bjarni. Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir uppbyggingu við Keflavíkurflugvöll þýðingarmikla fyrir sveitarfélög og atvinnulíf á Suðurnesjum. „Mesta þýðingu hefur þetta fyrir sveitarfélögin sem eru næst flugvellinum sjálfum. Engu að síður er þetta mikilvægt fyrir okkur að verða hluti af þeim pakka sem þarna er að verða til. Þannig að við fögnum þessu og vonumst til að þessir peningar sem Kadeco hefur búið yfir eftir að herinn fór nýtist til góðra verka hér á Suðurnesjum.“Og þið hafið þrýst á þetta ásamt fleiri sveitarfélögum? „Já, það hefur verið þrýst á þetta lengi og nú er þetta að bera einhvern árangur þannig að við munum að framhaldið verði jákvætt.“ Grindavík Keflavíkurflugvöllur Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Þegar bandaríski herinn fór frá Íslandi fyrir þrettán árum var félagið Kadeco stofnað, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar. Markmið félagsins var að stýra því hvernig svæðinu yrði breytt og eignir nýttar. Nú hefur félagið selt síðustu eignirnar á svæðinu. Þar með verða kaflaskil í sögu þess. Þróunarfélagið kynnir nú hugmyndir um uppbyggingu á svæðinu eftir hugmyndafræði um flugvallarborg. Reynt verður að laða að fjárfesta og fyrirtæki sem sjá tækifæri í nálægð við alþjóðlegan flugvöll. Eftir árin þrettán frá brotthvarfi Bandaríkjahers búa nú á fjórða þúsund manns á Ásbrú. Fyrirtæki þar eru á þriðja hundrað og skapa þau á annað þúsund störf. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að um fimmtán milljarðar króna hafi skilað sér til ríkisins í gegnum Kadeco félagið vegna sölu eigna. Eftir undirritun viljayfirlýsingar í gær verði sú breyting gerð að fjármunir verði skildir eftir í þróunarfélaginu næstu fimm árin til frekari þróunar á svæðinu. „Við erum að ganga út frá því að félagið eða sá formlegi vettvangur sem við munum skapa fyrir þetta, sem að öllum líkindum verður sama félagið, að þar muni nýtast fjármunir sem hafa orðið til inn í félaginu, til þess að til dæmis standa að samkeppni um skipulag svæðisins og önnur tækifæri sem tengjast flugstarfseminni,“ segir Bjarni. Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir uppbyggingu við Keflavíkurflugvöll þýðingarmikla fyrir sveitarfélög og atvinnulíf á Suðurnesjum. „Mesta þýðingu hefur þetta fyrir sveitarfélögin sem eru næst flugvellinum sjálfum. Engu að síður er þetta mikilvægt fyrir okkur að verða hluti af þeim pakka sem þarna er að verða til. Þannig að við fögnum þessu og vonumst til að þessir peningar sem Kadeco hefur búið yfir eftir að herinn fór nýtist til góðra verka hér á Suðurnesjum.“Og þið hafið þrýst á þetta ásamt fleiri sveitarfélögum? „Já, það hefur verið þrýst á þetta lengi og nú er þetta að bera einhvern árangur þannig að við munum að framhaldið verði jákvætt.“
Grindavík Keflavíkurflugvöllur Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira